Fara í efni

Slöbbum saman

17.01.2022
Fréttir

Slöbbum saman er skemmtilegt og spennandi samstarfsverkefni sem UMFÍ, ÍSÍ, Landlæknisembættið og Sýn fara nú af stað með og miðar að því að fá fólk til að hreyfa sig.
Verkefnið hófst laugardaginn 15. janúar og mun standa til þriðjudagsins 15. febrúar. Nú er um að gera að ræsa vinahópinn, fjölskylduna, saumaklúbbinn, vinnufélagana og Zoom-hópinn og slabba saman.
VINNINGSHAFAR DREGNIR ÚT Í HVERRI VIKU

Ef þú vilt eiga mögueika á skemmtilegum glaðningi þá getur þú skráð þig á visir.is/slobbumsaman eða merkt mynd af þér úr göngunni á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #slobbumsaman
Einu sinni í viku verður dregið úr skráningum og merktum myndum og viðkomandi fær skemmtilegan glaðning.
Allar nánari upplýsingar um átakið má finna hér.

Getum við bætt efni síðunnar?