Fara í efni

Reitarvegur 2 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2409023

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 24. fundur - 17.09.2024

Baldur Úlfarsson sækir um að fá að vinna breytingu á deiliskipulagi Reitarvegar vegna Reitarvegs 2. Breytingin felst í allt að 35 m2 viðbyggingu norðan við núverandi hús og allt að 35 m2 nýbyggingu á sunnanverðri lóðinni þar sem áður stóð bygging.



Lóðin er 717 m2 og núverandi bygging er 65 m2. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er nýtingahlutfall 0.1 og telst lóðin fullbyggð. Húsið var byggt árið 1906 og er því friðað. Ekki má hreyfa við byggingunni án leyfis og samráðs við Minjastofnun. Þar er einnig tekið fram að ef núverandi hús á lóð eyðileggst er heimilt að endurbyggja það eða byggt nýtt hús jafnstórt innan byggingarreits þess.
Skipulagsnefnd tekur vel í fyrirhugaðar breytingar og veitir lóðarhafa heimild til þess að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Nefndin leggur áherslu á að viðbyggingin og nýbyggingin verði í samræmi við núverandi byggingu hvað varðar hlutföll, gluggasetningu og efnisnotkun. Ennfremur skal athuga vel hvort minjar leynist á lóðinni.

Bæjarráð - 25. fundur - 20.09.2024

Baldur Úlfarsson hefur óskað eftir að vinna breytingu á deiliskipulagi Reitarvegar vegna Reitarvegs 2. Breytingin felst í allt að 35 m2 viðbyggingu norðan við núverandi hús og allt að 35 m2 nýbyggingu á sunnanverðri lóðinni þar sem áður stóð bygging.



Lóðin er 717 m2 og núverandi bygging er 65 m2. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er nýtingahlutfall 0.1 og telst lóðin fullbyggð. Húsið var byggt árið 1906 og er því friðað. Ekki má hreyfa við byggingunni án leyfis og samráðs við Minjastofnun. Þar er einnig tekið fram að ef núverandi hús á lóð eyðileggst er heimilt að endurbyggja það eða byggt nýtt hús jafnstórt innan byggingarreits þess.



Skipulagsnefnd tók, á 24. fundi sínum, vel í fyrirhugaðar breytingar og veitti lóðarhafa heimild til þess að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Nefndin leggur áherslu á að viðbyggingin og nýbyggingin verði í samræmi við núverandi byggingu hvað varðar hlutföll, gluggasetningu og efnisnotkun. Ennfremur skal athuga vel hvort minjar leynist á lóðinni.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Getum við bætt efni síðunnar?