Vaxandi áhugi á heilsueflingu 60+
Þátttakendum í Heilueflingu 60+ var færður merktur vatnsbrúsi að gjöf í liðinni viku. Auk þess að gleðja þátttakendur var ætlunin að gera hópinn sýnilegri og hvetja þannig fleiri til að slást í hópinn, en það er hægt að gera með því að setja sig í samband við Magnús, 864-8862/magnus@stykkisholmur.is, eða mæta á næstu æfingu og skrá sig þar.
Eftir að Heilsuefling 60+ fór aftur af stað eftir samkomutakmarkanir fór þátttaka rólega af stað en iðkendum hefur fjölgað jafnt og þétt og eru nú 38 talsins. Hópurinn er samanstendur af skemmtilegu fólki þar sem gleðin er ávallt við völd. Auk hefðbundinna æfinga er reglulega bryddað upp á ýmsum nýjungum. Í síðustu viku fékk hópurinn t.d. kynningu á ringó sem verður keppnisgrein á Landsmóti UMFÍ 50+ í Hólminum, dagana 23.-25. júní 2023.
Hér að neðan má sjá myndir frá síðustu æfingum þegar nýju brúsarnir voru afhendir.