Fara í efni

Staðan í Stykkishólmi vegna COVID-19

15.01.2022
Fréttir

Í dag, laugardag, eru 15 með virk COVID-19 smit í Stykkishólmi og 45 með sóttkvíarúrskurð. Unnið er að rakningu smita. Smit og sóttkví ná m.a. til íþrótta- og skólastarfs, en tveir nemendur í 6. bekk við Grunnskólann í Stykkishólmi hafa greinst með smit. Búast má við röskun á skólastarfi vegna þessa fram í næstu viku. Foreldrar eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum frá skólunum á morgun, sunnudag.

Persónubundnar smitvarnir mikilvægasta vörnin

Í ljósi þessa er rétt að minna á að fylgja leiðbeiningum embætti landlæknis varðandi persónubundnar smitvarnir. Allar nánari upplýsingar má finna á covid.is

Getum við bætt efni síðunnar?