Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Laust starf í Ásbyrgi Stykkishólmi
Fréttir

Laust starf í Ásbyrgi Stykkishólmi

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir starf í ?Ásbyrgi? í Stykkishólmi , sem er dagvinnustofa og atvinnutengd úrræði fólks með skerta starfsgetu.
23.02.2021
Hlaðvarp um starfsemi SSV
Fréttir

Hlaðvarp um starfsemi SSV

Vesturland í sókn er nýr hlaðvarpsþáttur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi þar sem fylgst er með störfum og verkefnum þeirra sem vinna að því að þróa og bæta innviði og atvinnutækifæri á Vesturlandi.
22.02.2021
Atvinnumál kvenna: opið fyrir umsóknir til 1. mars
Fréttir

Atvinnumál kvenna: opið fyrir umsóknir til 1. mars

Styrkjum til atvinnumála kvenna er úthlutað einu sinni á ári en þeir eru ætlaðir konum sem eru að vinna að viðskiptahugmynd eða þróa verkefni. Markmiði er að auka aðgengi frumkvöðlakvenna að fjármagni. Að þessu sinni eru frumkvöðlakonur á landsbyggðinni og konur í atvinnuleit hvattar til að sækja um.
22.02.2021
Lóa - nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina
Fréttir

Lóa - nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra auglýsir eftir umsóknum um Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina.
22.02.2021
Öskudagur með óhefðbundnu sniði
Fréttir

Öskudagur með óhefðbundnu sniði

Fyrirtæki og þjónustuaðilar Stykkishólms voru ekki heimsótt þetta árið í tilefni öskudagsins með tilheyrandi skrúðgöngu og söng. Gangan hefur verið fastur liður á öskudaginn í 35 ár og verður gaman að sjá til hennar að ári liðnu. Fyrirtæki studdu engu að síður skemmtun sem fór fram á skólatíma með glaðning sem afhentur var í lok skóladags.
19.02.2021
Laus störf í leikskólanum í Stykkishólmi
Fréttir

Laus störf í leikskólanum í Stykkishólmi

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður leikskólakennara eina frá 1. apríl og aðra frá 1. júní 2021. Einnig kemur til greina afleysingarstaða í sumar.
19.02.2021
Opinn íbúafundur: Leggjum línurnar fyrir framtíð Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls
Fréttir

Opinn íbúafundur: Leggjum línurnar fyrir framtíð Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls

Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar, Snæfellsbæjar, Ferðamálasamtaka Snæfellsness, Minjastofnunar Íslands og Náttúrustofu Vesturlands unnið að endurskoðun á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Opinn rafrænn íbúafundur verður haldinn miðvikudaginn 24. febrúar kl. 17:30-19:30 í gegnum Teams. Fólk er beðið um að skrá sig á fundinn á vef Umhverfisstofnunar í síðasta lagi þriðjudaginn 23. febrúar.
18.02.2021
Íþróttamaður Snæfells 2020
Fréttir

Íþróttamaður Snæfells 2020

Anna Soffía Lárusdóttir hefur verið valin Íþróttamaður Umf. Snæfells árið 2020.
18.02.2021
Stykkishólmsbær býður öllum í sund á morgun 17. febrúar!
Fréttir

Stykkishólmsbær býður öllum í sund á morgun 17. febrúar!

Miðvikudaginn 17. febrúar bjóða sveitarfélög um allt land frítt í sund sem aukaskammt af G-vítamíni dagsins sem er ?Hreyfðu þig daglega?. Að fara í sund, taka 100 metrana eða bara láta þreytuna líða úr sér í pottinum er G-vítamín í sinni tærustu mynd!
16.02.2021
Hvatning til eldri borgara: Förum í sund!
Fréttir

Hvatning til eldri borgara: Förum í sund!

Verkefnið heilsuefling eldri borgara í Stykkishólmi, sem hófst haustið 2018, hefur vakið verðskuldaða athygli víðs vegar um landið og verið öðrum hvatning til að huga betur að heilsueflingu og lýðheilsu eldri borgara. Í Stykkishólmi er til staðar öflugur mannauður og einstaklega góðir innviðir til þess að við getum áfram staðið okkur vel í þessum málaflokki. Íþróttamannvirkin, þ.m.t. sundlaugin, er hluti af þeim innviðum þar sem fjölmargir möguleikar eru til fjölbreyttrar sundiðkunar og æfinga.
12.02.2021
Getum við bætt efni síðunnar?