Þorrablót 2023
Þorrablótsnefndin, í samstarfi við Fosshótel, Snæfell og Stykkishólmsbæ mun halda þorrablótið í íþróttahúsinu í Stykkishólmi þann 4. febrúar nk.
Húsið opnar á slaginu 17:00 og byrjar blótið kl. 18:00.
Eftir mikið át og hlátur mun hljómsveitin Sue sjá til þess að ungir sem aldnir fari dansandi inn í nóttina.
Miðasala fer fram dagana 24. og 25. janúar í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Miðaverð er 12.500 kr. Enginn posi verður á staðnum en hægt er að greiða með millifærsu eða pening. Þeir sem sjá sér ekki fært að mæta í miðasöluna geta haft samband við Dagný Ósk í síma 8490564 eða Guðrúnu Svönu í síma 8618066 og millifært fyrir miðaverði.
Brottfluttir eru sérstaklega hvattir til að láta sjá sig en Fosshótel Stykkishólmur býður uppá sérstakt þorrablótstilboð. Gisting og morgunverður fyrir tvo á 16.700 kr, bókanir á stykkisholmur@fosshotel.is
Athugið að Bjössi á Bensó leiðir fjöldasöng - það vill enginn missa af því!