Fara í efni

Ljósmyndasafn Stykkishólms - Staða safnsins og framtíðarsýn

Málsnúmer 1905011

Vakta málsnúmer

Safna- og menningarmálanefnd - 107. fundur - 17.09.2019

Lögð fram greinargerð Sigurlínu Sigurbjörnsdóttur þar sem saga Ljósmyndasafns Stykkishólms er dregin saman, gerð grein fyrir skráningu og frágangi ljósmynda í gegnum tíðina og að lokum er samandregið yfirlit yfir stöðu safnsins í dag og fyrirliggjandi verkefni.

Á 600. fundi bæjarráðs var bókað að ráðið telur mikilvægt að sinna vel Ljósmyndasafni Stykkishólms og vísar greinargerðinni til safna- og menningarmálanefndar til umsagnar.
Á fund safna- og menningarmálanefndar mæta Sigurlína Sigurbjörnsdóttur og Nanna Guðmundsdóttir, forstöðumaður Amtsbókasafns og Ljósmyndasafns Stykkishólms, til þess að ræða stöðu ljósmyndasafnsins, ásamt Hjördísi Pálsdóttur, forstöðumanni Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla, Vatna- og Eldfjallasafns.

Sigurlína Sigurbjörnsdóttur gerði grein fyrir greinargerð sinni um Ljósmyndasafn Stykkishólms og því næst fóru fram umræður um safnið í heild sinni.

Safna- og menningarmálanefnd vill vekja athygli á að kerfi Ljósmyndasafns hefur ekki verið uppfært frá árinu 2012.

Safna- og menningarmálanefnd óskar eftir því að forstöðumaður Amtsbókasafns taki saman greinargerð um framtíð safnsins og skoði þá möguleika sem standa til boða og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt að vísa málinu til frekari vinnslu í safna- og menningarmálanefnd.

Safna- og menningarmálanefnd - 108. fundur - 18.10.2019

Dagskrárliður 8 var tekin fyrir sem fyrsta mál á dagskrá fundarins kl. 17:15. Nanna Guðmundsdóttir, forstöðumaður Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi, sat fundinn undir þessum lið.
Á 108. fundi safna- og menningarmálanefndar var lögð fram greinargerð Sigurlínu Sigurbjörnsdóttur þar sem saga Ljósmyndasafns Stykkishólms er dregin saman, gerð grein fyrir skráningu og frágangi ljósmynda í gegnum tíðina og að lokum er samandregið yfirlit yfir stöðu safnsins í dag og fyrirliggjandi verkefni. Á fundinum var farið yfir greinagerðina og óskaði nefndin eftir því að formaður Amtsbókasafns tæki saman greinagerð um framtíð safnsins og skoði þá möguleika sem standa safninu til boða.

Fyrir safna- og menningarmálanefnd er lögð fram greinagerð forstöðumanns Amtsbókasafns um ljósmyndasafn, framtíð og möguleika.
Forstöðumaður Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi kom til fundar við safna- og menningarmálanefnd og gerði grein fyrir greinagerð sinni og þeirri vinnu sem hún hefur innt af hendi frá síðasta fundi nefndarinnar.

Safna- og menningarmálanefnd þakkar forstöðumanni fyrir greinargerð sína og yfirferð.

Safna- og menningarmálanefnd telur rétt að óska eftir tilboðum frá Jóhanni Ísberg í samræmi við greinargerð forstöðumanns og jafnframt að kanna kostnað hjá hýsingaraðila bæjarins varðandi kostnað við hýsingu á Ljósmyndasafninu. Þá kom fram sú tillaga á fundinum, sem tekin verður til frekari umræðu á næsta fundi nefndarinnar, að leggja til við bæjarstjórn að skipa þriggja manna starfshóp um framtíð safnsins og hlutverk þess. Forstöðumaður Amtsbókasafns, forstöðumaður safna og Anna Melsteð lýstu á fundinum m.a. yfir áhuga á því að starfa í hópnum.
Nanna Guðmundsdóttir, forstöðumaður Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi vék af fundi kl. 17:45.

Safna- og menningarmálanefnd - 109. fundur - 25.11.2019

Á 108. fundi Safna- og menningarmálanefndar kom forstöðumaður Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi kom til fundar við nefndina og gerði grein fyrir greinagerð sinni um ljósmyndasafn Stykkishólms, framtíð og möguleika.

Safna- og menningarmálanefnd taldi rétt að óska eftir tilboðum frá Jóhanni Ísberg í samræmi við greinargerð forstöðumanns og jafnframt að kanna kostnað hjá hýsingaraðila bæjarins við hýsingu á Ljósmyndasafninu. Þá kom fram sú tillaga á fundinum, sem tekin verður til frekari umræðu nú, að leggja til við bæjarstjórn að skipa þriggja manna starfshóp um framtíð safnsins og hlutverk þess. Forstöðumaður Amtsbókasafns, forstöðumaður safna og Anna Melsteð lýstu á fundinum m.a. yfir áhuga á því að starfa í hópnum.
Safna- og menningarmálanefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að skipa þriggja manna starfshóp um framtíð Ljósmyndasafn Stykkishólms og hlutverk þess.

Bæjarráð - 20. fundur - 18.03.2024

Lagt fram erindi frá Ingvari Víkingssyni vegna framtíðarhugmynda fyrir ljósmyndasafn Stykkishólms.
Bæjarráð óskar eftir að Ingvar komi til fundar við ráðið og geri frekari grein fyrir framtíðarsýn sinni fyrir safnið.

Bæjarráð - 21. fundur - 18.04.2024

Lagt fram erindi frá Ingvari Víkingssyni vegna framtíðarhugmynda fyrir Ljósmyndasafn Stykkishólms. Bæjarráð óskaði eftir því á 20. fundi sínum að að Ingvar kæmi til fundar við ráðið og gerði frekari grein erindinu.
Bæjarráð þakkar Ingvari Víkingssyni fyrir greinargóðar upplýsingar og hans áhuga á því að bæta Ljósmyndasafn Stykkishólms.

Safna- og menningarmálanefnd - 4. fundur - 01.07.2024

Ingvar Víkingsson kemur til fundar og gerir grein fyrir framtíðarhugmyndum sínum fyrir ljósmyndasafn Stykkishólms.
Safna- og menningarmálanefnd þakkar fyrir áhugavert erindi og tekur undir mikilvægi þess að hugað sé að þeim menningarminjum sem felast í safninu. Þá er mikilvægt að safnið geti tekið við efni til viðbótar við það sem nú liggur fyrir, bæði ljósmyndum og myndböndum.

Safna- og menningarmálanefnd telur rétt að sá hluti fyrirliggjandi erindis sem snýr að framtíð ljósmyndasafnsins verði skoðaðar samhliða þeim hugmyndum og tillögum sem liggja fyrir í greinargóðri skýrslu sem unnin var árið 2020 um framtíð ljósmyndasafnsins Stykkishólms. Hvetur nefnin til umræðu um skýrsluna og framtíð safnsins.

Bæjarráð - 24. fundur - 14.08.2024

Ingvar Víkingsson kom til fundar við safna- og menningarmálanefnda og gerði grein fyrir framtíðarhugmyndum sínum fyrir ljósmyndasafn Stykkishólms.



Safna- og menningarmálanefnd þakkar fyrir áhugavert erindi og tekur undir mikilvægi þess að hugað sé að þeim menningarminjum sem felast í safninu. Þá er mikilvægt að safnið geti tekið við efni til viðbótar við það sem nú liggur fyrir, bæði ljósmyndum og myndböndum.



Á þessum 4. fundi nefndarinnar taldi nefndin rétt að sá hluti fyrirliggjandi erindis sem snýr að framtíð ljósmyndasafnsins yrði skoðaðar samhliða þeim hugmyndum og tillögum sem liggja fyrir í greinargóðri skýrslu sem unnin var árið 2020 um framtíð ljósmyndasafnsins Stykkishólms. Þá hvatti nefndin til umræðu um skýrsluna og framtíð safnsins.



Lögð er fram skýrsla starfshóps um framtíð ljósmyndasafns Stykkishólms.
Bæjarráð vísar erindinu til vinnu við næstu fjárhagsáætlun og vísar skýrslunni til kynningar og umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 27. fundur - 29.08.2024

Lögð er fram skýrsla starfshóps um framtíð ljósmyndasafns Stykkishólms. Á 24. fundi bæjarráðs var ákveðið að vísa skýrslunni til kynningar og umræðu í bæjarstjórn í samræmi við hvatningu safna- og menningarmálanefndar.
Lagt fram til kynningar.

Til máls tóku: HH og KH
Getum við bætt efni síðunnar?