Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Aukaleikarar óskast í Stykkishólmi
Fréttir

Aukaleikarar óskast í Stykkishólmi

Í byrjun júnímánaðar hefjast upptökur á kvikmyndinni Woman at sea. Upptökur fara að mestu fram í Ólafsvík en einnig veður tekið upp í Stykkishólmi í byrjun júní, gert er ráð fyrir að upptökur á myndinni munu standa yfir í júní og júlí. Framleiðendur myndarinnar óska nú eftir aukaleikurum fyrir tökur í Stykkishólmi þann 1. júní nk.
20.05.2021
Sveitarfélögin á Snæfellsnesi fagna EarthCheck umhverfisvottun 13. árið í röð
Fréttir

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi fagna EarthCheck umhverfisvottun 13. árið í röð

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi fagna EarthCheck umhverfisvottun 13. árið í röð ? til hamingju Snæfellingar! Með samtakamætti á Snæfellsnesi fyrir nær tveimur áratugum hófu sveitarfélögin á Snæfellsnesi ferli til að fá umhverfisvottun, eitt af þeim skrefum sem hafa verið tekin til að standa vörð um náttúru og samfélag á svæðinu.
19.05.2021
Stækkun Leikskólans í Stykkishólmi - Útboð
Fréttir

Stækkun Leikskólans í Stykkishólmi - Útboð

Arkís arkitektar ehf. fyrir hönd Stykkishólmsbæjar óska eftir tilboðum í viðbyggingu við leikskólann í Stykkishólmi. Um er að ræða viðbyggingu við núverandi leikskóla sem er á einni hæð. Núverandi leikskóli er með þremur deildum og er nú verið að bæta við fjórðu deildinni. Verkefnið felst í því að fullbyggja nýju deildina að innan sem utan með innréttingum og öllum tilheyrandi frágangi og skila deildinni tilbúinni til notkunar.
19.05.2021
Staðan í dag og horft til framtíðar - Ársreikningur 2020 og fjárhagsáætlun 2021-2024
Fréttir

Staðan í dag og horft til framtíðar - Ársreikningur 2020 og fjárhagsáætlun 2021-2024

Á bæjarstjórnarfundi þann 12. maí sl. var ársreikningur Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2020 samþykktur við síðari umræðu, en ársreikningurinn ber merki þess að síðasta ár var óvenjulegt vegna þess faraldurs sem við sem samfélag höfum verið að takast á við ásamt öðrum þjóðum. Rekstrartekjur samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta námu 1.698,5 millj. kr. á árinu en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.322,6 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 74,6 millj. kr. en fjárhagsáætlun með viðaukum hafði gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 78,4 millj. kr.
19.05.2021
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir starf við heimaþjónustu í Stykkishólmi laust til umsók…
Fréttir

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir starf við heimaþjónustu í Stykkishólmi laust til umsóknar

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir starf við heimaþjónustu í Stykkishólmi laust til umsóknar. Stöðugildi er 30% og er umsóknarfrestur til og með 28. maí nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Brynja Mjöll, yfirumsjónarmaður heimaþjónustu, í síma: 430 7800, netfang: brynja@fssf.is
18.05.2021
Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi á reit austan við Aðalgötu í miðbæ Stykkishólms
Fréttir

Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi á reit austan við Aðalgötu í miðbæ Stykkishólms

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti á fundi þann 12. maí 2021 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Reiturinn er um 1,7 ha að stærð og er skilgreindur sem íbúðasvæði, miðsvæði og athafnasvæði í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 m.s.br. Svæðið afmarkast af Víkurgötu og Aðalgötu til vesturs, Austurgötu til norðurs og lóðarmörk húsa sem standa við Skúlagötu til austurs. Markmið skipulagstillögunnar er að skilgreina nýjar lóðir og byggingarreiti sem styrkja gömlu byggðina og þá fallegu bæjarmynd sem fyrir er í Stykkishólmi.
18.05.2021
Vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002 ? 2022 um gististaði í íbúðarbyg…
Fréttir

Vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002 ? 2022 um gististaði í íbúðarbyggð

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar kynnir hér með, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, tillögu að aðalskipulagsbreytingu um gististaði á íbúðasvæðum í Stykkishólmsbæ. Í tillögunni er skilgreint hvaða gististaðir geta talist minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist getur búsetu á íbúðarsvæðum, sbr. gr. 4.3.1 og gr. 6.2 í skipulagsreglugerð.
18.05.2021
Lausar stöður við Grunnskólann í Stykkishólmi
Fréttir

Lausar stöður við Grunnskólann í Stykkishólmi

Lausar stöður við Grunnskólann í Stykkishólmi
14.05.2021
Gengið hefur verið frá ráðningu aðstoðarskólastjóra grunnskóla og deildarstjóra tónlistarskóla í Sty…
Fréttir

Gengið hefur verið frá ráðningu aðstoðarskólastjóra grunnskóla og deildarstjóra tónlistarskóla í Stykkishólmi

Í starf aðstoðarskólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi var ráðin Þóra Margrét Birgisdóttir og í starf deildarstjóra Tónlistarskóla Stykkishólms var ráðinn Kristjón Daðason. Þau munu taka til starfa 1. ágúst 2021.
12.05.2021
Stöður sviðsstjóra og sérfræðings á nýju sviði umhverfis- og skipulagsmála á Snæfellsnesi lausar til…
Fréttir

Stöður sviðsstjóra og sérfræðings á nýju sviði umhverfis- og skipulagsmála á Snæfellsnesi lausar til umsóknar

Auglýst er eftir annars vegar sviðsstjóra umhverfis- og skipulagsmála til að stýra nýstofnuðu sviði og leiða þróun umhverfis-, skipulags- og byggingarmála og yfirstjórn verklegra framkvæmda samstarfssveitarfélaganna og hins vegar sérfræðingi á sviði byggingar- eða skipulagsmála sem verður staðgengill sviðsstjóra og þátttakandi í uppbyggingu sviðsins.
12.05.2021
Getum við bætt efni síðunnar?