Fara í efni

Hönnuður - umsókn um byggingaheimild eða -leyfi - Berserkjahraun - Flokkur 2

Málsnúmer 2411026

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 39. fundur - 07.11.2024

Byggja á frístundahús á landi Berserkjahrauns; á einni hæð með kjallara að hluta, úr steinsteypu, einangrað að innan, gólfhiti og þak úr timbri. alls 290,5 m2 / 1133.8m3 L136925



Frístundahús
Umsókn vísað til skipulagsnefndar

Skipulagsnefnd - 25. fundur - 20.11.2024

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahús á landi Berserkjahrauns; á einni hæð með kjallara að hluta, úr steinsteypu, einangrað að innan, gólfhiti og þak úr timbri. alls 290,5 m2 / 1133.8m3 L136925.



Á 39. fundi sínum vísaði byggingarfulltrúi málinu til skipulagsnefndar.
Bæjarstjórn Stykkishólms staðfesti á 20. fundi sínum afgreiðslu 17. fundar bæjarráðs þar sem ráðið taldi að mismunandi túlkun nefnda sveitarfélagsins á gr. 4.1 í aðalskipulagi Helgafellssveitar 2014-2024 gefi tilefni til að skerpa á texta greinarinnar, m.a þegar horft er til hvenær skuli deiliskipuleggja, á þeim svæðum þar sem er fyrirhuguð uppbygging. Á þetta við lögbýli og allt það land sem hefur verið stofnað úr þeim, gildir þá einu hvaða landnotkunarflokki það tilheyrir samkvæmt skilgreiningu 6. kafla skipulagsreglugerðar 90/2013. Bæjarráð samþykkti að fela skipulagsfulltrúa að vinna minniháttar breytingu á greininni en lagði áherslu á að þær byggingarheimildir sem eru nú þegar í gildandi aðalskipulagi Helgafellssveitar verði óbreyttar þar til að nýtt aðalskipulag fyrir sameinað sveitarfélag Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar, sem samþykkt hefur verið að hefja vinnu við, tekur gildi. Þar til umrædd aðalskipulagsbreyting hefur tekið gildi verða umsóknir um byggingarheimildir í dreifbýli metnar heilstætt hverju sinni þar sem sérstaklega verði hugað að hugsanlega bótaábyrgð sveitarfélagsins vegna málsmeðferðar sveitarfélagsins.

Samkvæmt Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er á landbúnaðarsvæðum heimilt án þess að aðalskipulagi sé breytt að reisa fjögur stök íbúðarhús á jörðum eða jarðarspildum sem er 10 ha eða stærri og þrjú frístundahús á jörðum eða jarðaspildum. Fjöldi þegar byggða íbúðarhúsa eða frístundahúsa dragast frá heimildinni.

Skipulagsnefnd telur, þegar litið er á málið heilstætt, að nefndin hafi ekki forsendur til þess að leggjast gegn byggingarleyfinu á grundvelli ákvæða aðalskipulags. Áður en endanleg afstaða er tekin til erindisins óskar skipulagsnefnd eftir umsögnum um áfromin frá Minjastofnun og Umhverfisstofnun.

Skipulagsnefnd bendir á, ef fyrirhugað er að fara í nýja veglagningu og teningu við tengiveginn, að samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi, skal sá sem óskar eftir framkvæmdaleyfi senda skriflega umsókn til sveitarfélagsins ásamt nauðsynlegum gögnum um fyrirhugaða framkvæmd. Í 7. gr. sömu reglugerðar er tiltekið hvaða gögn þurfi að liggja fyrir, þ.m.t. afstöðumynd hnitsett í mælikvarða 1:2.000 - 1:500 eða í öðrum læsilegum mælikvarða sem sýnir fyrirhugaða framkvæmd og afstöðu hennar gagnvart aðliggjandi byggð og að landi, hönnunargögn sem nauðsynleg eru til að framkvæma eftir, lýsingu á framkvæmd og hvernig hún fellur að gildandi skipulagsáætlunum og staðháttum, áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum eða ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdar ásamt þeim gögnum sem stofnunin byggði niðurstöðu sína á. Á grunni framangreinds óskar skipulagsnefnd eftir þeim gögnum sem liggja þarf fyrir samkvæmt 7. gr. reglugerðar um framkvæmdarleyfi og í framhaldinu verði óskað umsagnar Minjastofnunar, Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar á fyrirhuguðum áformum áðurn en endanleg afstaða nefndarinnar liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 27. fundur - 21.11.2024

Lögð fram umsókn um byggingarheimild fyrir frístundahús á landi Berserkjahrauns; á einni hæð með kjallara að hluta, úr steinsteypu, einangrað að innan, gólfhiti og þak úr timbri. alls 290,5 m2 / 1133.8m3 L136925.



Á 39. fundi sínum vísaði byggingarfulltrúi málinu til skipulagsnefndar.



Bæjarstjórn Stykkishólms staðfesti á 20. fundi sínum afgreiðslu 17. fundar bæjarráðs þar sem ráðið taldi að mismunandi túlkun nefnda sveitarfélagsins á gr. 4.1 í aðalskipulagi Helgafellssveitar 2014-2024 gefi tilefni til að skerpa á texta greinarinnar, m.a þegar horft er til hvenær skuli deiliskipuleggja, á þeim svæðum þar sem er fyrirhuguð uppbygging. Á þetta við lögbýli og allt það land sem hefur verið stofnað úr þeim, gildir þá einu hvaða landnotkunarflokki það tilheyrir samkvæmt skilgreiningu 6. kafla skipulagsreglugerðar 90/2013. Bæjarráð samþykkti að fela skipulagsfulltrúa að vinna minniháttar breytingu á greininni en lagði áherslu á að þær byggingarheimildir sem eru nú þegar í gildandi aðalskipulagi Helgafellssveitar verði óbreyttar þar til að nýtt aðalskipulag fyrir sameinað sveitarfélag Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar, sem samþykkt hefur verið að hefja vinnu við, tekur gildi. Þar til umrædd aðalskipulagsbreyting hefur tekið gildi verða umsóknir um byggingarheimildir í dreifbýli metnar heilstætt hverju sinni þar sem sérstaklega verði hugað að hugsanlega bótaábyrgð sveitarfélagsins vegna málsmeðferðar sveitarfélagsins.



Samkvæmt Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er á landbúnaðarsvæðum heimilt án þess að aðalskipulagi sé breytt að reisa fjögur stök íbúðarhús á jörðum eða jarðarspildum sem er 10 ha eða stærri og þrjú frístundahús á jörðum eða jarðaspildum. Fjöldi þegar byggða íbúðarhúsa eða frístundahúsa dragast frá heimildinni.



Skipulagsnefnd taldi, á 25. fundi sínum, þegar litið er á málið heilstætt, að nefndin hafi ekki forsendur til þess að leggjast gegn byggingarleyfinu á grundvelli ákvæða aðalskipulags. Áður en endanleg afstaða er tekin til erindisins óskar skipulagsnefnd eftir umsögnum um áfromin frá Minjastofnun og Umhverfisstofnun.



Skipulagsnefnd benti á, ef fyrirhugað er að fara í nýja veglagningu og teningu við tengiveginn, að samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi, skal sá sem óskar eftir framkvæmdaleyfi senda skriflega umsókn til sveitarfélagsins ásamt nauðsynlegum gögnum um fyrirhugaða framkvæmd. Í 7. gr. sömu reglugerðar er tiltekið hvaða gögn þurfi að liggja fyrir, þ.m.t. afstöðumynd hnitsett í mælikvarða 1:2.000 - 1:500 eða í öðrum læsilegum mælikvarða sem sýnir fyrirhugaða framkvæmd og afstöðu hennar gagnvart aðliggjandi byggð og að landi, hönnunargögn sem nauðsynleg eru til að framkvæma eftir, lýsingu á framkvæmd og hvernig hún fellur að gildandi skipulagsáætlunum og staðháttum, áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum eða ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdar ásamt þeim gögnum sem stofnunin byggði niðurstöðu sína á. Á grunni framangreinds óskaði skipulagsnefnd eftir þeim gögnum sem liggja þurfa fyrir samkvæmt 7. gr. reglugerðar um framkvæmdarleyfi og í framhaldinu verði óskað umsagnar Minjastofnunar, Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar á fyrirhuguðum áformum áðurn en endanleg afstaða nefndarinnar liggur fyrir.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, einnig er óskað umsagnar Skipulagsstofnunar. Jafnframt er erindinu vísað til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 30. fundur - 28.11.2024

Lögð fram umsókn um byggingarheimild fyrir frístundahús á landi Berserkjahrauns; á einni hæð með kjallara að hluta, úr steinsteypu, einangrað að innan, gólfhiti og þak úr timbri. alls 290,5 m2



Á 39. fundi sínum vísaði byggingarfulltrúi málinu til skipulagsnefndar.



Bæjarstjórn Stykkishólms staðfesti á 20. fundi sínum afgreiðslu 17. fundar bæjarráðs þar sem ráðið taldi að mismunandi túlkun nefnda sveitarfélagsins á gr. 4.1 í aðalskipulagi Helgafellssveitar 2014-2024 gefi tilefni til að skerpa á texta greinarinnar, m.a þegar horft er til hvenær skuli deiliskipuleggja, á þeim svæðum þar sem er fyrirhuguð uppbygging. Á þetta við lögbýli og allt það land sem hefur verið stofnað úr þeim, gildir þá einu hvaða landnotkunarflokki það tilheyrir samkvæmt skilgreiningu 6. kafla skipulagsreglugerðar 90/2013. Bæjarráð samþykkti að fela skipulagsfulltrúa að vinna minniháttar breytingu á greininni en lagði áherslu á að þær byggingarheimildir sem eru nú þegar í gildandi aðalskipulagi Helgafellssveitar verði óbreyttar þar til að nýtt aðalskipulag fyrir sameinað sveitarfélag Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar, sem samþykkt hefur verið að hefja vinnu við, tekur gildi. Þar til umrædd aðalskipulagsbreyting hefur tekið gildi verða umsóknir um byggingarheimildir í dreifbýli metnar heilstætt hverju sinni þar sem sérstaklega verði hugað að hugsanlegri bótaábyrgð sveitarfélagsins vegna málsmeðferðar sveitarfélagsins.



Samkvæmt Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er á landbúnaðarsvæðum heimilt án þess að aðalskipulagi sé breytt að reisa fjögur stök íbúðarhús á jörðum eða jarðarspildum sem er 10 ha eða stærri og þrjú frístundahús á jörðum eða jarðaspildum. Fjöldi þegar byggða íbúðarhúsa eða frístundahúsa dragast frá heimildinni.



Skipulagsnefnd taldi, á 25. fundi sínum, þegar litið er á málið heilstætt, að nefndin hafi ekki forsendur til þess að leggjast gegn byggingarleyfinu á grundvelli ákvæða aðalskipulags. Áður en endanleg afstaða er tekin til erindisins óskaði skipulagsnefnd eftir umsögnum um áformin frá Minjastofnun og Umhverfisstofnun.



Skipulagsnefnd benti á, ef fyrirhugað er að fara í nýja veglagningu og teningu við tengiveginn, að samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi, skal sá sem óskar eftir framkvæmdaleyfi senda skriflega umsókn til sveitarfélagsins ásamt nauðsynlegum gögnum um fyrirhugaða framkvæmd. Í 7. gr. sömu reglugerðar er tiltekið hvaða gögn þurfi að liggja fyrir, þ.m.t. afstöðumynd hnitsett í mælikvarða 1:2.000 - 1:500 eða í öðrum læsilegum mælikvarða sem sýnir fyrirhugaða framkvæmd og afstöðu hennar gagnvart aðliggjandi byggð og að landi, hönnunargögn sem nauðsynleg eru til að framkvæma eftir, lýsingu á framkvæmd og hvernig hún fellur að gildandi skipulagsáætlunum og staðháttum, áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum eða ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdar ásamt þeim gögnum sem stofnunin byggði niðurstöðu sína á. Á grunni framangreinds óskaði skipulagsnefnd eftir þeim gögnum sem liggja þurfa fyrir samkvæmt 7. gr. reglugerðar um framkvæmdarleyfi og í framhaldinu verði óskað umsagnar Minjastofnunar, Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar á fyrirhuguðum áformum áður en endanleg afstaða nefndarinnar liggur fyrir.



Bæjarráð staðfesti, á 27. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og óskaði jafnframt eftir umsögn Skipulagsstofnunar. Jafnframt vísaði bæjarráð erindinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?