Fara í efni

Smiðjustígur 3 - umsókn um byggingarheimild/leyfi

Málsnúmer 2407007

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 23. fundur - 17.07.2024

Lögð fram umsókn Borgar, frímúrarastúku, um byggingarleyfi til að bæta við stiga og lyftuhúsi við norðurgafl Smiðjustígs 3 þannig að aðgengi að efri hæð hússins standist reglur um algilda hönnun.

Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er um að ræða steinsteypta 75,3 m² viðbyggingu á tveimur hæðum með flötu viðsnúnu steyptu þaki. Stiginn verður steyptur og lyftan verður með hjólastólaaðgengi. Salernisaðstaða verður einnig endurnýjuð. Önnur rými haldast óbreytt.

Þar sem húsið er á ódeiliskipulögðu svæði, vísaði byggingarfulltrúi málinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin sbr. framlagðar teikningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni samþykkt bæjarstjórnar á breytingu á lóðarmörkum (sbr. mál 2407005). Grenndarkynna skal fyrir meðeigendum Smiðjustígs 3 og lóðarhöfum Smiðjustígs 4.
Getum við bætt efni síðunnar?