Smiðjustígur 3 - umsókn um breytingu á lóðarmörkum
Málsnúmer 2407005
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 23. fundur - 17.07.2024
Sótt er um leyfi til að breyta lóðarmörkum Smiðjustígs 3 til samræmis við meðfylgjandi gögn. Breytingin tengist byggingaleyfisumsókn fyrirhugaðrar breytingar á húsnæði frímúrara við Smiðjustíg 3 og felur í sér breytingu á lóðarmörkum Smiðjustígs 4 og landi sveitarfélagsins við Súgandiseyjargötu. Meðfylgjandi er undirritað samþykki lóðarhafa Smiðjustígs 4 og meðeigenda Smiðjustígs 3.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á lóðarmörkum.
Bæjarráð - 24. fundur - 14.08.2024
Sótt er um leyfi til að breyta lóðarmörkum Smiðjustígs 3 til samræmis við meðfylgjandi gögn. Breytingin tengist byggingaleyfisumsókn fyrirhugaðrar breytingar á húsnæði frímúrara við Smiðjustíg 3 og felur í sér breytingu á lóðarmörkum Smiðjustígs 4 og landi sveitarfélagsins við Súgandiseyjargötu. Meðfylgjandi er undirritað samþykki lóðarhafa Smiðjustígs 4 og meðeigenda Smiðjustígs 3.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 23. fundi sínum, fyrir sitt leyti breytingu á lóðarmörkum.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 23. fundi sínum, fyrir sitt leyti breytingu á lóðarmörkum.
Bæjarráð samþykkir fyrirhugaðar breytingar á lóðarmörkum og felur bæjarstjóra að rita undir nýja lóðarleigusamninga til samræmis við afgreiðslu þessa.