Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Stykkishólmur á Snæfellsnesi.
Fréttir Laus störf

Staða byggingarfulltrúa á Snæfellsnesi laus til umsóknar

Sameiginlegt umhverfis- og skipulagssvið Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar, Grundarfjarðarbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps leitar að kraftmiklum byggingarfulltrúa til að halda utan um byggingarmál og verklegar framkvæmdir í sveitarfélögunum þremur. Á sviðinu er lögð áhersla á vandað faglegt starf og þróun, öflugt samstarf og góða þjónustu. Byggingarfulltrúi starfar náið með skipulagsfulltrúa, sem jafnframt er sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og næsti yfirmaður byggingarfulltrúa. Starfsaðstaða er í Ráðhúsunum í Stykkishólmi og Grundarfirði en auk þess kallar starfið á ferðir og fundi í Eyja- og Miklaholtshreppi, en um hálftíma akstur er milli þessara staða. 
15.11.2022
Fræðslufundur - Umsóknir um ellilífeyrir hjá TR
Fréttir

Fræðslufundur - Umsóknir um ellilífeyrir hjá TR

Tryggingastofnun býður til fræðslufundar um umsóknir um ellilífeyrir hjá TR, miðvikudaginn 9. nóvember nk. kl.16.00 – 17.30 í Hlíðasmára 11, Kópavogi. Fundinum einnig streymt. Á fundinum verður farið yfir hvernig best er að standa að umsókn til TR um ellilífeyri, hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn, réttindi og upphæðir greiðslna.
04.11.2022
Það er ekki slæmt að láta líða úr sér í pottinum eftir nokkur sundtök
Fréttir

Landsátak í sundi út nóvember

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2022. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess.
03.11.2022
Hús hinna framliðnu verður opið 2. nóvember kl. 18-20
Fréttir

Hrekkjavaka í Hólminum

Foreldrafélag Grunnskólans í Stykkishólmi stendur fyrir hrekkjavökugöngu og opnun á Húsi hinna framliðnu (Haunted house) fyrir þá sem þora miðvikudaginn 2. nóvember. Verkefnið vinnur foreldrafélagið í samstarfi við ungmenni í félagsmiðstöðinni og Norska húsið. 
01.11.2022
Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa SSV ásamt fulltrúa markaðsstofu Vesturlands
Fréttir

Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa SSV ásamt fulltrúa markaðsstofu Vesturlands

Atvinnuráðgjafi, menningarfulltrúi og fulltrúi Áfangastaða- og Markaðsstofu Vesturlands verða með viðveru í Ráðhúsinu í Stykkishólmi þriðjudaginn 1. nóvember, kl. 13-16 þar sem boðið verður upp á opna viðtalstíma.
01.11.2022
Úrskurðarnefnd ógildir byggingarleyfi við Nesveg 22a (þangvinnslu) – Óvissa með uppbyggingu á Hamrae…
Fréttir

Úrskurðarnefnd ógildir byggingarleyfi við Nesveg 22a (þangvinnslu) – Óvissa með uppbyggingu á Hamraendum

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í dag úr gildi byggingarleyfi fyrir Nesveg 22a, sem veitt var 14. október síðastliðinn. Nefndin telur að umrædd bygging sé ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag og að deiliskipuleggja hefði þurft svæðið áður en byggingarleyfið var gefið út. Byggir niðurstaðan á því að í aðalskipulaginu sé gert ráð fyrir deiliskipulagningu núverandi hafnar- og athafnasvæða og á því að á engan hátt sé fjallað um hinu umdeildu byggingaráform í aðalskipulaginu. Felur niðurstaða úrskurðarnefndar jafnframt í sér ákveðna óvissu með fyrirhugaða uppbyggingu á nýúthlutuðum atvinnulóðum á Hamraendum þar sem orðalag aðalskipulagsins á jafnframt við um það svæði og málsmeðferð sveitarfélagsins vegna þeirra áforma byggði einnig á 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga líkt og gert var í máli Asco Harvester ehf. Deiliskipulag á svæðinu er hins vegar í vinnslu og skipulagslýsing verður auglýst á næstu dögum. Sveitarfélagið mun funda með lóðarhöfum á Hamraendum á næstu dögum vegna málsins.
28.10.2022
5. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar
Fréttir

5. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

Fimmti fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fer fram fimmtudaginn 27. október kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal.
25.10.2022
Leitað eftir fólki í sjúkraflutninga.
Fréttir Laus störf

Laus staða sjúkraflutningamanns í Stykkishólmi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands Stykkishólmi óskar eftir að ráða sjúkraflutningamenn á bakvaktir og til útkalla. Viðkomandi þarf ekki að hafa lokið formlegu námi í sjúkraflutningum en þarf að hafa áhuga og vilja til að sinna því námi meðfram stafinu.
21.10.2022
Samráðsfundur verður miðvikudaginn 26. október kl. 15:00
Fréttir

Íbúum Vesturlands boðið til samráðs um samgöngur, sveitarstjórnarmál og húsnæðis- og skipulagsmál

Í október býður innviðaráðuneytið, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman. Fundur fyrir íbúa Vesturlands verður haldinn miðvikudaginn 26. október kl. 15-17.
19.10.2022
Aðalgata 16
Fréttir

Lóðin Aðalgata 16 laus til úthlutunar

Lóðin Aðalgata 16 er hér með auglýst til úthlutunar í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði og bætist hún þar með á úthlutunarlista yfir lausar lóðir í Stykkishólmi. Umsóknarfrestur er til 29. október 2022.
19.10.2022
Getum við bætt efni síðunnar?