Tímabundinn 90% afsláttur af gatnagerðagjöldum
Bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum, 8. desember, tillögu bæjarstjóra um að veita tímabundinn 90% afslátt á gatnagerðargjöldum af byggingum íbúðarhúsnæðis m.v. gjaldskrá 2023 á tilteknum lóðum í Stykkishólmi og að lækkunarheimildin taki gildi eftir samþykkt bæjarstjórnar til og með 31. desember 2023. Skal umsækjandi greiða 75.000 kr. staðfestingargjald fyrir hverja lóð sem sótt er um og er staðfestingargjald óafturkræft verði umsækjanda úthlutað viðkomandi lóð.
Afslátturinn gildir fyrir eftirfarandi lóðir:
- Sundabakki 2
- Laufásvegur 19
- Hjallatangi 9
- Hjallatangi 13
- Hjallatangi 15
- Hjallatangi 19
Umsóknarfrestur til að skila inn umsóknum er til og með 26. desember 2022. Berist fleiri en ein umsókn um sömu lóð áður en umsóknarfrestur rennur út sem uppfylla skilyrði úthlutunarreglna Stykkishólmsbæjar skal hlutkesti ráða úthlutun. Eftir þann tíma skal úthluta lóðinni til fyrsta umsækjanda sem eftir leitar að uppfylltum skilyrðum reglnanna.
Sækja má um lóðir í íbúagátt Stykkishólmsbæjar ("Umsóknir" -> "Umsókn um lóð")
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í Ráðhúsinu, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða í síma 433-8100 eða á heimasíðu bæjarins, stykkisholmur.is.
Á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar skv. 6. gr. laga nr. 153/2006, sbr. og 6. gr. samþykkta um gatnagerðargjald í Stykkishólmsbæ, er bæjarstjórn er heimilt að lækka gatnagerðargjald af einstökum lóðum í bæjarfélaginu við sérstakar aðstæður
90% lækkun
Í tillögu bæjarstjóra kemur fram að skortur hafi verið á íbúðarhúsnæði í Stykkishólmi að undanförnu og eftirspurn eftir íbúðarhúsæði mikil. Enn eru óúthlutaðar lóðir við tilbúnar götur í bænum. Þar sem ákveðinn skortur er á íbúðarhúsnæði og vegna óvissu í efnahags- og atvinnulífi er rétt að hvetja til bygginga. Þá hefur lítil ásókn verið í tilteknar lóðir. Markmið tillögunnar er að greiða fyrir því að einstaklingar og fyrirtæki sjái sér hag í að ráðast í byggingu íbúða og einbýlishúsa í Stykkishólmi. Þá er tillagan einnig í samræmi við markmið um þéttingar byggðar.
Á vefsjá Stykkishólmsbæjar má m.a. sjá upplýsingar um lausar lóðir í bænum.