Bæjarráð
1.Landbúnaðarnefnd - 3
Málsnúmer 2409002FVakta málsnúmer
2.Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 4
Málsnúmer 2409003FVakta málsnúmer
3.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 37
Málsnúmer 2408004FVakta málsnúmer
4.Skipulagsnefnd - 24
Málsnúmer 2408003FVakta málsnúmer
5.Umsókn um lóð - Imbuvík 2
Málsnúmer 2408051Vakta málsnúmer
6.Umsóknir um lóð - H- lóð í Víkurhverfi
Málsnúmer 2409026Vakta málsnúmer
7.Fundargerðir hafnasambands Íslands
Málsnúmer 2305022Vakta málsnúmer
8.Áform um gjaldtöku í Snæfellsjökulsþjóðgarði
Málsnúmer 2409014Vakta málsnúmer
9.Reglur sveitarfélaganna á Snæfellsnesi um stoðþjónustu
Málsnúmer 2409009Vakta málsnúmer
10.Icelandic Roots
Málsnúmer 2408022Vakta málsnúmer
Sunna Furstenau, forsvarsmaður verkefnisins, fundaði á dögunum með fulltrúum sveitarfélagsins og gerði grein fyrir hugmyndum um minnisvarða í Stykkishólmi. Bæjarstjóri gerir frekari grein fyrir málinu.
11.Umsókn um námsstyrk
Málsnúmer 2408044Vakta málsnúmer
12.Styrkumsóknir
Málsnúmer 2303021Vakta málsnúmer
13.UNESCO vistvangur (Man and Biosphere) - Fyrirspurn
Málsnúmer 2408050Vakta málsnúmer
14.Íþróttasvæði Skotfélags Snæfellsness
Málsnúmer 2409001Vakta málsnúmer
15.Snjómokstur gatna og gönguleiða
Málsnúmer 2202010Vakta málsnúmer
16.Slökkvilið á Vesturlandi - stöðugreining og sviðsmyndir
Málsnúmer 2409017Vakta málsnúmer
17.Heiðrun íbúa
Málsnúmer 2310020Vakta málsnúmer
18.Starfsemi eldhússins í Höfðaborg
Málsnúmer 2406019Vakta málsnúmer
19.Sala á húsnæði - Skúlagata 9
Málsnúmer 2409019Vakta málsnúmer
20.Ráðning fjármála- og skrifstofustjóra Sveitarfélagsins Stykkishólms
Málsnúmer 2402019Vakta málsnúmer
21.Hamraendi 4 - Krafa um bætur
Málsnúmer 2207004Vakta málsnúmer
Bæjarráð fól bæjarstjóra leggja fram drög að svari við erindinu fyrir næsta bæjarráðsfund. Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.
22.Laufásvegur 7 og 9 - Lóðarleigusamningar
Málsnúmer 2409021Vakta málsnúmer
23.Ásklif 6, 8 og 10 - lóðarblöð
Málsnúmer 2409024Vakta málsnúmer
24.Umsókn í Tónlistarskóla FÍH
Málsnúmer 2409025Vakta málsnúmer
25.Borgarhlíð 8 - sólskáli
Málsnúmer 2408020Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd tók, á 24. fundi sínum, fyrir sitt leyti vel í stækkun hússins sbr. framlagða skissu. Parhúsið er á deiliskipulögðu svæði og þarf sólskálinn því að vera innan byggingarreits skv. deiliskipulagi.
26.Umsókn um byggingarleyfi - Skólastígur 6
Málsnúmer 2408034Vakta málsnúmer
Skólastígur 6 er einbýli á tveimur hæðum reist á bilinu 1907-1920 í nýklassískri timburhúsagerð og er því friðað. Samkvæmt deiliskipulagi er lóðin 362 m2 og íbúðarhúsið 105 m2 (118 skv. HMS). Nýtingarhlutfall skv. deiliskipulagi er 0,33. Eitt bílastæði er á lóðinni en heimild er fyrir öðru. Í deiliskipulaginu er ekki heimild fyrir stækkun geymsluskúrsins en heimilt er að byggja nýjan 8 m2 geymsluskúr með hámarkshæð 2,8 m.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 24. fundi sínum, fyrir sitt leyti að lóðarhafi láti vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin minnti á mikilvægi almennra skilmála deiliskipulagsins um stærðir, hlutföll og efnisval/notkun í gamla bænum. Þakform getur verið einhalla eða mænisþak.
27.Reitarvegur - dsk br. v Reitarvegs 10
Málsnúmer 2409006Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd hafnaði, á 24. fundi sínum, umsókn um stofnun lóðar utan um skemmu og lagði til að settur verði tímarammi um niðurrif eða flutning skemmunnar.
28.Agustsonreitur - skipulagsbreyting
Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti á 24. fundi sínum 14. ágúst sl. að kynna vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og nýs deiliskipulags fyrir Agustsonreit í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar uppfærslum í samræmi við umræður á fundinum.
Jafnframt samþykkti bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar vegna sumarleyfa, að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag í samræmi við 31. gr. og 1. og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30. gr. laganna berist engar stórvægilegar athugasemdir við vinnslutillögurnar sem taka þurfi til umfjöllunar fyrir auglýsingu.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 24. fundi sínum, fyrir sitt leyti að kynna vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Agustsonreit með minniháttar breytingum sem ræddar voru á fundinum m.a. að skoða lækkun á húsi framan við Sjávarpakkhús og aðkomuleiðir að bílageymsluhúsi þar sem óljóst er hvort um er að ræða eitt eða tvö bílageymsluhús.
Samhliða vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar og nýs deiliskipulags þarf einnig að kynna breytingu á gildandi deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu. Þar sem um mikilvæga breytingu er að ræða, sem kemur til með að hafa mikil áhrif á gamla bæinn, leggur nefndin til að haldnir verði opnir kynningarfundir í Amtbókasafninu þegar tillögurnar eru kynntar á vinnslustigi og þegar þær verða auglýstar.
29.Vigraholt (Saurar 9) - br á aðalskipulagi 2024
Málsnúmer 2306018Vakta málsnúmer
30.Vigraholt (Saurar 9) - Deiliskipulag 2024
Málsnúmer 2404030Vakta málsnúmer
Einnig eru lögð fram uppfærð skipulagsgögn þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum.
Þann 24. apríl 2024 samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og tillögu að deiliskipulagi fyrir Vigraholt í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar.
Skipulagsnefnd samþykkti þann 17.07.2024 (23. fundur) að framlögð gögn þ.m.t. skipulagsuppdrættir, greinargerðir, umhverfisskýrsla, sem inniheldur úttekt landeigenda á náttúrufari, og svör landeigenda við athugasemdum sem bárust á kynningartíma vinnslutillögunnar, séu fullnægjandi gögn fyrir auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og nýtt deiliskipulag fyrir Vigraholt í samræmi við 1. og 2. mgr. 41. gr. laganna. Tillögurnar voru auglýstar 24.07.2024 með athugasemdafresti til 06.09.2024.
Á 24. fundi skipulagsnefndar samþykkti skipulagsnefnd að sameiginlegar innkeyrslur að frístunda- og íbúðarhúsum verði þar sem því verður við komið. Skipulagsnefnd fól formanni nefndarinnar að uppfæra svör við athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum og senda tillögurnar til yfirferðar Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 4.1. gr skipulagslaga nr 123/2010 með fyrirvara um samþykki í bæjarstjórn. Auk minniháttar uppfærslna í greinargerð og umhverfisskýrslu, fól nefndin skipulagsfulltrúa að kalla eftir hnitaskrá og upplýsingum um hámarksbyggingarmagn á hverri lóð og að það verði sýnt á uppdrætti.
31.Kallhamar og Hamraendar - Skipulagsáætlanir (ASK br. og DSK)
Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkti, á 24. fundi sínum, að kynna vinnslutillögu fyrir athafnasvæði við Kallhamar í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim minniháttar uppfærslum sem ræddar voru á fundinum. Kynna skal vinnslutillögurnar samhliða breytingu á aðalskipulagi eftir yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. gr. 30. gr. laganna og vinnslutillögu deilikipulags athafnasvæðis við Hamraenda.
32.Hamraendar deiliskipulag
Málsnúmer 2406000Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkti, á 24. fundi sínum, að kynna vinnslutillögur fyrir athafnasvæðið við Hamraenda í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim minniháttar uppfærslum sem ræddar voru á fundinum. Kynna skal vinnslutillögurnar samhliða breytingu á aðalskipulagi eftir yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. gr. 30. gr. laganna og vinnslutillögu athafnasvæðis við Kallhamar.
33.Nýrækt - deiliskipulagsbreyting 2025
Málsnúmer 2409022Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkti, á 24. fundi sínum, fyrir sitt leyti að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi. Afmarka skal sérstaka lóð fyrir húsið með hliðsjón af meðfylgjandi uppdrætti.
34.Reitarvegur 2 - deiliskipulagsbreyting
Málsnúmer 2409023Vakta málsnúmer
Lóðin er 717 m2 og núverandi bygging er 65 m2. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er nýtingahlutfall 0.1 og telst lóðin fullbyggð. Húsið var byggt árið 1906 og er því friðað. Ekki má hreyfa við byggingunni án leyfis og samráðs við Minjastofnun. Þar er einnig tekið fram að ef núverandi hús á lóð eyðileggst er heimilt að endurbyggja það eða byggt nýtt hús jafnstórt innan byggingarreits þess.
Skipulagsnefnd tók, á 24. fundi sínum, vel í fyrirhugaðar breytingar og veitti lóðarhafa heimild til þess að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Nefndin leggur áherslu á að viðbyggingin og nýbyggingin verði í samræmi við núverandi byggingu hvað varðar hlutföll, gluggasetningu og efnisnotkun. Ennfremur skal athuga vel hvort minjar leynist á lóðinni.
35.Viðauki 3 við Fjárhagsáætlun 2024-2027
Málsnúmer 2409015Vakta málsnúmer
Samþykkt með tveimur atkvæðum Hrafnhildar Hallvarðsdóttur og Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur, bæjarfulltrúa H-lista. Ragnar Már Ragnarsson, bæjarfulltrúi Í-lista, situr hjá.
36.Forsendur fjárhagsáætlunar 2025-2028
Málsnúmer 2409018Vakta málsnúmer
Samþykkt með tveimur atkvæðum Hrafnhildar Hallvarðsdóttur og Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur, bæjarfulltrúa H-lista. Ragnar Már Ragnarsson, bæjarfulltrúi Í-lista, situr hjá.
37.Norræn tungumálakennsla í grunnskóla
Málsnúmer 2409016Vakta málsnúmer
38.Stefna í málefnum nýrra íbúa
Málsnúmer 2103029Vakta málsnúmer
Fundi slitið.