Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Nýja flokkunarkerfið verður innleitt um allt land.
Fréttir

Fjórða tunnan tekin í notkun í dag

Starfsmenn Íslenska gámafélagsins klára í dag, 21. desember, að bæta nýrri sorptunnu við hvert heimili í sveitarfélaginu sem er merkt fyrir plast.  Í dag verður græna tunnan tæmd og að því loknu breytist hlutvek hennar og í hana fer aðeins pappír og pappi en plastið fer í nýju tunnuna.
21.12.2022
Stykkishólmur
Fréttir

Tímabundinn 90% afsláttur af gatnagerðagjöldum

Bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum, 8. desember, að veita tímabundinn 90% afsláttur á gatnagerðargjöldumaf byggingum íbúðarhúsnæðis m.v. gjaldskrá 2023 á tilteknum lóðum í Stykkishólmi og að lækkunarheimildin taki gildi eftir samþykkt bæjarstjórnar til og með 31. desember 2023. Skal umsækjandi greiða 75.000 kr. staðfestingargjald fyrir hverja lóð sem sótt er um og er staðfestingargjald óafturkræft verði umsækjanda úthlutað viðkomandi lóð.
15.12.2022
Hátíðartónleikar Tónlistarskólans fara fram nk. fimmtudag
Fréttir

Hátíðartónleikar Tónlistarskóla Stykkishólms

Hátíðartónleikar Tónlistarskóla Stykkishólms verða haldnir fimmtudaginn 15. desember kl 18:00 í Stykkishólmskirkju. Nemendur allra kennara sýna afrakstur annarinnar og efnisskráin því mjög fjölbreytt og jólaleg.
14.12.2022
Fjölbrautaskóli Snæfellinga
Fréttir

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 16. desember í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.14:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans.
14.12.2022
Sigrún, leikskólastjóri, mátar vesti á börnin.
Fréttir

Björgunarsveitin Berserkir færðu leikskólabörnum gjöf

Síðast liðinn föstudag mættu þau Björn Ásgeir og Rebekka Sóley frá Björgunarsveitinni Berserkjum og færðu leikskólanum að gjöf öryggisvesti á nemendur og einnig endurskinsmerki sem börnin fengu með sér heim. Leikskólinn þakkar kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem nýtist vel í skammdeginu.
14.12.2022
Breytingar á flokkun í Stykkishólmi og Helgafellssveit
Fréttir

Breytingar á flokkun í Stykkishólmi og Helgafellssveit

Notkun á fjórðu tunnunni hefst 21. desember 2022, en hún er ætluð undir plast. Hlutverk grænu tunnunnar breytist og í hana fer aðeins pappír og pappi. Íbúar fá því nýja tunnu, merkta fyrir plast. Eldri tunnurnar verða merktar í vor.
13.12.2022
KK
Fréttir

KK í Vatnasafninu

Föstudagskvöldið 16. desember mætir KK í Hólminn og spilar öll sín bestu lög í Vatnasafninu. Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram 25. nóvember sl. en var þá frestað af óviðráðanlegum aðstæðum.
13.12.2022
Opið hús á skrifstofu umhverfis- og skipulagssviðs á 2. hæð í Ráðhúsinu í Stykkishólmi.
Fréttir

Opið hús vegna skipulagslýsingar fyrir Skipavíkursvæðið

Miðvikudaginn 14. desember eftir hádegi verður opið hús á skrifstofu umhverfis- og skipulagssviðs á 2. hæð í Ráðhúsinu frá kl. 12:00 til kl. 17:00 vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsgerðar fyrir hafnarsvæðið við Skipavík. Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, verður á staðnum og svarar spurningum og tekur við ábendingum.
12.12.2022
Stekkjastaur er á þvælingi um Stykkishólm, en hvar?
Fréttir

Jólasveinaratleikur 2022

Í ár hefur Þjónustumiðstöðin með Jóni Beck, verkstjóra, í broddi fylkingar sett upp jólasveinaratleik. Um er að ræða skemmtilega viðbót í jólaskreytingar bæjarins þar sem tækifæri gefst til að arka um Stykkishólm og leita að jólasveinunum sem eru í ýmsum erindagjörðum fyrir jólin og munu birtast hér og þar um bæinn, einn af öðrum. Ratleikurinn hefst mánudaginn 12. desember með komu Stekkjastaurs samkvæmt gamalli hefð og endar með komu Kertasníkis á Aðfangadag 24. desember.
09.12.2022
Lista- og menningarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki
Fréttir

Lista- og menningarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í lista- og menningarsjóð Stykkishólmsbæjar. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Stykkishólmsbæjar, eða netfang: stykkisholmur@stykkisholmur.is, fyrir 1. janúar nk. og tekur stjórn lista- og menningarsjóðs ákvörðun 12. janúar 2023.
09.12.2022
Getum við bætt efni síðunnar?