Fara í efni

Öskudagur í Stykkishólmi

04.03.2025
Fréttir Lífið í bænum

Miðvikudaginn 5. mars verður öskudagurinn haldinn með hefðbundnu sniði hér í Hólminum. Öskudagsgangan verður á sínum stað en gengið verður frá Tónlistarskóla Stykkishólms kl. 14:00. Kristjón Daðason, Hafþór Guðmundsson og Magnús Bæringsson leiða gönguna og lofa miklu fjöri.

Seinni partinn verður skemmtun í íþróttahúsinu á vegum foreldrafélags Grunnskólans í Stykkishólmi. Tímanum er skipt svona:

  • 16:30 - 17:30 - Leikskóli og 1.- 2. bekkur
  • 17:30 - 18:30 - 3.-6. bekkur
  • 18:30 - 19:30 - 7.-10. bekkur

Börn til og með 10 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Athygli er vakin á því að frítt er inn á skemmtunina.

Öskudagur 2023
Getum við bætt efni síðunnar?