Menningarstefna Stykkishólmsbæjar - endurskoðun
Málsnúmer 1610018
Vakta málsnúmerSafna- og menningarmálanefnd - 107. fundur - 17.09.2019
Menningarstefna Stykkishólmsbæjar frá árinu 2016 er lögð fram, en samkvæmt Menningarstefnu Stykkishólmsbæjar skal safna- og menningarmálanefnd ár hvert endurskoða stefnuna.
Safna- og menningarmálanefnd vísar málinu til næsta fundar nefndarinnar.
Safna- og menningarmálanefnd - 108. fundur - 18.10.2019
Menningarstefna Stykkishólmsbæjar frá árinu 2016 er lögð fram, en samkvæmt Menningarstefnu Stykkishólmsbæjar skal safna- og menningarmálanefnd ár hvert endurskoða stefnuna.
Safna- og menningarmálanefnd samþykkir að taka stefnuna fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Safna- og menningarmálanefnd - 109. fundur - 25.11.2019
Menningarstefna Stykkishólmsbæjar frá árinu 2016 er lögð fram, en samkvæmt Menningarstefnu Stykkishólmsbæjar skal safna- og menningarmálanefnd ár hvert endurskoða stefnuna.
Menningarstefna Stykkishólmsbæjar 2016 tekin til umfjöllunar. Markmið menningarstefnu er að leggja rækt við og styðja menningarlega vitund íbúa og þar með innviði samfélagsins.
Í Stykkishólmi er fyrir hendi öflugt menningar- og listalíf, en sköpun og þátttaka íbúa og gesta er forsenda öflugrar starfsemi á sviði safna og menningarmála. Til þess þarf gott aðgengi að aðstöðu og samstarf einstaklinga, félagasamtaka, fyrirtækja, skóla og stofnana auk samstarfs við önnur sveitarfélög og samvinnu hlutaðeigandi aðila.
Safna- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að núgildandi Menningarstefna Stykkishólmsbæjar verði samþykkt með þeirri breytingu að Menningarstefnan verði frá 2019-2022, með endurskoðunarheimild, og að stefnan verði tekin til umræðu ár hvert í safna- og menningarmálanefnd þar sem verkefni verði sett fram í aðgerðaráætlun.
Í Stykkishólmi er fyrir hendi öflugt menningar- og listalíf, en sköpun og þátttaka íbúa og gesta er forsenda öflugrar starfsemi á sviði safna og menningarmála. Til þess þarf gott aðgengi að aðstöðu og samstarf einstaklinga, félagasamtaka, fyrirtækja, skóla og stofnana auk samstarfs við önnur sveitarfélög og samvinnu hlutaðeigandi aðila.
Safna- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að núgildandi Menningarstefna Stykkishólmsbæjar verði samþykkt með þeirri breytingu að Menningarstefnan verði frá 2019-2022, með endurskoðunarheimild, og að stefnan verði tekin til umræðu ár hvert í safna- og menningarmálanefnd þar sem verkefni verði sett fram í aðgerðaráætlun.
Safna- og menningarmálanefnd - 113. fundur - 10.03.2021
Menningarstefna Stykkishólmsbæjar 2019-2022 er lögð fram og tekin til umfjöllunar, en markmið menningarstefnunnar er að leggja rækt við og styðja menningarlega vitund íbúa og þar með innviði samfélagsins.
Safna- og menningarmálanefnd vísar málinu til frekari vinnslu í nefndinni.
Safna- og menningarmálanefnd - 2. fundur - 31.05.2023
Lögð fram Menningarstefna Sveitarfélagsins Stykkishólms og tekin til umfjöllunar, en markmið menningarstefnunnar er að leggja rækt við og styðja menningarlega vitund íbúa og þar með innviði samfélagsins. Samkvæmt stefnunni skal hún vera tekin til umræðu ár hvert í safna- og menningarmálanefnd þar sem verkefni verði sett fram í aðgerðaráætlun.
Safna- og menningarmálanefnd vísar umræðunni til frekari vinnslu í nefndinni.
Safna- og menningarmálanefnd - 4. fundur - 01.07.2024
Lögð fram Menningarstefna Sveitarfélagsins Stykkishólms og tekin til umfjöllunar, en markmið menningarstefnunnar er að leggja rækt við og styðja menningarlega vitund íbúa og þar með innviði samfélagsins. Samkvæmt stefnunni skal hún vera tekin til umræðu ár hvert í safna- og menningarmálanefnd þar sem verkefni verði sett fram í aðgerðaráætlun.
Safna- og menningarmálanefnd leggur til að safna- og menningarmálanefnd verði falið að uppfæra menningarstefnuna með tilliti til áhrifa sameiningar sveitarfélagsins og annarra breytinga sem hafa átt sér stað í sveitarfélaginu frá þeim tíma sem hún var samþykkt.
Safna- og menningarmálanefnd vísar aðgerðaráætlun til frekari vinnslu í nefndinni og hvetur nefndarmenn til þess að senda fyrir næsta fund tillögur að aðgerðum sem nefndarmenn sjá fyrir sér að komi til greina í aðgerðaráætlun.
Safna- og menningarmálanefnd vísar aðgerðaráætlun til frekari vinnslu í nefndinni og hvetur nefndarmenn til þess að senda fyrir næsta fund tillögur að aðgerðum sem nefndarmenn sjá fyrir sér að komi til greina í aðgerðaráætlun.
Bæjarráð - 24. fundur - 14.08.2024
Lögð fram Menningarstefna Sveitarfélagsins Stykkishólms og tekin til umfjöllunar, en markmið menningarstefnunnar er að leggja rækt við og styðja menningarlega vitund íbúa og þar með innviði samfélagsins. Samkvæmt stefnunni skal hún vera tekin til umræðu ár hvert í safna- og menningarmálanefnd þar sem verkefni verði sett fram í aðgerðaráætlun.
Safna- og menningarmálanefnd lagði, á 4. fundi sínum, til að safna- og menningarmálanefnd verði falið að uppfæra menningarstefnuna með tilliti til áhrifa sameiningar sveitarfélagsins og annarra breytinga sem hafa átt sér stað í sveitarfélaginu frá þeim tíma sem hún var samþykkt.
Safna- og menningarmálanefnd vísaði jafnframt aðgerðaráætlun til frekari vinnslu í nefndinni og hvatti nefndarmenn til þess að senda fyrir næsta fund tillögur að aðgerðum sem nefndarmenn sjá fyrir sér að komi til greina í aðgerðaráætlun.
Safna- og menningarmálanefnd lagði, á 4. fundi sínum, til að safna- og menningarmálanefnd verði falið að uppfæra menningarstefnuna með tilliti til áhrifa sameiningar sveitarfélagsins og annarra breytinga sem hafa átt sér stað í sveitarfélaginu frá þeim tíma sem hún var samþykkt.
Safna- og menningarmálanefnd vísaði jafnframt aðgerðaráætlun til frekari vinnslu í nefndinni og hvatti nefndarmenn til þess að senda fyrir næsta fund tillögur að aðgerðum sem nefndarmenn sjá fyrir sér að komi til greina í aðgerðaráætlun.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu safna- og menningarnefndar.