Fara í efni

Óskað eftir ábendingum vegna vinnu við umferðaröryggisáætlun

14.06.2021
Fréttir

Drög að umferðaröryggisáætun fyrir Stykkishólmsbæ liggja nú fyrir og hafa verið til umræðu í fastanefndum bæjarins undanfarið.

SMELLTU HÉR TIL AÐ KYNNA ÞÉR DRÖG AÐ UMFERÐARÖRYGGISÁÆTLUN FYRIR STYKKISHÓLMSBÆ.

Á 602. fundi bæjarráðs Stykkishólms þann 18.06.2019 var samþykkt að hefja vinnu við að útfæra og útbúa umferðaröryggisáætlun til að bæta umferðaröryggi í Stykkishólmsbæ, í nóvember sama ár hófst vinna VSÓ að umferðaröryggisáætlun Stykkishólms 2021-2025. Íbúar Stykkishólmsbæjar eru hvattir til að kynna sér drögin og senda inn ábendingar á netfangið stykkisholmur@stykkisholmur.is ef þurfa þykir. Á meðal þess sem áætlunin tekur á er umferðarhraði en í byrjun árs 2020 tóku við ný umferðarlög á Íslandi sem segja meðal annars að hámarkshraði ökutækja skal vera gefið í heilum tug. Hámarkshraði í þéttbýli Stykkishólms hefur verið 35 km/klst og þarf því að gera breytingar. Í áætluninni er lagt til að hámarkshraði verði lækkaður niður í 30 km/klst.

Markmið með gerð umferðaröryggisáætlana er að auka vitund forráðamanna sveitarfélaga og íbúa um umferðaröryggi. Undanfarin ár hefur Samgöngustofa hvatt sveitarfélög til að gera áætlanir um umferðaröryggismál. Teknar hafa veriðsaman leiðbeiningar um gerð umferðaröryggisáætlana sveitarfélaga og tekur þessi vinna mið af þeim leiðbeiningum,auk reynslu VSÓ af gerð umferðaröryggisáætlana víðs vegar um landið. Áætluninni er skipt upp í sex meginkafla. Fyrsti kafli lýsir verkferli áætlunarinnar og skipun samráðshóps, annar kafli greinir slys undanfarinna ára og í þriðja kafla er stöðumat á núverandi umferðaröryggi í sveitarfélaginu. Í fjórða kafla er helstu markmiðum og stefnu sveitarfélagsins í umferðaröryggismálum lýst. Í fimmta kafla er framkvæmdaáætlun verkefna, þar sem brýnustu verkefnin eru ákveðin og þeim raðað í forgangsröð. Að lokum eru niðurstöður dregnar saman í sjötta kafla.

Getum við bætt efni síðunnar?