Fara í efni

Þorrablót í leikskólanum

23.01.2023
Fréttir

Hefð er fyrir því að halda upp á bóndadaginn í leikskólanum með þorrablóti. Í leikskólanum starfar fólk með ýmsa hæfileika og kunnáttu. Á bóndadaginn komu þær Anna og Karín Rut með ýmislegt skemmtilegt til að sýna krökkunum á Ási og Nesi í tilefni dagsins. Börnin fengu að sjá meðhöndlun á ull allt frá því hún er komin af kindinni og þar til hún er orðin að bandi og flík. Þá fengu þau einnig að skoða ýmsa gamla og fallega muni. Allt þótti þetta mjög áhugavert. Í hádeginu var þorramatur í boði sem fór mis vel í börnin, en grjónagrauturinn og slátrið var uppistaðan svo enginn fór svangur frá borði.

Hægt er að sjá fleiri myndir á myndasíðu leikskólans.

Bóndadagur í leikskólanum 2023
Getum við bætt efni síðunnar?