Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Meirihluti íbúa vill grenitré í Hólmgarðinn.
Fréttir

Grenitréð varð fyrir vali íbúa

Ljósin á jólatrénu í Hólmgarði verða tendruð 2. desember kl. 18:00. Síðustu ár hafa ljósin verið tendruð við lágstemmda athöfn vegna sóttvarnaraðgerða. Það er því sérlega ánægjulegt að taka upp hina rótgrónu hefð að tendra ljósin á trénu kl. 18:00 þannig að allir íbúar geti notið samverunnar og átt saman jólastund. Kvennfélagið selur heitt súkkulaði og smákökur, nemendur 1. bekkjar tendra ljósin og hver veit nema nokkrir rauðklæddir bræður láti sjá sig.
28.11.2022
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar að verkefnastjóra
Fréttir

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar að verkefnastjóra

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir nýtt starf verkefnastjóra innleiðingar samþættrar þjónustu til aukinnar farsældar barna og þannig barnvænni samfélaga. Um 40% stöðugildi er að ræða til að byrja með, eða þar til starfssvið og umfang verður endurmetið haustið 2023.
24.11.2022
Umsóknir um búsetu í þjónustuíbúðakjarna FSS
Fréttir

Umsóknir um búsetu í þjónustuíbúðakjarna FSS

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir umsóknum um búsetu í þjónustuíbúðakjarna fólks með fötlun að Ólafsbraut 62 – 64 í Ólafsvík. Um er að ræða 2 einstaklingsíbúðir með stuðningsþjónustu sem felur í sér aðstoð og leiðsögn til sjálfstæðrar búsetu í eigin íbúð.
24.11.2022
6. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar
Fréttir

6. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

Sjötti fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fer fram fimmtudaginn 24. nóvember kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal.
22.11.2022
KK
Fréttir

KK í Vatnasafninu

Föstudagskvöldið 25. nóvember mætir KK í Hólminn og spilar öll sín bestu lög í Vatnasafninu. Ókeypis aðgangur er að tónleikunum en fjöldi gesta takmarkast við 70. Vegna takmarkaðs sætafjölda er nauðsynlegt að panta á tónleikana. Pöntun fer fram á netfanginu vatnasafn@gmail.com.
22.11.2022
Mynd úr safni.
Fréttir

Hausttónleikar Lúðrasveitar Stykkishólms

Lúðrasveit Stykkishólms heldur hausttónleika fimmtudaginn 24.nóvember nk. í Stykkishólmskirkju kl. 18:00. Fram koma: Litla Lúðró, Gemlingasveit, Stóra Lúðró og Víkingasveitin. Stjórnendur eru: Anastasia Kiahidi og Martin Markvoll
22.11.2022
Bergur Hjaltalín dregur upp síðasta tréð frá Drammen með lítillegri aðstoð. Árið 2019.
Fréttir

Íbúar velja jólatré í Hólmgarðinn

Líkt og undanfarin ár gefst íbúum nú kostur á því að velja jólatré í Hólmgarðinn. Valið stendur í ár á milli stafafuru sem stendur í Sauraskógi og Sitkagrenis úr garðinum hjá Kristjóni Daðasyni.
21.11.2022
Byrjað verður að bæta götulýsingu á flötunum í dag.
Fréttir

LED-væðing götulýsingar í Stykkishólmi heldur áfram

Í dag, 18. nóvember, heldur LED-væðing götuljósa í Stykkishólmi áfram. Byrjað verður á að endurnýja ljós á flötunum og í framhaldi verður skipt um hausa á stærstu staurunum í bænum. Samhliða því verður gert við bilaða staura.
18.11.2022
Kallhamrar
Fréttir

Skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms og tveggja nýrra deiliskipulagstillagna

Bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar hefur samþykkt að auglýsa skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og tillögur að nýjum deiliskipulagsáætlunum fyrir grænan iðngarð við Kallhamar og stækkun athafnasvæðis við Hamraenda.
18.11.2022
HVE Stykkishólmi
Fréttir

Opið hús hjá Háls- og bakdeild HVE í Stykkishólmi

Í tilefni af 30 ára afmæli Háls- og bakdeildarinnar í Stykkishólmi býður Heilbrigðisstofnun Vesturlands gestum og gangandi að líta við í dag, kynnast starfseminni og þiggja léttar veitingar.
17.11.2022
Getum við bætt efni síðunnar?