Fjórða tunnan tekin í notkun í dag
Líkt og fram kom á íbúafundi 5. desember sl. verður innleitt nýtt flokkunarkerfi árið 2023 um land allt þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili.
Notkun á fjórðu tunnunni hefst 21. desember 2022.
Starfsmenn Íslenska gámafélagsins klára í dag, 21. desember, að bæta nýrri sorptunnu við hvert heimili í sveitarfélaginu sem er merkt fyrir plast. Í dag verður græna tunnan tæmd og að því loknu breytist hlutvek hennar og í hana fer aðeins pappír og pappi en plastið fer í nýju tunnuna.
Grenndarstöðvum komið upp á næsta ári
Nýjar grenndarstöðvar verða settar upp í sveitarfélaginu, þar geta íbúar losað sig við málma, gler og textíl. Grenndarstöðvarnar eru í smíðum og verða settar upp á næsta ári, en fram að því fara málmar og gler í Snoppu og textíl í gám Rauða krossins hjá B. Sturluson ehf.
Flokkunarleiðbeiningar
Í nýju flokkunarkerfi verður fjórum úrgangsflokkum safnað við öll heimili á landinu. Flokkarnir eru:
- Matarleifar
- Pappír og pappi
- Plastumbúðir
- Blandaður úrgangur
Sjá nánar: