Helstu fréttir komnar út
Helstu fréttir eru komnar út. Tilgangur blaðsins er að bæta aðgengi íbúa að tilkynningum og fréttum frá sveitarfélaginu. Í því samhengi er sérstaklega horft til eldra fólks sem notast ekki við tölvur og liggur blaðið því frammi á Höfðaborg og Systraskjóli.
Þriðja tölublað ársins kom út í dag, 7. mars. Rafræn útgáfa blaðsins er öllum aðgengileg á vefsíðu sveitarfélagsins en hana má nálgast hér að neðan. Þá er jafnframt vakin athygli á því að eldri útgáfur blaðsins má nálgast hér, undir Helstu fréttir.
Smelltu á hnappinn hér að neðan til að lesa rafræna útgáfu blaðsins.