Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Laus staða í leikskólanum í Stykkishólmi
Fréttir Laus störf

Laus staða í leikskólanum í Stykkishólmi

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausa 100% stöðu í afleysingar í 6 mánuði, viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Góð íslensku kunnátta er skilyrði, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg og viðkomandi þarf að geta unnið undir miklu álagi.
09.01.2023
Gönguskíða- og skautagarpar athugið
Fréttir

Gönguskíða- og skautagarpar athugið

Búið er að riðja gönguskíðabraut á íþróttavellinum og eru gönguskíðagarpar hvattir til að nýta sér það. Til stendur að riðja fljótlega aðra braut á golfvellinum líkt og gert var í fyrra. Það var Kristján Auðunsson sem ruddi brautina með þar til gerðum búnaði og eru honum færðar þakkir fyrir. Þá má einnig þakka Heimi Stellu fyrir að blása af skautasvellinu við flugvöllin sem er nú klárt. Því er um að gera að skerpa skautana og drífa sig á svellið.
06.01.2023
Brenna í Stykkishólmi.
Fréttir

Þrettándabrenna föstudaginn 6. janúar

Á þrettándanum kveðjum við jólahátíðina, síðasti jólasveinninn heldur til fjalla og spyrst þá ekkert til þeirra bræðra fyrr en um næstu jól. Kveikt verður í þrettándabrennu við Vatnsás fyrir innan tjaldsvæðið föstudaginn 6. janúar. Útlit er fyrir rólega og hagstæða vindátt en verði breyting þar á sem setur stirk í reikninginn verður tilkynnt um það á vefsíðu sveitarfélagsins. Þrettándagleðin hefst kl. 17.30 við golfskálann.
05.01.2023
Einar Marteinn við störf hjá Gámafélaginu
Fréttir

Sorphirðudagatal og flokkunarleiðbeiningar

Sorphirðudagatal fyrir árið 2023 er komið út og má nálgast það hér að neðan. Einnig eru komnar uppfærðar flokkunarleiðbeiningar í takt við nýja flokkunarkerfið sem innleitt verður um allt land á þessu ári. En eins og íbúum er kunnugt um tók sameinað sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fjórðu tunnuna í notkun 21. desember sl.
05.01.2023
Atvinnuráðgjafi og menningarfulltrúi SSV í Stykkishólmi ásamt fulltrúa áfangastaða- og markaðsstofu
Fréttir

Atvinnuráðgjafi og menningarfulltrúi SSV í Stykkishólmi ásamt fulltrúa áfangastaða- og markaðsstofu

Helga Guðjónsdóttir atvinnuráðgjafi SSV, Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV og Kristján Guðmundsson fulltrúi áfangastaða- og markaðsstofu Vesturlands verða í Ráðhúsinu í Stykkishólmi þriðjudaginn 3. janúar kl. 10:00 – 11:30. Áhugasamir eru hvattir til að nýta sér þjónustu þeirra.
03.01.2023
Brenna við Vatnsás
Fréttir

Þrettándabrenna í stað áramótabrennu

Föstudaginn 6. janúar 2023 verður kveikt í þrettándabrennu við Vatnsás í landi Stykkishólms. Fólk hvatt til þess að  rifja upp gömlu góðu þrettándalögin. Björgunarsveitin Berserkir verður með flugeldasýningu.
29.12.2022
8. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar
Fréttir

8. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

Áttundi fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fer fram fimmtudaginn 29. desember kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal.
27.12.2022
Skólastígur 2
Fréttir

Best skreytta húsið í Stykkishólmi

Hefð hefur skapast fyrir því að veita viðurkenningu fyrir best skreytta húsið í Stykkishólmi fyrir jólin. Nemendur níunda bekkjar grunnskólans sáu um valið og veittu viðurkenninguna að lokinni friðargöngu á Þorláksmessu. Það voru þau Ellert og Jóhanna að Skólastíg 2 sem hlutu viðurkenningu fyrir fallega skreytingu þetta árið. Við óskum þeim innilega til hamingju.
27.12.2022
Friðarganga frá Hólmgarði 23. desember, kl. 18
Fréttir

Friðarganga á Þorláksmessu

Á Þorláksmessu kl. 18.00 verður gengið til friðar frá Hólmgarði niður á Pláss. Fjölmennum og sýnum friðarvilja okkar í verki. Nemendur níunda bekkjar selja rafkerti og heitt súkkulaði. Tilkynnt verður um val á best skreytta húsinu í Stykkihólmi.
22.12.2022
Hjallatangi.
Fréttir

Lóðirnar Hjallatangi 36 og Hjallatangi 48 lausar til úthlutunar

Lóðirnar Hjallatangi 36 og Hjallatangi 48 eru hér með auglýstar til úthlutunar í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði og bætast þar með á úthlutunarlista yfir lausar lóðir í Stykkishólmi. Umsóknarfrestur er til 31. desember 2022.
21.12.2022
Getum við bætt efni síðunnar?