Fara í efni

Staðan í dag v/COVID-19 - þriðjudag

18.01.2022
Fréttir

Til viðbótar við tölur gærdagsins hafa sjö ný smit greinst í Stykkishólmi og nágrenni. Samkvæmt upplýsingum umdæmislæknis sóttvarna í dag, þriðjudaginn 18. janúar, eru nú 22  í einangrun með virk smit (1 smit utan lögskráningar) og 72 í sóttkví í Stykkishólmi og nágrenni, um 70% þeirra sem eru í einangrun eru fullorðnir.
Í morgun voru tekin 68 PCR próf á heilsugæslunni í Stykkishólmi  en niðurstöður úr þeim sýnum er að vænta í kvöld eða fyrramálið, auk þess voru tekin tíu hraðpróf vegna smitgátar.
Íbúum er bent á að sýna áfram fyllstu aðgát og huga að persónubundnum sóttvörnum. Upplýst verður um stöðuna eftir þörfum. Allar helstu upplýsingar má finna á covid.is

Fjöldi fólks á leið í sýnatöku í morgun.

Getum við bætt efni síðunnar?