Alzheimerkaffi í Samkomuhúsinu í Grundarfirði
Fyrsta alzheimerkaffið á Snæfellsnesi verður haldið í Samkomuhúsinu í Grundarfirði sunnudaginn 15. desember kl. 13:00 - 14:30. Boðið verður uppá fræðslu, tónlistaratriði og notarlega samverustund ætlaða fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra. Veitingar verða í boði kvenfélagsins Gleym mér ei, kaffi gjald er 500 kr.
Viðburðurinn er á vegum Alzheimersamtakanna og skipulagður af tengiliðum samtakanna á Snæfellsnesi, þeim Elíabetu Páley og Guðrúnu Magneu.