Fara í efni

Við leitum að flokkstjórum fyrir sumarið

15.06.2021
Fréttir Laus störf

VILT ÞÚ VINNA ÚTI Í SUMAR?

Starf flokkstjóra vinnuskólans í Stykkishólmsbæ er fjölbreytt og skemmtilegt.

Stykkishólmsbær auglýsir eftir flokkstjórum til starfa í vinnuskóla sveitarfélagsins sumarið 2021. Æskilegt er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri og er reynsla af sambærilegum störfum kostur.

Góður félagsskapur, útivera, samvinna, fjölbreytni og gleði er lýsandi fyrir starfið.

Flokkstjórar stjórna daglegu starfi vinnuflokka skólans og stuðla að reglusemi, ástundun og góðri umgengni starfsmanna. Flokkstjórar vinna með unglingunum, taka þátt af gleði í leik og starfi og sýna hvernig staðið skuli að verki ásamt því að leiðbeina um notkun á áhöldum og tækjum.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús Ingi Bæringsson. s. 433-8118 n. magnus@stykkisholmur.is

Hægt er að sækja um á íbúagátt Stykkishólmsbæjar eða með tölvupóst á netfangið rikki@stykkisholmur.is

Getum við bætt efni síðunnar?