Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Opið hús í Amtsbókasafni 9. desember, kl. 17-18.
Fréttir

Opið hús vegna skipulagslýsingar fyrir Skipavíkursvæðið

Föstudaginn 9. desmber kl. 17-18 verður opið hús í Amtsbókasafninu vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsáætlana fyrir Skipavíkursvæði. Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi og Bæring Bjarnar Jónsson, höfundur lýsingarinnar, verða á staðnum og svara spurningum og ábendingum.
08.12.2022
forstjóri ÍGF ásamt forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra
Fréttir

Stykkishólmsbær og Helgafellssveit þjófstarta innleiðingu hringrásarhagkerfis

Síðastliðinn mánudag, 5. desember, var haldinn íbúafundur í Amtsbókasafninu á Stykkishólmi. Þrjú mál voru á dagskrá fundarins: nafn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar, markmið fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins og helstu lykiltölur og loks sorpmál og fyrirhugaðar breytingar í flokkun og endurvinnslu.
08.12.2022
Jafningjahópur í Stykkishólmi
Lífið í bænum Aðsendar greinar

Jafningjahópur í Stykkishólmi

Fundir jafningjahópsins í Stykkishólmi verða haldnir mánaðarlega, annan miðvikudag hvers mánaðar og mun fyrsti fundur verða haldinn í Setrinu miðvikudaginn 14. desember kl. 17.00. Fundirnir eru opnir þeim sem greinst hafa með krabbamein sem og aðstandendum krabbameinssjúklinga og hvetjum við þá til að mæta.
07.12.2022
7. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar
Fréttir

7. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

Sjöundi Sjöundi fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fer fram fimmtudaginn 8. desember kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. fer fram fimmtudaginn 8. desember kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal.
06.12.2022
Deiliskipulagsbreyting fyrir Víkurhverfi tekur gildi
Fréttir

Deiliskipulagsbreyting fyrir Víkurhverfi tekur gildi

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis var samþykkt í bæjarstjórn 30. mars 2022 og var hún auglýst frá 12. apríl til 25. maí 2022. Gerðar voru minniháttar breytingar á tillögunni til þess að koma til móts við athugasemdir sem bárust. Að því loknu var hún send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun, sem gerði ekki athugasemdir.
06.12.2022
Atvinnuráðgjafi og menningarfulltrúi SSV í Stykkishólmi ásamt fulltrúa áfangastaða- og markaðsstofu
Fréttir

Atvinnuráðgjafi og menningarfulltrúi SSV í Stykkishólmi ásamt fulltrúa áfangastaða- og markaðsstofu

Helga Guðjónsdóttir atvinnuráðgjafi SSV, Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV og Kristján Guðmundsson fulltrúi áfangastaða- og markaðsstofu Vesturlands verða í Ráðhúsinu í Stykkishólmi þriðjudaginn 6. desember kl. 10:00 – 11:30. Áhugasamir eru hvattir til að nýta sér þjónustu þeirra.
05.12.2022
Mynd frá íbúafundi 2019
Fréttir

Íbúafundur 5. desember

Mánudaginn 5. desember kl. 17:00 verður haldinn íbúafundur á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi. Til umræðu og kynningar á fundinum verður: nafn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar, markmið fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins og helstu lykiltölur og loks sorpmál og fyrirhugaðar breytingar í flokkun og endurvinnslu.
01.12.2022
Opið hús í Amtsbókasafni 30. nóvember kl. 17-18.
Fréttir

Opið hús vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsáætlana fyrir Kallhamar og Hamraenda.

Miðvikudaginn 30. nóvember kl. 17-18 verður opið hús í Amtsbókasafninu vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsáætlana fyrir Kallhamar og Hamraenda.
29.11.2022
Íbúafundur í Ráðhúsi - 30. nóvember, kl. 18:00
Fréttir

Samfélagsvegir og Skógarstönd - Íbúafundur í Ráðhúsi

Opinn fundur verður haldinn í fundarsal á 3. hæð í Ráðhúsinu í Stykkishólmi miðvikudaginn 30. nóvember kl. 18:00. Á fundinum kynnir Haraldur Benediktsson, alþingismaður, samfélagsvegi - nýja hugsun í vegagerð með sérstöku tilliti til Skógarstrandarvegar.
29.11.2022
Meirihluti íbúa vill grenitré í Hólmgarðinn.
Fréttir

Grenitréð varð fyrir vali íbúa

Ljósin á jólatrénu í Hólmgarði verða tendruð 2. desember kl. 18:00. Síðustu ár hafa ljósin verið tendruð við lágstemmda athöfn vegna sóttvarnaraðgerða. Það er því sérlega ánægjulegt að taka upp hina rótgrónu hefð að tendra ljósin á trénu kl. 18:00 þannig að allir íbúar geti notið samverunnar og átt saman jólastund. Kvennfélagið selur heitt súkkulaði og smákökur, nemendur 1. bekkjar tendra ljósin og hver veit nema nokkrir rauðklæddir bræður láti sjá sig.
28.11.2022
Getum við bætt efni síðunnar?