Fara í efni

Bæjarráð

25. fundur 20. september 2024 kl. 14:30 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Landbúnaðarnefnd - 3

Málsnúmer 2409002FVakta málsnúmer

Lögð fram 3. fundargerð landbúnaðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 4

Málsnúmer 2409003FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 4. fundar velferðar- og jafnréttismálanefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 37

Málsnúmer 2408004FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Skipulagsnefnd - 24

Málsnúmer 2408003FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 24. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

5.Umsókn um lóð - Imbuvík 2

Málsnúmer 2408051Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Skipavíkur um lóðina Imbuvík 2.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Skipavík lóðina Imbuvík 2.

6.Umsóknir um lóð - H- lóð í Víkurhverfi

Málsnúmer 2409026Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsóknir Sævars Harðarsonar, f.h. Skipavíkur ehf., og Róberts Óskars Sigurvaldasonar um H - lóð í Víkurhverfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnarfundar þar sem dregið verður úr umsóknum.

8.Áform um gjaldtöku í Snæfellsjökulsþjóðgarði

Málsnúmer 2409014Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Snæfellsjökulsþjóðgarði um fyrirhugaða gjaldtöku í þjóðgarðinum.
Lagt fram til kynningar.

9.Reglur sveitarfélaganna á Snæfellsnesi um stoðþjónustu

Málsnúmer 2409009Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum sveitarfélaganna á Snæfellsnesi um stoðþjónustu.
Bæjarráð samþykkir reglur sveitarfélaganna á Snæfellsnesi um stoðþjónustu og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja þær.

10.Icelandic Roots

Málsnúmer 2408022Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá ættfræðifélaginu Icelandic Roots. Félagið hefur það að markmiði að heiðra og halda á lofti sögu vesturfara og hjálpa fólki að finna og efla tengsl sín við Ísland.



Sunna Furstenau, forsvarsmaður verkefnisins, fundaði á dögunum með fulltrúum sveitarfélagsins og gerði grein fyrir hugmyndum um minnisvarða í Stykkishólmi. Bæjarstjóri gerir frekari grein fyrir málinu.
Bæjarráð lýsir yfir áhuga sveitarfélagsins að vinna málið áfram með félaginu.

11.Umsókn um námsstyrk

Málsnúmer 2408044Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um námsstyrk í samræmi við reglur sveitarfélagsins þar um.
Bæjarráð samþykkir að veita Guðrúnu Hörpu Gunnarsdóttir námsstyrk samkvæmt reglum sveitarfélagsins, að fenginni samþykkt forstöðukonu Höfðaborgar og gegn því að öllum umbeðnum gögnum verði skilað.

12.Styrkumsóknir

Málsnúmer 2303021Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms auglýsti þann 23. ágúst, eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur um styrkveitingar. Umsóknarfrestur var til og með 15. september. Lagðar eru fram styrkumsóknir sem bárust á auglýstum tíma.
Bæjarráð vísar málinu til næsta bæjarráðsfundar.

13.UNESCO vistvangur (Man and Biosphere) - Fyrirspurn

Málsnúmer 2408050Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Gísla Guðmundssonar, f.h. tiltekinna landeigenda á Snæfellnsesi, þar sem óskað er upplýsinga varðandi umsókn um að Snæfellsnes verði UNESCO vistvangur (Man and Biosphere), ásamt tillögu að sameiginlegum svörum sveitarfélaganna á Snæfellsnesi við þeim spurningum sem fram koma í fyrirspurninni. Þá eru lögð fram önnur gögn tengd MAB á Snæfellsnesi til upplýsinga.
Bæjarráð samþykkir tillögu að svörum við erindinu.
Fulltrúar HSH og Skotfélgs Snæfellsness, þeir Kristinn Hjörleifsson og Arnar Diego, komu inn á fundinn

14.Íþróttasvæði Skotfélags Snæfellsness

Málsnúmer 2409001Vakta málsnúmer

Lögð fram áskorun frá HSH til sveitarfélaganna á Snæfellsnesi sem hvött eru til að beita sér fyrir því að rafmagn verði lagt á íþróttasvæði Skotfélgas Snæfellinga í Kolgrafarfirði.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið.
Fulltrúar HSH og skotfélagsins véku af fundi.

15.Snjómokstur gatna og gönguleiða

Málsnúmer 2202010Vakta málsnúmer

Lögð fram áætlun um snjómokstur sveitarfélagsins ásamt verklagsreglum um snjómokstur og hálkueyðingu gatna og gönguleiða. Þá eru lögð fram erindi sem borist hafa sveitarfélaginu vegna snjómoksturs, m.a. frá fulltrúum í Arnarborg og Birkilundi varðandi þjónustustig sveitarfélagsins.
Bæjarráð vísar málinu til næsta bæjarráðsfundar, en bæjarráð stefnir á að funda með drifbýlisráði fyrir þann fund.

16.Slökkvilið á Vesturlandi - stöðugreining og sviðsmyndir

Málsnúmer 2409017Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla um samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi.
Bæjarráð óskar eftir umsögn slökkviliðsstjóra.

17.Heiðrun íbúa

Málsnúmer 2310020Vakta málsnúmer

Tekin til umræðu í bæjarráði tillögur forseta bæjarstjórnar að heiðrun íbúa í Stykkishólmi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglur með áorðnum breytingum.

18.Starfsemi eldhússins í Höfðaborg

Málsnúmer 2406019Vakta málsnúmer

Tekið til umfjöllunar að nýju tillaga um sameiningingu eldhúsa sveitarfélagsins.
Bæjarráð vísar tillögunni til frekari umræðu og vinnslu við fjárhagsáætlun 2025.

19.Sala á húsnæði - Skúlagata 9

Málsnúmer 2409019Vakta málsnúmer

Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er gert ráð fyrir að söluferli á íbúðum við Skúlagötu 9 hefjist á þessu ári með sölu einnar íbúðar. Í samræmi við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er því óskað eftir formlegri heimild til að hefja söluferli íbúðar á annarri hæð til norðausturs.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.

20.Ráðning fjármála- og skrifstofustjóra Sveitarfélagsins Stykkishólms

Málsnúmer 2402019Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga bæjarstjóra að ráðningu skrifstofu- og fjármálastjóra.
Bæjarráð vísar málinu til næsta bæjarstjórnarfundar.

21.Hamraendi 4 - Krafa um bætur

Málsnúmer 2207004Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi Þulu ehf. (áður Rjúkanda ehf.) þar sem krafist er bóta vegna uppbyggingar félagsins við Hamraenda 4.

Bæjarráð fól bæjarstjóra leggja fram drög að svari við erindinu fyrir næsta bæjarráðsfund. Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.
Bæjarráð vísar málinu til áframhaldandi vinnu.

22.Laufásvegur 7 og 9 - Lóðarleigusamningar

Málsnúmer 2409021Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að lóðarleigusamningum og lóðarblöðum fyrir Laufásveg 7 og 9.
Bæjarráð samþykkir lóðasamninga og felur bæjarstjóra að undirrita þá fyrir hönd sveitarfélagsins.

23.Ásklif 6, 8 og 10 - lóðarblöð

Málsnúmer 2409024Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að lóðarleigusamningum og lóðarblöðum fyrir Ásklif 6, 8 og 10.
Bæjarráð samþykkir lóðasamninga og felur bæjarstjóra að undirrita þá fyrir hönd sveitarfélagsins.

24.Umsókn í Tónlistarskóla FÍH

Málsnúmer 2409025Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi til bæjarráðs vegna umsóknar í Tónlistarskóla FÍH frá nemanda með lögheimili í Stykkishólmi.
Bæjarráð samþykkir kostnaðarþátttöku þeirra sem falla undir 7. gr. reglna um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda gegn því að foreldrar taki 40% þátt í raunkostnaði sveitarfélagsins (kostnað umfram framlag jöfnunarsjóðs).

25.Borgarhlíð 8 - sólskáli

Málsnúmer 2408020Vakta málsnúmer

Lögð er fram fyrirspurn Hólmfríðar Gísladóttur, annars lóðarhafa Borgarhlíðar 8, um afstöðu skipulagsnefndar til mögulegrar stækkunar á húsinu til suðurs sbr. framlagða skissu dags. 08.08.2024. Um er að ræða u.þ.b. 30 m2 sólstofu. Núverandi gluggar yrðu fjarðlægðir og opnað úr sólstofunni inn í íbúðina.



Skipulagsnefnd tók, á 24. fundi sínum, fyrir sitt leyti vel í stækkun hússins sbr. framlagða skissu. Parhúsið er á deiliskipulögðu svæði og þarf sólskálinn því að vera innan byggingarreits skv. deiliskipulagi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

26.Umsókn um byggingarleyfi - Skólastígur 6

Málsnúmer 2408034Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Helgu H. Sigurðardóttur um leyfi fyrir stækkun á 13 m2 geymsluskúr við Skólastíg 6 og breyta honum í 22,7 m2 notarými, gestahús, geymslu og þvottahús. Þar sem að umsóknin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi frá 2011, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.



Skólastígur 6 er einbýli á tveimur hæðum reist á bilinu 1907-1920 í nýklassískri timburhúsagerð og er því friðað. Samkvæmt deiliskipulagi er lóðin 362 m2 og íbúðarhúsið 105 m2 (118 skv. HMS). Nýtingarhlutfall skv. deiliskipulagi er 0,33. Eitt bílastæði er á lóðinni en heimild er fyrir öðru. Í deiliskipulaginu er ekki heimild fyrir stækkun geymsluskúrsins en heimilt er að byggja nýjan 8 m2 geymsluskúr með hámarkshæð 2,8 m.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 24. fundi sínum, fyrir sitt leyti að lóðarhafi láti vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin minnti á mikilvægi almennra skilmála deiliskipulagsins um stærðir, hlutföll og efnisval/notkun í gamla bænum. Þakform getur verið einhalla eða mænisþak.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

27.Reitarvegur - dsk br. v Reitarvegs 10

Málsnúmer 2409006Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið sækir um að láta vinna breytingu á deiliskipulagi íbúðar- og athafnasvæðis við Reitarveg (2018 m.s.br. frá 2020) í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þó án skipulagslýsingar sbr. 1. mgr. 40. gr. og kynningar á vinnslustigi sbr. 4. mgr. 40. gr. laganna. Breytingin felst í að útbúa lóð utan um núverandi skemmu, sem í gildandi skipulagi er víkjandi. Sú lóð yrði þá Reitarvegur 10a og skemman ekki lengur víkjandi.



Skipulagsnefnd hafnaði, á 24. fundi sínum, umsókn um stofnun lóðar utan um skemmu og lagði til að settur verði tímarammi um niðurrif eða flutning skemmunnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar, en óskar þó eftir hugmyndinum nefndarinnar á hugsanlegum skipulagsbreytingum á svæðinu, þ.m.t. hvort breyta eigi lóðinni við Reitarvegi 10 í íbúðalóð, og hvernig nefndin telur að nálgast megi úthlutun lóðarinnar við Reitarveg 10 í ljósi fyrirliggjandi skipulagsskilmála sem um hana gildir í deiliskipulagi við Reitarveg.

28.Agustsonreitur - skipulagsbreyting

Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu vinnslutillaga deiliskipulags fyrir Agustsonreit.



Bæjarráð samþykkti á 24. fundi sínum 14. ágúst sl. að kynna vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og nýs deiliskipulags fyrir Agustsonreit í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar uppfærslum í samræmi við umræður á fundinum.



Jafnframt samþykkti bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar vegna sumarleyfa, að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag í samræmi við 31. gr. og 1. og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30. gr. laganna berist engar stórvægilegar athugasemdir við vinnslutillögurnar sem taka þurfi til umfjöllunar fyrir auglýsingu.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 24. fundi sínum, fyrir sitt leyti að kynna vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Agustsonreit með minniháttar breytingum sem ræddar voru á fundinum m.a. að skoða lækkun á húsi framan við Sjávarpakkhús og aðkomuleiðir að bílageymsluhúsi þar sem óljóst er hvort um er að ræða eitt eða tvö bílageymsluhús.



Samhliða vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar og nýs deiliskipulags þarf einnig að kynna breytingu á gildandi deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu. Þar sem um mikilvæga breytingu er að ræða, sem kemur til með að hafa mikil áhrif á gamla bæinn, leggur nefndin til að haldnir verði opnir kynningarfundir í Amtbókasafninu þegar tillögurnar eru kynntar á vinnslustigi og þegar þær verða auglýstar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

29.Vigraholt (Saurar 9) - br á aðalskipulagi 2024

Málsnúmer 2306018Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd samþykkti, á 24. fundi sínum, tillögu framkvæmdaraðila að breytingum í tillögu að breytingu á aðalskipulagi þ.m.t. að draga úr byggingarmagni á VÞ-1. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að vinna með skipulagsráðgjafa að uppfæra greinargerð með hliðsjón af breytingum í greinargerð deiliskipulags.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

30.Vigraholt (Saurar 9) - Deiliskipulag 2024

Málsnúmer 2404030Vakta málsnúmer

Lögð er fram samantekt umsagna sem bárust á auglýsingartíma í samræmi við 1. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Einnig eru lögð fram uppfærð skipulagsgögn þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum.



Þann 24. apríl 2024 samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og tillögu að deiliskipulagi fyrir Vigraholt í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar.



Skipulagsnefnd samþykkti þann 17.07.2024 (23. fundur) að framlögð gögn þ.m.t. skipulagsuppdrættir, greinargerðir, umhverfisskýrsla, sem inniheldur úttekt landeigenda á náttúrufari, og svör landeigenda við athugasemdum sem bárust á kynningartíma vinnslutillögunnar, séu fullnægjandi gögn fyrir auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og nýtt deiliskipulag fyrir Vigraholt í samræmi við 1. og 2. mgr. 41. gr. laganna. Tillögurnar voru auglýstar 24.07.2024 með athugasemdafresti til 06.09.2024.



Á 24. fundi skipulagsnefndar samþykkti skipulagsnefnd að sameiginlegar innkeyrslur að frístunda- og íbúðarhúsum verði þar sem því verður við komið. Skipulagsnefnd fól formanni nefndarinnar að uppfæra svör við athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum og senda tillögurnar til yfirferðar Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 4.1. gr skipulagslaga nr 123/2010 með fyrirvara um samþykki í bæjarstjórn. Auk minniháttar uppfærslna í greinargerð og umhverfisskýrslu, fól nefndin skipulagsfulltrúa að kalla eftir hnitaskrá og upplýsingum um hámarksbyggingarmagn á hverri lóð og að það verði sýnt á uppdrætti.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

31.Kallhamar og Hamraendar - Skipulagsáætlanir (ASK br. og DSK)

Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu vinnslutillaga deiliskipulags fyrir grænan iðngarð við Kallhamar.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 24. fundi sínum, að kynna vinnslutillögu fyrir athafnasvæði við Kallhamar í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim minniháttar uppfærslum sem ræddar voru á fundinum. Kynna skal vinnslutillögurnar samhliða breytingu á aðalskipulagi eftir yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. gr. 30. gr. laganna og vinnslutillögu deilikipulags athafnasvæðis við Hamraenda.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

32.Hamraendar deiliskipulag

Málsnúmer 2406000Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu vinnslutillaga deiliskipulags fyrir athafnasvæði við Hamraenda.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 24. fundi sínum, að kynna vinnslutillögur fyrir athafnasvæðið við Hamraenda í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim minniháttar uppfærslum sem ræddar voru á fundinum. Kynna skal vinnslutillögurnar samhliða breytingu á aðalskipulagi eftir yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. gr. 30. gr. laganna og vinnslutillögu athafnasvæðis við Kallhamar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

33.Nýrækt - deiliskipulagsbreyting 2025

Málsnúmer 2409022Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið sækir um heimild til þess að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Nýræktar 2015 m.s.br. vegna fyrirhugaðarar byggingu allt að 120 m2 þjónustuhúss á skógræktarlóð. Breytingin felst í færslu á byggingarreit innan svæðið og skilmálagerð fyrir lóðina og húsið.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 24. fundi sínum, fyrir sitt leyti að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi. Afmarka skal sérstaka lóð fyrir húsið með hliðsjón af meðfylgjandi uppdrætti.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

34.Reitarvegur 2 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2409023Vakta málsnúmer

Baldur Úlfarsson hefur óskað eftir að vinna breytingu á deiliskipulagi Reitarvegar vegna Reitarvegs 2. Breytingin felst í allt að 35 m2 viðbyggingu norðan við núverandi hús og allt að 35 m2 nýbyggingu á sunnanverðri lóðinni þar sem áður stóð bygging.



Lóðin er 717 m2 og núverandi bygging er 65 m2. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er nýtingahlutfall 0.1 og telst lóðin fullbyggð. Húsið var byggt árið 1906 og er því friðað. Ekki má hreyfa við byggingunni án leyfis og samráðs við Minjastofnun. Þar er einnig tekið fram að ef núverandi hús á lóð eyðileggst er heimilt að endurbyggja það eða byggt nýtt hús jafnstórt innan byggingarreits þess.



Skipulagsnefnd tók, á 24. fundi sínum, vel í fyrirhugaðar breytingar og veitti lóðarhafa heimild til þess að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Nefndin leggur áherslu á að viðbyggingin og nýbyggingin verði í samræmi við núverandi byggingu hvað varðar hlutföll, gluggasetningu og efnisnotkun. Ennfremur skal athuga vel hvort minjar leynist á lóðinni.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

35.Viðauki 3 við Fjárhagsáætlun 2024-2027

Málsnúmer 2409015Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2024-2027.
Bæjarráð samþykkir Viðauka 3 við Fjárhagsáætlun 2024-2027.

Samþykkt með tveimur atkvæðum Hrafnhildar Hallvarðsdóttur og Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur, bæjarfulltrúa H-lista. Ragnar Már Ragnarsson, bæjarfulltrúi Í-lista, situr hjá.

36.Forsendur fjárhagsáætlunar 2025-2028

Málsnúmer 2409018Vakta málsnúmer

Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar 2025-2028.
Bæjarráð samþykkir forsendur fjárhagsáætlunar 2025-2028 með áorðnum breytingum.

Samþykkt með tveimur atkvæðum Hrafnhildar Hallvarðsdóttur og Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur, bæjarfulltrúa H-lista. Ragnar Már Ragnarsson, bæjarfulltrúi Í-lista, situr hjá.

37.Norræn tungumálakennsla í grunnskóla

Málsnúmer 2409016Vakta málsnúmer

Lagt fram er svar skólamálafulltrúa Sambandsins varðandi skyldu sveitarfélaga til greiðslu á sænskukennslu nemenda í grunnskóla, ásamt afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar.
Bæjarráð samþykkir 50% greiðsluþátttöku sveitarfélagsins vegna kennslu í norsku eða sænsku sem byggir á 20 kafla aðalnámskrá grunnskóla.

38.Stefna í málefnum nýrra íbúa

Málsnúmer 2103029Vakta málsnúmer

Á síðasta kjörtímabili var unnið að stefnumörkun í málefnum nýrra íbúa í Stykkishólmi með áherslu á fjölmenningu í Stykkishólmi. Skipaður var starfshópur sem náði ekki að ljúka sínum störfum fyrir lok kjörtímabils. Á 4. fundi velferðar- og jafnréttismálanefndar lýsti nefndin áhuga á að því að vinna áfram að stefnumörkun í málefnum nýrra íbúa í Stykkishólmi á grunni vinnu starfshópsins og ljúka þeirri vinnu sem hófst á síðasta kjörtímabili.
Bæjarráð fagnar áhuga og vilja nefndarinnar og leggur til við bæjarstjórn að velferðar- og jafnréttismálanefnd verði falið að vinna áfram að stefnumörkun í málefnum nýrra íbúa í Stykkishólmi á grunni vinnu starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?