Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa SSV
Fréttir Þjónusta

Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa SSV

Atvinnuráðgjafi og menningarfulltrúi SSV verða með viðveru á Ráðhúsloftinu í Stykkishólmi kl. 10:00-12:00 þriðjudaginn 4. apríl þar sem boðið verður upp á opna viðtalstíma.
03.04.2023
Karlakór Akureyrar - Geysir á ferð um Snæfellsnes
Fréttir

Karlakór Akureyrar - Geysir á ferð um Snæfellsnes

Karlakór Akureyrar - Geysir verður með tónleika í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 2. apríl kl. 15:00. Kórinn kemur einnig fram í Ólafsvíkurkirkju kl. 14:00 og Grundarfjarðarkirkju kl. 17:00 laugardaginn 1. apríl. Efnisskrá er blönduð einsöngur og tvísöngur. Sjórnandi er Valmar Valjaots. Miðasala fer fram við inngang, aðgangseyrir kr. 3000.
31.03.2023
Sælkerabíll um Snæfellsnes
Fréttir

Sælkerabíll um Snæfellsnes

Sælkerabíll verður við sparkvöllinn í Stykkishólmi laugardaginn 1. apríl kl. 12:30-14:00. Helgina 1.- 2. apríl verður ekið um Snæfellsnes með sælkeravörur úr héraði. Öll hvött til að gera góð kaup og styrkja heimafólk.
31.03.2023
Leikskólinn í Stykkishólmi
Fréttir

Leikskólinn minnir á umsóknir um leikskólavistun

Leikskólinn í Stykkishólmi minnir á að umsóknir um leikskólavistun að hausti 2023 þurfa samkvæmt skráningar- og innritunarreglum að hafa borist fyrir 1. maí. Umsóknareyðublöð má nálgast á íbúagátt Stykkishólms. Úthlutun leikskólaplássa fer fram í maí.
30.03.2023
11. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir

11. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

11. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 30. mars kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal.
28.03.2023
Íslenskunámskeið í Stykkishólmi
Fréttir

Íslenskunámskeið í Stykkishólmi

Íslenskunámskeið fer fram í Stykkishólmi á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Námskeiðið hefst 27. mars og er ætlað fullorðum einstaklingum sem eru að byrja að læra íslensku sem annað tungumál.
27.03.2023
Sturla tekur við viðurkenningu frá Grétu.
Fréttir Lífið í bænum

Júlíana - hátíð sögu og bóka tíu ára

Júlíana - hátíð sögu og bóka var sett við formlega opnunarhátíð í Stykkishólmskirkju í gær en hátíðin er nú haldin í tíunda sinn. Frá því hátíðin hófst árið 2013 hefur Hólmari verið heiðraður fyrir framlag til menningar- og framfaramála. Á opnunarhátíðinni í gær var Sturla Böðvarsson heiðraður fyrir framlag sitt til minjaverndar, skipulags- og samgöngumála í Stykkishólmi.
24.03.2023
Austurgata 6A
Fréttir

Lóðirnar Austurgata 6A og Aðalgata 5A lausar til úthlutunar

Lóðirnar Austurgata 6A og Aðalgata 5A eru hér með auglýstar til úthlutunar í samræmi við reglur sveitarfélagsins um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði og bætast þar með á úthlutunarlista yfir lausar lóðir í Stykkishólmi. Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2023.
24.03.2023
Sorphirða í dymbilviku
Fréttir

Sorphirða í dymbilviku

Samkvæmt sorphirðudagatali ætti að losa almennt og lífrænt sorp miðvikudaginn 5. apríl nk. Starfsmenn Gámafélagsins koma hins vegar snemma til byggða í apríl og ætla að byrja að losa íbúa við almennt og lífrænt sorp deginum áður, þriðjudaginn 4. apríl. Íbúum sem sníða venjur sínar eftir sorphiðudagatali Gámafélagsins er því bent á að snjallt væri að tæma lífrænu- og almennuílátin innanhús út í tunnu að kveldi mánudagsins eða snemma á þriðjudeginum.
23.03.2023
Sumarstörf í Stykkishólmi
Fréttir Laus störf

Sumarstörf í Stykkishólmi

Sveitarfélagið Stykkishólmur auglýsir eftir starfsfólki í Þjónustumiðstöð, flokkstjórum og aðstoðar- og stuðningsfólk við sumarnámskeið sumarið 2023. Flokkstjórar stjórna daglegu starfi vinnuflokka skólans og stuðla að reglusemi, ástundun og góðri umgengni starfsmanna. Flokkstjórar vinna með unglingunum og sýna þeim hvernig staðið skuli að verki og leiðbeina um notkun á áhöldum og tækjum.
23.03.2023
Getum við bætt efni síðunnar?