Fara í efni

Bæjarráð

24. fundur 14. ágúst 2024 kl. 15:30 - 19:58 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Safna- og menningarmálanefnd - 4

Málsnúmer 2406002FVakta málsnúmer

Lögð fram 4. fundargerð safna- og menningarmálanefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Skipulagsnefnd - 23

Málsnúmer 2407001FVakta málsnúmer

Lögð fram 23. fundargerð skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.Bæjarstjórn unga fólksins - 1

Málsnúmer 2405001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 1. fundar bæjarstjórnar unga fólksins sem fór fram 8. maí 2024. Bæjarstjórn unga fólksins er skipuð ungmennum úr ungmennaráði sem sjá um fundarstjórn og undirbúning fundar. Á fundum bæjarstjórnar unga fólksins kynna fulltrúar unga fólksins áherslumál og bæjarfulltrúar sitja fyrir svörum.



Á fundinum var bæjarstjórn meðal annars hvött til að leggja áherslu á að tryggja félagsmiðstöðinni betra húsnæði fyrir sína starfsemi. Lagar voru fram tillögur að bættri og aukinni götulýsingu og bæjarstjón hvött til að skoða möguleika á tvískiptum sorptunnum á ljósastaura og gefa þannig gangandi vegfarendum kost á að flokka sorp. Þá voru málefni Fjölbrautaskóla Snæfellinga tekin til umræðu og farið yfir niðurstöður úr lýðræðisþingi Grunskólans í Stykkishólmi sem fram fór 15. apríl síðastliðinn. Fulltrúar bæjarstjórnar unga fólksins kölluðu meðal annars eftir aukinni verklegri kennslu í grunnskóla og hvöttu bæjarstjón til að taka mötuneytismál í skólanum til athugunar, með tilliti til gæða máltíða og fyrirkomulags.



Bæjarstjórn tók á 26. fundi sínum jákvætt í fyrirliggjandi tillögur og að þeim verði vísað til frekari úrvinnslu hjá bæjarráði sveitarfélagsins og öðrum viðeigandi fastanefndum.
Bæjarráð vísar bættri götulýsingu vinnslu hjá byggingafulltrúa.

Bæjarráð vísar tvískiptum tunnum á ljósastaura til vinnslu hjá umhverfis-og náttúrverndarnefndar í samráði við bæjarrritara.

Bæjarráð vísar niðurstöðum og áherslum varðandi Fjölbrautaskóla Snæfellinga til vinnslu til skólanefndar Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Bæjarráð vísar hugmyndum um aukna verklega kennslu í Grunnskóla Stykkishólms til vinnslu í skóla- og fræðslunefnd og skólastjóra.

Bæjarráð vísar athugasemdum um mötuneytismál í grunnskólanum til umfjöllunar til skóla- og fræðslunefnarnefndar í samráði við skólastjóra og forstöðukonu Höfðaborgar.

4.Umsókn um lóð - Hjallatangi 48

Málsnúmer 2406027Vakta málsnúmer

Lögð fram lóðarumsókn Sigurbjarts Loftssonar um lóðina Hjallatangi 48.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Sigurbjarti Loftssyni lóðina að Hjallatanga 48.
Fylgiskjöl:

5.Ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga vegna bils milli fæðingarorlofs og inntöku barna í leikskóla

Málsnúmer 2407008Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Jafnréttisstofu, dagsett 19. júní 2024.
Lagt fram til kynningar.

6.6 mánaða uppgjör - janúar - júní 2024

Málsnúmer 2408024Vakta málsnúmer

Lagt fram 6 mánaða bráðabirgðauppgjör fyrir janúar - júní 2024.
Lagt fram til kynningar.

7.Ráðning fjármála- og skrifstofustjóra Sveitarfélagsins Stykkishólms

Málsnúmer 2402019Vakta málsnúmer

Auglýsing um starf fjármála- og skrifstofustjóra hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi var birt þann 17. maí sl. á Alfred.is og rann umsóknarfrestur út þann 1. júní sl. Attentus- mannauður og ráðgjöf voru fengin til að aðstoða við ráðningarferlið. Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Stykkishólms annaðist ráðningarferlið í umboði bæjarráðs, sbr. verklagsreglur bæjarstjórnar sveitarfélagsins við ráðningu starfsmanna sbr. 2. gr. reglnanna.



Á 23. fundi bæjarráðs samþykkti ráðið að málið verði unnið áfram með Attentus í samræmi við umræður á fundinum og þeim áherslum sem þar komu fram.



Bæjarstjórn samþykkti á 26. fundi sínum að hætta við ráðningu í starf fjármála- og skrifstofustjóra, sem auglýst var laust til umsóknar á www.alfred.is þann 17. maí s.l., þar sem rétt þykir að endurmeta hæfniskröfur og þannig freista þess að stækka hóp umsækjenda um starfið. Samþykkt var að fela bæjarstjóra, í samráði við aðalmenn í bæjarráði, að endurmeta hæfniskröfur áður en starfið er auglýst að nýju laust til umsóknar. Að öðru leyti vísaði bæjarstjórn til fyrirliggjandi áætlunar um ráðningu í starfið.
Bæjarráð samþykkir tillögu um breyttar hæfniskröfur í auglýsingu og felur bæjarstjóra að auglýsa starfið að nýju.

8.Smiðjustígur 3 og 4 - breyting á lóðarmörkum

Málsnúmer 2407005Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi til að breyta lóðarmörkum Smiðjustígs 3 til samræmis við meðfylgjandi gögn. Breytingin tengist byggingaleyfisumsókn fyrirhugaðrar breytingar á húsnæði frímúrara við Smiðjustíg 3 og felur í sér breytingu á lóðarmörkum Smiðjustígs 4 og landi sveitarfélagsins við Súgandiseyjargötu. Meðfylgjandi er undirritað samþykki lóðarhafa Smiðjustígs 4 og meðeigenda Smiðjustígs 3.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 23. fundi sínum, fyrir sitt leyti breytingu á lóðarmörkum.
Bæjarráð samþykkir fyrirhugaðar breytingar á lóðarmörkum og felur bæjarstjóra að rita undir nýja lóðarleigusamninga til samræmis við afgreiðslu þessa.

9.Umsókn um byggingarleyfi - Smiðjustígur 3

Málsnúmer 2407007Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Borgar, frímúrarastúku, um byggingarleyfi til að bæta við stiga og lyftuhúsi við norðurgafl Smiðjustígs 3 þannig að aðgengi að efri hæð hússins standist reglur um algilda hönnun.



Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er um að ræða steinsteypta 75,3 m² viðbyggingu á tveimur hæðum með flötu viðsnúnu steyptu þaki. Stiginn verður steyptur og lyftan verður með hjólastólaaðgengi. Salernisaðstaða verður einnig endurnýjuð. Önnur rými haldast óbreytt.



Þar sem húsið er á ódeiliskipulögðu svæði, vísaði byggingarfulltrúi málinu til skipulagsnefndar sem samþykkti, á 23. fundi sínum, að grenndarkynna byggingaráformin sbr. framlagðar teikningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni samþykkt bæjarstjórnar á breytingu á lóðarmörkum (sbr. mál 2407005). Grenndarkynna skal fyrir meðeigendum Smiðjustígs 3 og lóðarhöfum Smiðjustígs 4.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

10.Birkilundur 16 - fyrirspurn um uppskiptingu lóðar

Málsnúmer 2407003Vakta málsnúmer

Sigurbjartur Loftsson, f.h. Benedikts Benediktssonar lóðarhafa, sækir um uppskiptingu á lóðinni Birkilundi 16 í tvær lóðir.



Í gildi er deiliskipulag frá 1987 sem sýnir lóðina Birkilund 16 án frekari skipulagsskilmála. Birkilundur 16 er skráð 5039 m2 í Fasteignaskrá.



Þar sem unnið er að nýju deiliskipulagi fyrir Birkilund talur skipulagsfulltrúi ekki unnt að skipta lóðinni upp fyrr en nýtt deiliskipulag hefur tekið gildi en vænta má að það verði á haustmánuðum. Samkvæmt vinnslutillögunni er gert ráð fyrir lóðunum Birkilundi 16 (5039 m2) og Birkilundi 16a (5879 m2).

Þann 4. júní óskaði Sigurbjartur eftir frekari lagalegum útskýringum hversvegna ekki sé mögulegt að skipta lóðinni upp, sem hann telji vera í samræmi við deiliskipulag í vinnslu. Sigurbjartur óskaði einnig eftir að málið yrði tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar.



Skipulagsnefnd tók málið fyrir á 23. fundi sínum og vakti athygli á því að samkvæmt tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Birkilund, sem nú er í vinnslu, er gert ráð fyrir að lóð nr. 16a í Birkilundi verði stofnuð úr landi Saura.

Í 1. mgr. 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 segir "Deiliskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði eða reit innan sveitarfélags. Í deiliskipulagi eru teknar ákvarðanir um lóðir, lóðanotkun, byggingarreiti, byggðamynstur, þ.m.t. nýtingarhlutfall, útlit mannvirkja og form eftir því sem við á og aðrar skipulagsforsendur sem þurfa að liggja fyrir vegna byggingar- og framkvæmdaleyfa. Stofnun nýrra lóða á deiliskipulagssvæðinu þ.m.t. Birkilunds 16a, verða því ekki samþykktar fyrr en nýtt deiliskipulag hefur tekið gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 1. mgr. 42. gr. laganna.



Nefndin vakti á því athygli að ekki er um að ræða uppskiptingu lóðar nr. 16 í Birkilundi, eins og kemur fram í umsókninni, heldur er um að ræða stofnun nýrrar lóðar úr landi Saura. Nefndin vakti einnig á því athygli að umsókn um stofnun lóðar þarf að vera í samræmi við reglugerð nr. 160/2024 um merki fasteigna. Skipulagsnefnd hafnaði því umsókninni á ofangreindum forsendum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að svara erindinu með rökstuðningi í samræmi við tillögu skipulagsfulltrúa að viðbrögðum.

11.Birkilundur - br á aðalskipulagi 2024

Málsnúmer 2309024Vakta málsnúmer

Lögð er fram samantekt umsagna og athugasemda sem bárust við vinnslutillögu breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og vinnslutillögu nýs deiliskipulags fyrir íbúðar-, frístunda- og verslunar- og þjónustusvæði í Birkilundi en vinnslutillögurnar voru kynntar dagana 4.-28. júní sl.

Skipulagssvæðið er nú þegar að mestu byggt frístunda- og íbúðarhúsum en með breytingunni verður landnotkun á hluta svæðisins breytt úr frístundabyggð og landbúnaði í verslunar- og þjónustusvæði fyrir útleiguhús (lóðir 21, 21a, 22 22a og 23), svæði fyrir íbúðarbyggð stækkað um 3,8 ha (lóðir 50a, 50b og 44) og landbúnaðarsvæði minnkað sem því nemur. Samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu er unnið að tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Birkilund.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 23. fundi sínum, fyrir sitt leyti að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Helgafellsveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr.



Nefndin fól skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar að vinna að minniháttar uppfærslum í greinargerðum til þess að koma til móts við athugasemdir sem bárust við vinnslutillöguna og mögulegar athugasemdir Skipulagsstofnunar.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Helgafellsveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr.

12.Birkilundur - nýtt deiliskipulag 2024

Málsnúmer 2209002Vakta málsnúmer

Lögð er fram samantekt umsagna og athugasemda sem bárust við vinnslutillögu breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og vinnslutillögu nýs deiliskipulags fyrir íbúðarbyggð, frístundabyggð og verslunar- og þjónustusvæði í Birkilundi í landi Saura en vinnslutillögurnar voru kynntar dagana 4.-28. júní sl.



Skipulagssvæðið er nú þegar að mestu byggt frístunda- og íbúðarhúsum. Í gildi er deiliskipulag fyrir Birkilund frá 1987 og er þar gert ráð fyrir 44 lóðum fyrir frístundahús en engir skilmálar fylgja því skipulagi. Árið 2002 var unnin tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem fól í sér heildarendurskoðun og fjölgun lóða. Tillagan var auglýst og samþykkt í sveitarstjórn en tók aldrei lögformlega gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Árið 2006 var einnig unnin tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem byggði á tillögunni frá 2002. Í þeirri tillögu var frístundabyggðin stækkuð um tæpa 5 hektara, íbúðarlóðum fjölgað um tvær og 11 frístundarlóðum breytt í íbúðarlóðir. Jafnframt voru byggingarreitir skilgreindir og skilmálar uppfærðir. Þó svo að sú tillaga hafi verið notuð til grundvallar veitingu byggingarleyfa í gegnum tíðina öðlaðist hún aldrei lögformlegt gildi.



Markmið nýja deiliskipulagsins er að setja fram skilmála og hnitfesta uppdrátt sem er í samræmi við reglugerðir og lög á grunni þeirra skipulagsáætlana sem unnar hafa verið, en deiliskipulagið byggir þó að mestu leyti á deiliskipulagstillögunni frá 2006.



Innan skipulagssvæðisins eru skilgreindar 40 frístundalóðir, sem flestar hafa verið stofnaðar og byggt á (f.u. Birkilund 16a) og 15 íbúðarlóðir, sem einnig hafa flestar verið stofnaðar byggt á (f.u. Birkilund 35, 40a, 50a og 50b). Í tillögunni er gert ráð fyrir sameiningu lóða 21, 21a, 22, 22a og 23 þar sem gert er ráð fyrir allt að 15 útleiguhúsum. Lóðirnar á skipulagssvæðinu eru á bilinu 3025-27.249 m2 að stærð þó flestar séu um 5000 m2.



Samhliða deiliskipulagsgerðinni er unnið að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 sem tekur til sama svæðis.



Á 23. fundi sínum samþykkti skipulagsnefnd fyrir sitt leyti að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Birkilund í samræmi við 1. og 2. mgr. 41. gr. laganna. Nefndin fól skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar að vinna að minniháttar uppfærslum í greinargerðum til þess að koma til móts við athugasemdir sem bárust við vinnslutillöguna.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Birkilund í samræmi við 1. og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaganna.
R

13.Hólar 5a - br á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 2310023Vakta málsnúmer

Lögð er fram samantekt umsagna og athugasemda sem bárust við skipulagslýsingu fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og nýs deiliskipulags í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1.-3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin var auglýst 5-28. júní 2024.

Jafnframt er lögð fram vinnslutillaga vegna breytingar á aðalskipulagi.



Fyrir 23. fundi sinn hafði skipulagsnefnd farið yfir athugasemdir sem bárust við skipulagslýsinguna.

Nefndin samþykkti að kynna vinnslutillögu breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Einnig samþykkti nefndin fyrir sitt leyti að auglýsa tillöguna í samræmi við 31. gr. laganna að undangenginni afgreiðslu bæjarstjórnar og yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. laganna. Nefndin mælir með því að tillögurnar verði auglýstar samhliða.
Bæjarráð samþykkir að kynna vinnslutillögu breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig samþykkir bæjarráð að auglýsa tillöguna í samræmi við 31. gr. laganna að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. laganna.

14.Ljósmyndasafn Stykkishólms - Staða safnsins og framtíðarsýn

Málsnúmer 1905011Vakta málsnúmer

Ingvar Víkingsson kom til fundar við safna- og menningarmálanefnda og gerði grein fyrir framtíðarhugmyndum sínum fyrir ljósmyndasafn Stykkishólms.



Safna- og menningarmálanefnd þakkar fyrir áhugavert erindi og tekur undir mikilvægi þess að hugað sé að þeim menningarminjum sem felast í safninu. Þá er mikilvægt að safnið geti tekið við efni til viðbótar við það sem nú liggur fyrir, bæði ljósmyndum og myndböndum.



Á þessum 4. fundi nefndarinnar taldi nefndin rétt að sá hluti fyrirliggjandi erindis sem snýr að framtíð ljósmyndasafnsins yrði skoðaðar samhliða þeim hugmyndum og tillögum sem liggja fyrir í greinargóðri skýrslu sem unnin var árið 2020 um framtíð ljósmyndasafnsins Stykkishólms. Þá hvatti nefndin til umræðu um skýrsluna og framtíð safnsins.



Lögð er fram skýrsla starfshóps um framtíð ljósmyndasafns Stykkishólms.
Bæjarráð vísar erindinu til vinnu við næstu fjárhagsáætlun og vísar skýrslunni til kynningar og umræðu í bæjarstjórn.

15.Rokkhátíð í Stykkishólmi

Málsnúmer 2305023Vakta málsnúmer

Þungarokkhátíðin Sátan fór fram í Stykkishólmi dagana 6.-9. júní. Safna- og menningarmálanefnd fangaði því, á 4. fundi sínum, hve vel hatíðin fór fram. Nefndin skilaði þakklæti og hrósi til forsvarsmanna hátíðar fyrir skipulag og gæslu fyrir gott utanumhald.



Safna- og menningarmálanefnd óskaði eftir að fá forsvarsmenn hátíðarinnar á næsta fund og ræða samkomulag við sveitarfélagið um aðstöðuleigu fyrir næsta ár eða eftir atvikum næstu ár.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu safna- og menningarnefndar.

16.Framtíðaráform Vatnasafns

Málsnúmer 2010035Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að nýjum samningi um Vatnasafn, en bæjarstjórn skipaði á 24. fundi sínum 24. apríl 2024 vinnuhóp um framtíðaáform Vatnasafns sem hefur það markmiði að vinna að því að ná samkomulagi um framtíð safnsins á grunni meðfylgjandi draga að nýjum samningi. Lögð fram fundargerð 1. fundar vinnuhópsins, ásamt minnisblaði Sigursteins Sigurðssonar, verkefnastjóra menningarmála Vesturlands hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 7. maí 2024, um fyrirliggjandi samningsdrög um framtíð Vatnasafnsins. Þá er lagt fram minnisblað bæjarstjóra, sem unnið er að beiðni formanns nefndarinnar, um fund bæjarstjóra og forsætisráðherra vegna málsins, ásamt öðrum minnisblöðum og gögnum tengdu málinu.



Safna- og menningarmálanefnd lýsti, á 4. fundi sínum, yfir vilja og áhuga til þess að ná samningi um framtíð Vatnasafns í Stykkishólmi. Safna og menningarmálanefnd lagði í því sambandi þunga áherslu á mikilvægi þess að sveitarfélagið fái stuðning til uppbyggingar menningarinnviða í samræmi við fyrirliggjandi gögn, enda mun slíkur stuðningur skipta sköpum þegar kemur að því að koma til móts við sveitarfélagið vegna þeirra löngu skuldbindinga sem felast í fyrirliggjandi samningi um Vatnasafn. Safna- og menningarmálanefnd tók að öðru leyti undir minnisblað bæjarstjóra, minnisblað verkefnastjóra menningarmála Vesturlands og fundargerð vinnuhóps um framtíðarform Vatnasafns.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu safna-og menningarnefndar.

Bæjarráð vísar framangreindri afgreiðslu til frekari vinnslu í vinnuhóp um framtíð Vatnasafns.

17.Menningarstefna sveitarfélagsins

Málsnúmer 1610018Vakta málsnúmer

Lögð fram Menningarstefna Sveitarfélagsins Stykkishólms og tekin til umfjöllunar, en markmið menningarstefnunnar er að leggja rækt við og styðja menningarlega vitund íbúa og þar með innviði samfélagsins. Samkvæmt stefnunni skal hún vera tekin til umræðu ár hvert í safna- og menningarmálanefnd þar sem verkefni verði sett fram í aðgerðaráætlun.



Safna- og menningarmálanefnd lagði, á 4. fundi sínum, til að safna- og menningarmálanefnd verði falið að uppfæra menningarstefnuna með tilliti til áhrifa sameiningar sveitarfélagsins og annarra breytinga sem hafa átt sér stað í sveitarfélaginu frá þeim tíma sem hún var samþykkt.



Safna- og menningarmálanefnd vísaði jafnframt aðgerðaráætlun til frekari vinnslu í nefndinni og hvatti nefndarmenn til þess að senda fyrir næsta fund tillögur að aðgerðum sem nefndarmenn sjá fyrir sér að komi til greina í aðgerðaráætlun.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu safna- og menningarnefndar.
Rannveig Ernudóttir forstöðukona Höfðaborgar kom inn á fund.

18.Erindi frá Aftanskin

Málsnúmer 2408006Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Aftanskini, félagi eldri borgara í Stykkishólmi, varðandi framkvæmdir á Höfðaborg.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og felur bæjarstjóra að eiga fund með fulltrúum Aftanskins.
Rannveig vék af fundi.

19.Kæra vegna aðgerðarleysis sveitarfélagsins Stykkishólms varðandi smölun ágangsfjár

Málsnúmer 2408007Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um smölun ásamt svari sveitarfélagsins og viðbrögðum við því. Þá er einnig lögð fram kæra vegna aðgerðarleysis sveitarfélagsins Stykkishólms varðandi smölun ágangsfjár.
Bæjarráð staðfestir málsmeðferð og viðbrögð sveitarfélagsins og frestar afgreiðslu málsins þar sem umbeðnar upplýsingar liggja ekki fyrir.

20.Ágangur búfjár - Þingskálanes

Málsnúmer 2408008Vakta málsnúmer

Lögð fram tölvupóstsamskipti þar sem kallað er eftir afstöðu sveitarfélagsins vegna ágangs búfjár.
Bæjarráð staðfestir málsmeðferð og viðbrögð sveitarfélagsins og frestar afgreiðslu málsins þar sem umbeðnar upplýsingar liggja ekki fyrir.
Fylgiskjöl:

21.Ágangur búfjár - Kljá

Málsnúmer 2408009Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um smölun ásamt svari sveitarfélagsins og viðbrögðum við því.
Bæjarráð staðfestir málsmeðferð og viðbrögð sveitarfélagsins og frestar afgreiðslu málsins þar sem umbeðnar upplýsingar liggja ekki fyrir.

22.Hamraendi 4 - Krafa um bætur

Málsnúmer 2207004Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þulu ehf. (áður Rjúkanda ehf.) þar sem krafist er bóta vegna uppbyggingar félagsins við Hamraenda 4.
Bæjarráð felur bæjarstjóra leggja fram drög að svari við erindinu fyrir næsta bæjarráðsfund. Aðilum Rjúkanda ehf. boðið á næsta bæjarráðsfund.

23.Gjaldtaka bílastæða á hafnarsvæði

Málsnúmer 1909018Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samning um innheimtu bílastæðagjalda fyrir gjaldskyld bílastæði með rafrænni greiðslulausn.
Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

24.Umsóknir í Tónlistarskólann á Akureyri

Málsnúmer 2406020Vakta málsnúmer

Lögð fram bréf til bæjarstjórnar Stykkishólms vegna umsókna í Tónlistarskólann á Akureyri frá nemendum með lögheimili í Stykkishólmi.



Á 23. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til næsta fundar.
Bæjarráð samþykkir kostnaðarþátttöku þeirra sem falla undir 7. gr. reglna um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda gegn því að foreldrar taki 40% þátt í raunkostnaði sveitarfélagsins (kostnað umfram framlag jöfnunarsjóðs).

Bæjarráð samþykkir að útbúnar verði reglur um kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins í þessum málaflokki áður en aðrar umsóknir verði teknar til afgreiðslu.

25.Starf skipulags- og umhverfisfulltrúa

Málsnúmer 2408030Vakta málsnúmer

Tekin til umræðu staða skipulags- og umhverfisfulltrúa.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að auglýsa starfið í samvinnu við Attentus í samræmi við fyrirliggjandi starfslýsingu, í samráði við aðalmenn í bæjarráði.
Rannveig Ernudóttir forstöðukona Höfðaborgar kom inn á fund.

26.Miðstöð öldrunarþjónustu í Stykkishólmi

Málsnúmer 2106022Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrispurn vegna stefnumörkunar sveitarfélagsins við sölu hádegisverði á Höfðaborg. Þá er lagt fram minnisblað forstöðukonu Höfðaborgar, ásamt öðrum gögnum.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur haft það að markmiði að marka stefnu í málefnum einstaklinga 60 til framtíðar. Í því felst m.a. móta heildstæða stefnu um þjónustu við einstaklinga 60 ára og eldri í Stykkishólmi til framtíðar. Árið 2022 skilað starfshópur um Stefnumörkun í málefnum einstaklinga 60 ára og eldri í Stykkishólmi skýrslu um framtíðarsýn í þessum málaflokki. Niðurstöður hópsins voru m.a. að mötuneytisþjónusta verði tryggð fyrir eldra fólk og verði í boði alla vikuna. Með rekstri mötuneytis í Höfðaborg er sveitarfélagið að fylgja eftir þessari stefnu. Þessi þjónusta hefur líka verið í boði fyrir aðstandendur og þannig næst meiri tenging íbúa við samfélagið. Bæjarráð tekur fram að bæjarstjórn horfði sérstaklega til umsvifa einkaaðila á einkamarkaði í Stykkishólmi við ákvörðun á gjaldskrá Höfðaborgar hvað varðar aðra gesti, líkt og endurspeglast í gjaldskrá Höfðaborgar. Að öðru leyti er ágætlega gerð grein fyrir hugmyndafræði Höfðaborgar í meðfylgjandi minnisblaði þar sem m.a. er horft til heildarhugsjóna sem varðar almannahagsmuni þvert á samfélagið.
Rannveig vék af fundi.

27.Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi vegna dansleiks á Dönskum dögum

Málsnúmer 2408021Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni vegna umsóknar Félags atvinnulífs í Stykkishólmi ehf. um tækifærisleyfi vegna dansleiks á Dönskum dögum sem halda á í Íþróttamiðstöð Stykkishólms, Borgarbraut 4, Stykkishólmi 17. ágúst 2024.
Bæjarráð hefur ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis vegna dansleiks á Dönskum dögum.

28.Kjör nefnda í samræmi við samþykkt sveitarfélagsins

Málsnúmer 2205039Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að kjósa þarf nýjan varamann í atvinnu- og nýsköpunarnefnd.
Bæjarráð samþykkir að skipa Nadine Elisabeth Walter sem varamann í atvinnu- og nýsköpunarnefnd.

29.Úttekt á starfsemi og framtíðarfyrirkomulagi náttúrustofa

Málsnúmer 2401027Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna úttektar á starfsemi og framtíðarfyrirkomulagi náttúrustofa.



Bæjarráð fagnaði, á 19. fundi sínum, þeirri vinnu sem farin er að stað og lýsti yfir vilja sveitarfélagsins til þess að taka virkan þátt í fyrirhuguðu samtali um áherslur og framtíðarsýn hvað varðar samvinnu ríkis og sveitarfélaga í starfsemi náttúrustofa.
Bæjarráð samþykkir samning við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti vegna Náttúrustofu Vesturlands.

30.Heiðrun íbúa

Málsnúmer 2310020Vakta málsnúmer

Tekin til umræðu í bæjarráði tillögur forseta bæjarstjórnar að heiðrun íbúa í Stykkishólmi.
Málið tekið til umræðu og fært í trúnaðarbók.
Rannveig Ernudóttir forstöðukona Höfðaborgar kom inn á fund.

31.Samstarf Snæfells og Höfðaborgar

Málsnúmer 2408029Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi forstöðukonu Höfðaborgar vegna hugmynda um samfélagslegt samstarfsverkefni við Snæfell.
Bæjarráð felur forstöðukonu Höfðaborgar að útfæra og vinna málið áfram með Snæfell í sátt og samvinnu við íbúana á Skólastíg 14 og móta endanlega tillögu sem tekin verður til afgreiðslu í bæjarráði.
Rannveig vék af fundi.

32.Viðauki 2 við Fjárhagsáætlun 2024-2027

Málsnúmer 2408025Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024-2027.
Bæjarráð samþykkir eð tveimur atkvæðum viðauka 2 við Fjárhagsáætlun 2024-2027 og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hann, ragnar sat hjá.

33.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Málsnúmer 2408026Vakta málsnúmer

Lagt til, í samræmi við viðauka 2 við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, að sveitarfélagið óski eftir 150 mkr. lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir með tveimur að sækja um 150 milljón kr. lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga, Ragnar sat hjá.

34.Endurskoðun aðalskipulags

Málsnúmer 2206040Vakta málsnúmer

Lagt er til að skipaður verði þriggja manna starfshópur um endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir rammasamning og viðaukasamning við Alta vegna fyrsta áfanga endurskoðun á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Stykkishólms og felur bæjarstjóra að undirrita þá fyrir hönd sveitarfélagsins.

Bæjarráð vísar skipun í starfshóp til bæjarstjórnar.

35.Stefna um uppbyggingu íbúðarbyggðar í dreifbýli

Málsnúmer 2408028Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa vegna stefnu um uppbyggingu íbúðabyggðar í dreifbýli.
Bæjarráð tekur undir fyrirliggjandi stefnumörkun sem fram kemur í minnisblaði skipulagsfulltrúa um uppbyginggu íbúðarbyggðar í dreifbýli og staðfestir þá stefnumörkun sem þar fram kemur fyrir hönd sveitarfélagsins.
Steinun vék af fundi.

36.Aðalgata 15A - Lóðarleigusamningur

Málsnúmer 2110022Vakta málsnúmer

Lagður fram uppfærður lóðarleigusamningur fyrir Aðalgötu 15a.
Bæjarráð samþykkir lóðaleigusamning vegna Aðalagötu 15a og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.
Steinunn kom aftur inn á fundinn.

37.Arnarborg 19 - Lóðarleigusamningur

Málsnúmer 2212010Vakta málsnúmer

Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Arnarborg 19.
Bæjarráð samþykkir lóðaleigusamning vegna Arnarborg 19 og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.
Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi kom inn á fundinn.

38.Agustsonreitur - skipulagsbreyting

Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer

Lagðir fram uppdrættir og önnur gögn vegna skipulagsvinnu við Agustsonreit.
Bæjarráð samþykkir að kynna vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og nýs deiliskipulags fyrir Agustsonreit í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar uppfærslum í samræmi við umræður á fundinum.

Jafnframt samþykkir bæjarráð, með umboði bæjarstjórnar vegna sumarleyfa, að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag í samræmi við 31. gr. og 1. og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstfofnunar sbr. 3. mgr. 30. gr. laganna berist engar stórvægilegar athugasemdir við vinnslutillögurnar sem taka þurfi til umfjöllunar fyrir auglýsingu.


Kristín vék af fundi.

39.Beiðni um niðurfellingu skuldar eða skuldajöfnunar

Málsnúmer 2408031Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Heimis Laxdal Jóhannssonar um eineltismál og ósk um niðurfellingu skuldar, en í erindinu er m.a. farið er fram á niðurfellingu eða skuldajöfnunar skuldar vegna fasteignagjalda, ásamt viðbrögðum skólastjóra og fyrrum skólastjóra við athugasemdum bréfritara um meint eineltismál.
Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið, en telur sér ekki fært um að verða við beiðni bréfritara um niðurfellingu skuldar eða skuldajöfnunar vegna fasteignagjalda.

Vegna meintra ásakana um einelti tekur bæjarráð fram að sveitarfélagið hefur það að leiðarljósi að stofnanir þessi eigi að vera góður vinnustaður og að starfsmönnum líði vel í vinnunni, líkt og fram kemur í stefnu sveitarfélagsins gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Bæjarráð vísar að öðru leyti meintum ásökunum einelti ásamt viðbrögðum skólastjórnenda til umfjöllunar í eineltisráði sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 19:58.

Getum við bætt efni síðunnar?