Námskeið í tæknilæsi fyrir 60+
Símentunarmiðstöð Vesturlands heldur nú námskeið í tæknilæsi fyrir 60 ára og eldri um allt Vesturland. Námskeiðin, sem kostuð eru af félags- og vinnumálaráðuneytinu eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Þetta er liður í átaki ráðuneytisins um eflingu tæknilæsis hjá fólki sextíu ára og eldra um allt land.
Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Rafrænum skilríkjum og notkun þeirra
- Heimabanka og stafrænum viðskiptum
- Netöryggi
- Samfélagsmiðlum og efnisveitum
- Notkun tölvupósts, forrita, smáforrita og netleitar
Námskeiðin eru haldin í fjórum hlutum, hver hluti tekur tvo klukkutíma.
Námskeið í Stykkishólmi fer fram í Setrinu eftirfarandi daga frá kl. 10:00 til 12:00:
- Miðvikudaginn 1.febrúar
- Föstudaginn 3.febrúar
- Miðvikudaginn 8.febrúar
- Föstudaginn 10.febrúar
Skráning hjá Ívari kennara í síma 6952579 og í tölvupósti á ivar.orn73@gmail.com.
Hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiðið er 8.
Tímasetningar á námskeiðum eru með fyrirvara um næga þátttöku.