Fara í efni

Hólmurinn í hátíðarskapi

18.06.2021
Fréttir

Eins og sjá má á myndunum hér að neðan var sannkölluð hátíðarstemmning í Stykkishólmi í gær, 17. júní. Dagskráin var hefðbundin og veðrið gott eins og vant er. 

Kynnir á hátíðardagskrá í Hólmgarði var Mattías Arnar Þorgrímsson. Ræðumaður dagsins var Dagný Rún Þorgrímsdóttir. Í ræðu sinni fór hún yfir sína aðkomu sem hjúkrunarfræðingur að heimsfaraldrinum og þá miklu samheldni og seiglu sem hún upplifði við sín störf. Fjallkonan var Nanna Guðmundsdóttir og flutti hún ljóðið Blómasaga eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.

Blómasaga

Um engi og tún
og ásinn heima
ég aftur reika,
sest í brekkuna
silkimjúka
og sóleyjarbleika.
Milt var sunnan
við moldarbarðið
og melinn gráa.
Þar fagna mér ennþá
fífillinn guli
og fjólan bláa.
Engan leit ég
mót ljósi himins
ljúfar brosa
en dúnurt fríða,
sem dagsins bíður
í döggvuðum mosa.
Hverju sem ár
og ókomnir dagar
að mér víkja,
er ekkert betra
en eiga vini,
sem aldrei svíkja.

            Davíð Stefánsson

Hér má sjá myndir frá 17. júní í Stykkishólmi 2021

Getum við bætt efni síðunnar?