Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar að verkefnastjóra
Fréttir

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar að verkefnastjóra

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir nýtt starf verkefnastjóra innleiðingar samþættrar þjónustu til aukinnar farsældar barna og þannig barnvænni samfélaga. Um 40% stöðugildi er að ræða til að byrja með, eða þar til starfssvið og umfang verður endurmetið haustið 2023.
24.11.2022
Umsóknir um búsetu í þjónustuíbúðakjarna FSS
Fréttir

Umsóknir um búsetu í þjónustuíbúðakjarna FSS

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir umsóknum um búsetu í þjónustuíbúðakjarna fólks með fötlun að Ólafsbraut 62 – 64 í Ólafsvík. Um er að ræða 2 einstaklingsíbúðir með stuðningsþjónustu sem felur í sér aðstoð og leiðsögn til sjálfstæðrar búsetu í eigin íbúð.
24.11.2022
6. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar
Fréttir

6. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

Sjötti fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fer fram fimmtudaginn 24. nóvember kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal.
22.11.2022
KK
Fréttir

KK í Vatnasafninu

Föstudagskvöldið 25. nóvember mætir KK í Hólminn og spilar öll sín bestu lög í Vatnasafninu. Ókeypis aðgangur er að tónleikunum en fjöldi gesta takmarkast við 70. Vegna takmarkaðs sætafjölda er nauðsynlegt að panta á tónleikana. Pöntun fer fram á netfanginu vatnasafn@gmail.com.
22.11.2022
Mynd úr safni.
Fréttir

Hausttónleikar Lúðrasveitar Stykkishólms

Lúðrasveit Stykkishólms heldur hausttónleika fimmtudaginn 24.nóvember nk. í Stykkishólmskirkju kl. 18:00. Fram koma: Litla Lúðró, Gemlingasveit, Stóra Lúðró og Víkingasveitin. Stjórnendur eru: Anastasia Kiahidi og Martin Markvoll
22.11.2022
Bergur Hjaltalín dregur upp síðasta tréð frá Drammen með lítillegri aðstoð. Árið 2019.
Fréttir

Íbúar velja jólatré í Hólmgarðinn

Líkt og undanfarin ár gefst íbúum nú kostur á því að velja jólatré í Hólmgarðinn. Valið stendur í ár á milli stafafuru sem stendur í Sauraskógi og Sitkagrenis úr garðinum hjá Kristjóni Daðasyni.
21.11.2022
Byrjað verður að bæta götulýsingu á flötunum í dag.
Fréttir

LED-væðing götulýsingar í Stykkishólmi heldur áfram

Í dag, 18. nóvember, heldur LED-væðing götuljósa í Stykkishólmi áfram. Byrjað verður á að endurnýja ljós á flötunum og í framhaldi verður skipt um hausa á stærstu staurunum í bænum. Samhliða því verður gert við bilaða staura.
18.11.2022
Kallhamrar
Fréttir

Skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms og tveggja nýrra deiliskipulagstillagna

Bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar hefur samþykkt að auglýsa skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og tillögur að nýjum deiliskipulagsáætlunum fyrir grænan iðngarð við Kallhamar og stækkun athafnasvæðis við Hamraenda.
18.11.2022
HVE Stykkishólmi
Fréttir

Opið hús hjá Háls- og bakdeild HVE í Stykkishólmi

Í tilefni af 30 ára afmæli Háls- og bakdeildarinnar í Stykkishólmi býður Heilbrigðisstofnun Vesturlands gestum og gangandi að líta við í dag, kynnast starfseminni og þiggja léttar veitingar.
17.11.2022
Stykkishólmur á Snæfellsnesi.
Fréttir Laus störf

Staða byggingarfulltrúa á Snæfellsnesi laus til umsóknar

Sameiginlegt umhverfis- og skipulagssvið Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar, Grundarfjarðarbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps leitar að kraftmiklum byggingarfulltrúa til að halda utan um byggingarmál og verklegar framkvæmdir í sveitarfélögunum þremur. Á sviðinu er lögð áhersla á vandað faglegt starf og þróun, öflugt samstarf og góða þjónustu. Byggingarfulltrúi starfar náið með skipulagsfulltrúa, sem jafnframt er sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og næsti yfirmaður byggingarfulltrúa. Starfsaðstaða er í Ráðhúsunum í Stykkishólmi og Grundarfirði en auk þess kallar starfið á ferðir og fundi í Eyja- og Miklaholtshreppi, en um hálftíma akstur er milli þessara staða. 
15.11.2022
Getum við bætt efni síðunnar?