Fara í efni

Beiðni um niðurfellingu skuldar eða skuldajöfnunar

Málsnúmer 2408031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 24. fundur - 14.08.2024

Lagt fram erindi Heimis Laxdal Jóhannssonar um eineltismál og ósk um niðurfellingu skuldar, en í erindinu er m.a. farið er fram á niðurfellingu eða skuldajöfnunar skuldar vegna fasteignagjalda, ásamt viðbrögðum skólastjóra og fyrrum skólastjóra við athugasemdum bréfritara um meint eineltismál.
Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið, en telur sér ekki fært um að verða við beiðni bréfritara um niðurfellingu skuldar eða skuldajöfnunar vegna fasteignagjalda.

Vegna meintra ásakana um einelti tekur bæjarráð fram að sveitarfélagið hefur það að leiðarljósi að stofnanir þessi eigi að vera góður vinnustaður og að starfsmönnum líði vel í vinnunni, líkt og fram kemur í stefnu sveitarfélagsins gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Bæjarráð vísar að öðru leyti meintum ásökunum einelti ásamt viðbrögðum skólastjórnenda til umfjöllunar í eineltisráði sveitarfélagsins.
Getum við bætt efni síðunnar?