Fara í efni

Óskuðu eftir neyðarfundi vegna hættuástands á vegum

21.02.2025
Fréttir

Sveitarstjórnir á Vesturlandi sendu síðastliðinn miðvikudag erindi til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra, þar sem óskað var eftir neyðarfundi vegna hættuástands á vegum og skipan viðbragðshóps. Afrit af erindinu  var sent á innviðaráðherra, heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra, fjármálaráðherra og aðsoðarmenn.

Fulltrúar sveitarfélaganna óskuðu með erindinu eftir fundi eins fljótt og auðið er með oddvitum ríkisstjórnar og viðkomandi fagráðherrum, um skipan viðbragðshóps stjórnarráðsins um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa á Vesturlandi og annara vegfarenda, svo ekki hljótist skaði á fólki og verðmætum, og truflun á atvinnu- og mannlífi eins og nú blasir við.

Í erindinu er farið yfir stöðu vegamála á Vesturlandi í dag, tilkynningar sem Vegagerðin hefur gefið út, fjölmiðlaumfjöllun og viðbröð hagsmunaaðila á svæðinu við ástandinu. Bent er á ítrekaða fundi og samtöl sveitarfélaga á Vesturlandi og SSV með ráðherra samgöngumála, þingmönnum, þingmönnum NV-kjördæmis og forráðamönnum Vegagerðarinnar um óboðlegt ástand vegamála á Vesturlandi. Þá er einnig rýnt í fjárveitingar ríkissjóðs til vegagerðar og viðhalds eftir landshlutum og athygli vakin á stórauknum kostnaði við holuviðgerðir.

Bágborið ástand þjóðvega á Snæfellsnesi var tekið til umræðu á fundi 30. bæjarráðs fimmtudaginn 20. febrúar. Þá var einnig lagt fram minnisblað bæjarstjóra og erindi sveitarstjórna á Vesturlandi til forsætisráðherra. Bæjarráð fól bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

Á fjölmennum fundi Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í gærkveldi í Borgarnesi fengu fulltrúar sveitarfélaganna og SSV tækifæri til þess að fylgja erindinu eftir.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að lesa erindi sveitarstjóra á Vestulandi til forsætisráðherra.

Erindi til forsætisráðherra

Frá fundi með forsætisráðherra í gær.
Getum við bætt efni síðunnar?