Hræðileg helgi framundan
Næstu helgi, 14.-16. febrúar, verður mikið um að vera í Stykkishólmi þegar fram fer Hræðileg helgi í Hólminum.
Félag atvinnulífs í Stykkishólmi stendur fyrir glæpa- og draugahátíðinni Hræðileg helgi. Dagskrá hátíðarinnar er þétt en meðal annars geta gestir hátíðarinnar spreytt sig á morðgátu yfir helgina. Mikið púður hefur verið lagt í morðgátu en á Höfðaborg verður opinn vettvangur glæps þar sem rannsakendur geta spreytt sig á því að leysa morðgátu. Hægt er að kynna sér allt um málið á vefnum visitstykkisholmur.is.
Hræðileg helgi í Hólminum hefur vakið mikla lukku undanfarin ár og víða vakið athygli. Dagskráin í ár er yfirgripsmikil og þar ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagskránna.