Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Þorrablót 2023
Fréttir

Þorrablót 2023

Þorrablótsnefndin, í samstarfi við Fosshótel, Snæfell og Stykkishólmsbæ mun halda þorrablótið í íþróttahúsinu í Stykkishólmi þann 4. febrúar nk. Húsið opnar á slagin 17:00 og byrjar blótið kl. 18:00.
23.01.2023
Bóndadagur í leikskólanum 2023
Fréttir

Þorrablót í leikskólanum

Hefð er fyrir því að halda upp á bóndadaginn í leikskólanum með þorrablóti. Í leikskólanum starfar fólk með ýmsa hæfileika og kunnáttu. Á bóndadaginn komu þær Anna og Karín Rut með ýmislegt skemmtilegt til að sýna krökkunum á Ási og Nesi í tilefni dagsins.
23.01.2023
Námskeiðið verður haldið í Setrinu.
Fréttir

Námskeið í tæknilæsi fyrir 60+

Námskeiðin, sem kostuð eru af félags- og vinnumálaráðuneytinu eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Þetta er liður í átaki ráðuneytisins um eflingu tæknilæsis hjá fólki sextíu ára og eldra um allt land.
23.01.2023
Hluti af hópnum í Heilsueflingu 60+ með nýju brúsana.
Fréttir

Vaxandi áhugi á heilsueflingu 60+

Þátttakendum í Heilueflingu 60+ var færður merktur vatnsbrúsi að gjöf í liðinni viku. Auk þess að gleðja þátttakendur var ætlunin að gera hópinn sýnilegri og hvetja þannig fleiri til að slást í hópinn, en það er hægt að gera með því að setja sig í samband við Magnús, 864-8862/magnus@stykkisholmur.is, eða mæta á næstu æfingu og skrá sig þar.
23.01.2023
Keppt verður í ringó á landsmóti 50+ í Stykkishólmi í sumar.
Fréttir Lífið í bænum

Undirbúningur fyrir landsmót 50+

Í vikunni fékk hópur í Heilsueflingu 60+ kynningu á ringó sem verður keppnisgrein á Landsmóti UMFÍ 50+ í Hólminum, dagana 23.-25. júní 2023. Ringó svipar nokkuð til blaks en í stað bolta eru notaðir tveir gúmmíhringir, sem liðin kasta yfir net og reyna að koma í gólf hjá andstæðingnum
20.01.2023
Stykkishólmur
Fréttir Laus störf

Laus staða byggingarfulltrúa á umhverfis- og skipulagssviði á Snæfellsnesi

Sameiginlegt umhverfis- og skipulagssvið Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar, Grundarfjarðarbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps leitar að kraftmiklum byggingarfulltrúa til að halda utan um byggingarmál og verklegar framkvæmdir í sveitarfélögunum þremur.
18.01.2023
Nýárstónleikar Karlakórsins Kára
Fréttir Lífið í bænum

Nýárstónleikar Karlakórsins Kára

Karlakórinn Kári ætlar að fagna nýju ári með hátíðartónleikum þar sem á efnisskránni verða þjóðleg lög sem tilheyra áramótunum ásamt skemmtilegum slögurum. Kórinn kom fram í Grundarfjarðarkirkju og Ólafsvíkurkirkju síðastliðinn sunnudag en endar nú tónleikaröðina í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 19. janúar 2023 kl. 20:00. Aðgangseyrir eru 4000 kr., enginn posi á staðnum.
17.01.2023
Úthlutað úr Lista- og menningarsjóði Stykkishólms
Fréttir

Úthlutað úr Lista- og menningarsjóði Stykkishólms

Stjórn Lista- og menningarsjóðs kom saman til fundar þriðjudaginn 10. janúar sl. í Ráðhúsi Stykkishólmsbæjar. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn snemma í desember og var umsóknarfrestur til 1. janúar í samræmi við reglur sjóðsins.
13.01.2023
Setrið/kálfurinn
Fréttir Aðsendar greinar

Jafningjahittingur krabbameinsgreindra og aðstandenda

Jafningjahittingur krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra verður haldinn í húsnæði aftanskins, Setrinu/Kálfinum, Skólastíg 11, hér í Stykkishólmi, kl. 17:00, miðvikudaginn 11. janúar.
10.01.2023
Mynd frá þorrablóti í íþróttahúsinu 2020
Fréttir Aðsendar greinar

Þorrablót Hólmara og Helgfellinga 4. febrúar í íþróttahúsinu Stykkishólmi

Loksins getum við blótað þorrann saman aftur! Þorrablótsnefndin, í samstarfi við Fosshótel, Snæfell og Stykkishólmsbæ mun halda þorrablótið í íþróttahúsinu í Stykkishólmi þann 4. febrúar nk.
10.01.2023
Getum við bætt efni síðunnar?