Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Mynd af facebook: Ægir Breiðfjörð.
Fréttir

Stykkishólmsvegur tekinn í sundur vegna vatnavaxta

Föstudagsmorguninn, 17. febrúar kl. 9:00, verður Stykkishólmsvegur tekinn í sundur vegna vatnavaxta ofan við kirkjugarð, milli Fákaborgar og Hamraenda. Vegurinn verður grafinn í sundur svo hægt sé að endurnýja rör sem hefur fallið saman og helypa þannig vatninu sína leið.  Hjáleið um Arnarborg og Nýrækt verður opin á meðan framkvæmdum stendur og ættu því allir sem þurfa að komast leiðar sinnar.
16.02.2023
Stykkishólmur
Fréttir

Opnir fundir stjórnmálaflokka í Stykkishólmi

Í dag, miðvikudaginn 15. febrúar, halda tveir stjórnmálaflokkar opna fundi í Stykkishólmi þar sem Hólmurum og öðrum gefst kostur á að ræða málefni líðandi stundar. Framsóknarflokkurinn býður til hádegisfundar kl. 12.00 á Fosshótel Stykkishólmi í dag. Á staðnum verða Ásmundur Einar, Halla Signý og Þórarinn Ingi.
15.02.2023
Opinn fundur 13. febrúar á Hótel fransiskus
Fréttir

Opinn fundur með Bjarna Jónssyni og Svandísi Svavarsdóttur í Stykkishólmi

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, og Bjarni Jónsson, oddviti Vinstri Grænna í Norðvesturkjördæmi og formaður Utanríkismálanefndar, halda opinn fund í sal Hótel Fransiskus í Stykkishólmi, mánudagskvöldið 13. febrúar kl 20:00.
08.02.2023
HVE Stykkishólmi
Fréttir

Laus störf á HVE Stykkishólmi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) auglýsir lausar stöður  í Stykkishólmi. Um er að ræða stöðu hjúkrunarfræðings, sjúkraliða/nema eða almenns starfsmanns, deildarstjóra í eldhúsi og starfsmanns í eldhúsi.
07.02.2023
Nesvegur 12
Fréttir

Lóðin Nesvegur 12 laus til umsóknar

Lóðin Nesvegur 12 er hér með auglýst til úthlutunar í samræmi við reglur sveitarfélagsins um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði og bætist þar með á úthlutunarlista yfir lausar lóðir í Stykkishólmi. Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar 2023.
31.01.2023
Auglýsing um álagningu fasteignagjalda hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi 2023
Fréttir

Auglýsing um álagningu fasteignagjalda hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi 2023

Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir árið 2023 verða ekki sendir út á pappír, heldur munu þeir verða aðgengilegir rafrænt í gegnum www.island.is Ef óskað er eftir því að fá álagningaseðil sendan, vinsamlega hafið samband við Þór Örn bæjarritara í 433-8100 eða netfangið thor@stykkisholmur.is
27.01.2023
Sveitarfélagið Stykkishólmur
Fréttir

Nýtt nafn sveitarfélagsins samþykkt

Fimmtudaginn 26. janúar samþykkti bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar nýtt nafn sveitarfélagsins. Haldin var hugmyndasamkeppni sl. sumar þar sem öllum var gefin kostur á að senda inn sína hugmynd að nafni á sveitarfélagið, alls bárust 73 tillögur. Bæjarstjórn samþykkti að senda átta álitlegar tillögur til umsagnar Örnefnanefndar. Af þeim nöfnum sem Örnefnanefnd fékk til umsagnar taldi nefndin nöfnin Þórsnesþing, Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Stykkishólmur falla best að nafngiftahefð í landinu. Á níunda fundi bæjarstjórnar, 26. janúar, var nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur samþykkt.
27.01.2023
Hólmarar og Helgfellingar eru hvattir til að mæta á þorrablót
Fréttir

Opnunartími íþróttamiðstöðvar og sundlaugar fyrir þorrablót

Vegna þorrafagnaðar sem haldinn verður í íþróttamiðstöðinni 4. febrúar nk., lokar íþróttamiðstöðin og sundlaugin í Stykkishólmi fyrr en vant er eftirtalda daga. Fimmtudaginn 2. febrúar lokar kl. 19:00, föstudaginn 3. febrúar lokar kl. 19:00, laugardaginn 4. febrúar lokar kl. 14:00
27.01.2023
9. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar
Fréttir

9. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

Níundi fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fer fram fimmtudaginn 26. janúar kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal.
24.01.2023
Lífshlaupið hefst 1. febrúar
Fréttir

Lífshlaupið hefst 1. febrúar

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar þurfi að hreyfa sig minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir þurfi að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
24.01.2023
Getum við bætt efni síðunnar?