Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Viðvera atvinnuráðgjafa SSV í Stykkishólmi
Fréttir

Viðvera atvinnuráðgjafa SSV í Stykkishólmi

Helga Guðjónsdóttir atvinnuráðgjafi SSV verður til viðtals í Ráðhúsinu í Stykkishólmi þriðjudaginn 7. desember kl. 13-15. Áhugasamir eru hvattir til að nýta sér þjónustuna. SSV ? þróun og ráðgjöf er hluti af stoðkerfi atvinnulífsins og veitir ráðgjöf á sviði atvinnumála og vinnur að þróun búsetuskilyrða á starfssvæði Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
06.12.2021
Jólalestinni frestað þar til nær dregur jólum
Fréttir

Jólalestinni frestað þar til nær dregur jólum

Jólalest Tónlistarskóla Stykkishólms sem til stóð að aka um bæinn næstkomandi laugardag, 4. desember, hefur verið frestað. Íbúar þurfa þó ekki að örvænta því hún mun fara sína leið í næstu viku og verður það auglýst þegar nær dregur.
02.12.2021
Búið að tendra jólaljósin í Hólmgarði
Fréttir

Búið að tendra jólaljósin í Hólmgarði

Það hefur eflaust ekki farið framhjá bæjarbúum að ljósin á jólatrénu í Hólmgarði hafa verið tendruð. Tréð var valið af íbúum Stykkishólms, líkt og í fyrra, og er glæsilegt sitkagreni sem gróðursett var í Sauraskógi um 1970.
01.12.2021
Grenitré verður sett upp í Hólmgarði
Fréttir

Grenitré verður sett upp í Hólmgarði

Niðurstöður liggja nú fyrir og varð grenitréð fyrir valinu. Um 160 manns tóku þátt í valinu og voru 75% sem völdu grenið. Sitkagreni er ein algengasta trjátegundin í ræktun hér á landi en fyrstu trén sett niður í Reykjavík um 1924 en umrætt tré var gróðursett um 1970 í Sauraskógi.
29.11.2021
Jólaljósin tendruð við lágstemmda athöfn
Fréttir

Jólaljósin tendruð við lágstemmda athöfn

Þann 1. desember næstkomandi verða ljós tendruð á jólatrénu í Hólmgarði. Í ljósi aukinna smita í samfélaginu verður viðburðurinn með svipuðu sniði og í fyrra. Grunnskólabörn í 1.-4. bekk munu eiga samverustund í Hólmgarði að morgni 1. desember þegar 1. bekkur tendrar ljósin.
26.11.2021
Íbúar velja jólatré í Hólmgarðinn
Fréttir

Íbúar velja jólatré í Hólmgarðinn

Líkt og í fyrra hafa nú, í samvinnu við skógræktarfélag Stykkishólms, tvö tré í Sauraskógi verið valin sem koma til greina sem jólatré Hólmara í ár. Íbúum er nú boðið að velja hvort tréð verður sett upp í Hólmgarðinum sem jólatréð í ár.
25.11.2021
Örvunarbólusetning á heilsugæslunni í Stykkishólmi
Fréttir

Örvunarbólusetning á heilsugæslunni í Stykkishólmi

Á þriðjudögum býður heilsugæslan í Stykkishólmi upp á frumbólusetningu og örvunarbólusetningu við COVID-19. Örvunarbólusetning er í boði fyrir 12 ára og eldri, þegar fimm mánuðir hafa liðið frá síðustu COVID-19 bólusetningu. Á heilsuvera.is má sjá hvenær síðasta bólusetning fór fram, brýnt er fyrir fólki að panta ekki tíma í örvunarbólusetningu fyrr en fimm mánuðir hafa liðið frá síðustu bólusetningu við COVID-19.
24.11.2021
Aðventan byrjar í Stykkishólmi
Fréttir

Aðventan byrjar í Stykkishólmi

Aðventan er viðburðarríkur tími í Stykkishólmi og næstkomandi laugardag, 27. nóvember, gera Hólmarar sér glaðan dag af því tilefni. Ætla má að bærinn iði af lífi á laugardaginn þar sem heilmikið verður um að vera og verðurspáin Hólmurum í hag eins og vant er.
22.11.2021
Körfuboltaveisla í Hólminum
Fréttir

Körfuboltaveisla í Hólminum

Laugardaginn 20. nóvember verður sannkölluð körfuboltaveisla í Stykkishólmi. Tveir leikir hjá meistaraflokkum Snæfells fara fram á laugardaginn, annars vegar mætir Snæfell (kk) KR B kl. 13:00 og hinsvegar mætir Snæfell (kvk) Ármanni kl. 16:00. Báðir leikir fara fram í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi.
19.11.2021
Hraðhleðslustöð í Stykkishólmi
Fréttir

Hraðhleðslustöð í Stykkishólmi

Fyrir skemmstu var sagt frá því unnið væri að uppsetningu á hraðhleðslustöð á planinu við íþróttamiðstöðina. Stöðin er nú komin upp og einungis smávægilegur frágangur sem eftir á að vinna. Stykkishólmsbær gerði samning við Ísorku um að reisa 150kw hraðhleðslustöð á umræddu svæði, sem var að mati skipulags- og byggingarnefndar heppilegasta svæði bæjarins fyrir hraðhleðslustöð.
19.11.2021
Getum við bætt efni síðunnar?