Laust starf við Íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi
Stykkishólmsbær óskar eftir karlkyns starfsmanni til starfa í Íþróttamiðstöð Stykkishólmsbæjar frá og með 1.mars 2022. Um er að ræða 100% stöðu til framtíðar.
Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og Kjalar starfsmannafélags. Umsóknum skal skilað til Arnars forstöðumanns í Íþróttamiðstöðinni eða á netfang: sund@stykkishólmur.is, fyrir 3.febrúar 2022. Nánari upplýsingar veitir Arnar á staðnum, í síma: 865- 6232 eða á netfang: sund@stykkisholmur.is