Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Rennibrautin opin á ný
Fréttir

Rennibrautin opin á ný

Rennibrautin í sundlaug Stykkishólms er nú opin á ný. Síðastliðinn laugardag var opnað fyrir rennibrautina eftir að viðgerðum lauk en brautin hefur staðið ónotuð í þó nokkurn tíma.
28.06.2021
Nýr upplýsingakassi á hafnarsvæðinu
Fréttir

Nýr upplýsingakassi á hafnarsvæðinu

Nýr upplýsingakassi hefur verið settur upp á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi. Um er að ræða kassa þar sem hengdar verða upp helstu fréttir og tilkynningar frá Stykkishólmsbæ. Kassinn er sérstaklega hugsaður til að koma upplýsingum til þeirra sem ekki nota tölvur en nýtist einnig ferðamönnum og gestum bæjarins vel, allar fréttir og tilkynningar sem settar eru í kassann má einnig finna á stykkisholmur.is.
24.06.2021
Danskir dagar framundan
Fréttir

Danskir dagar framundan

Danskir Dagar í Stykkishólmi verða haldnir 23.-26. júní næstkomandi með nýju og breyttu fyrirkomulagi, þar sem verið er að blása nýju lífi í þessa rótgrónu bæjarhátíð með því að halda hátíðina í kringum Jónsmessu en áfram með dönskum áhrifum.
21.06.2021
Sumarhátíð og hjóladagur í leikskólanum
Fréttir

Sumarhátíð og hjóladagur í leikskólanum

Sumarhátíð leikskólans sem síðustu árin hefur einnig verið hjóladagur var haldin 16. júní. Þrátt fyrir svolítinn kulda tókst hún mjög vel og voru krakkarnir mjög virkir í verkefnum sínum. Myndir frá hátíðinni má sjá á myndasíðunni og tala þær sínu máli.
18.06.2021
Hólmurinn í hátíðarskapi
Fréttir

Hólmurinn í hátíðarskapi

Eins og sjá má á myndunum hér að neðan var sannkölluð hátíðarstemmning í Stykkishólmi í gær, 17. júní. Dagskráin var hefðbundin og veðrið gott eins og vant er.
18.06.2021
17. júní í Stykkishólmi
Fréttir

17. júní í Stykkishólmi

Þjóðhátíðardagur íslendinga verður haldinn hátíðlegur 17. júní í Stykkishólmi. Venju samkvæmt fer hátíðardagskráin fram í Hólmgarðinum og hefst kl. 13:30 eða þegar skrúðgangan kemur arkandi frá Tónlistarskóla Stykkishólms þaðan sem hún leggur af stað kl. 13:00.
16.06.2021
Við leitum að flokkstjórum fyrir sumarið
Fréttir Laus störf

Við leitum að flokkstjórum fyrir sumarið

Stykkishólmsbær auglýsir eftir flokkstjórum til starfa í vinnuskóla sveitarfélagsins sumarið 2021.
15.06.2021
Mold í beðin fyrir íbúa bæjarins
Fréttir

Mold í beðin fyrir íbúa bæjarins

Búið er að ryðja upp tveimur moldarhólum inni í Vík, aftan við Borgarbraut. Moldin stendur íbúum Stykkishólms til boða fyrir minniháttar verkefni í garðinum og hentar vel í beðin og blómapotta. Moldin er ekki ætluð verktökum eða öðrum stórtækum aðilum heldur frekar til minni verkefna svo hún nýtist sem flestum.
15.06.2021
Óskað eftir ábendingum vegna vinnu við umferðaröryggisáætlun
Fréttir

Óskað eftir ábendingum vegna vinnu við umferðaröryggisáætlun

Drög að umferðaröryggisáætun fyrir Stykkishólmsbæ liggja nú fyrir og hafa verið til umræðu í fastanefndum bæjarins undanfarið.
14.06.2021
Gráakúla-Hraunflöt, útskriftarferð
Fréttir

Gráakúla-Hraunflöt, útskriftarferð

Það voru 18 börn og örlítið færri fullorðnir sem lögðu á fjallið 26. maí s.l. í útskriftarferð elstu nemenda leikskólans. Leiðin upp á Gráukúlu var farin í smá áföngum því stoppa þurfti til að taka myndir og fá sér vatnssopa annað slagið.
11.06.2021
Getum við bætt efni síðunnar?