Fara í efni

Íbúafundur um fjárhagsáætlun

09.12.2024
Fréttir

Boðað er til íbúafundar miðvikudaginn 11. desember um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir tímabilið 2025-2028. Á fundinum gerir bæjarstjóri grein fyrir markmiðum fjárhagsáætlunar og helstu áherslum hennar. Fundurinn fer fram á Höfðaborg, Skólastíg 14, og hefst kl. 17:00 þann 11. desember.

Fjárhagsáætlun verður lögð fram til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar 12. desember næstkomandi. Auk bæjarráðs og bæjarstjórnar hafa fastanefndir sveitarfélagsins undanfarið fjallað um fjárhagsáætlun og gjaldskrár á fundum sínum. Eins og íbúar þekkja eru bæjarstjórnarfundir sendir út í beinni útsendingu á Youtuberás Stykkishólms og má þar fylgjast með umfjöllun bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun og gjaldskrár sveitarfélagsins.

Getum við bætt efni síðunnar?