Fara í efni

Reitarvegur - dsk br. v Reitarvegs 10

Málsnúmer 2409006

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 24. fundur - 17.09.2024

Sveitarfélagið sækir um að láta vinna breytingu á deiliskipulagi íbúðar- og athafnasvæðis við Reitarveg (2018 m.s.br. frá 2020) í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þó án skipulagslýsingar sbr. 1. mgr. 40. gr. og kynningar á vinnslustigi sbr. 4. mgr. 40. gr. laganna. Breytingin felst í að útbúa lóð utan um núverandi skemmu, sem í gildandi skipulagi er víkjandi. Sú lóð yrði þá Reitarvegur 10a og skemman ekki lengur víkjandi.
Skipulagsnefnd hafnar umsókn um stofnun lóðar utan um skemmu og leggur til að settur verði tímarammi um niðurrif eða flutning skemmunnar.

Bæjarráð - 25. fundur - 20.09.2024

Sveitarfélagið sækir um að láta vinna breytingu á deiliskipulagi íbúðar- og athafnasvæðis við Reitarveg (2018 m.s.br. frá 2020) í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þó án skipulagslýsingar sbr. 1. mgr. 40. gr. og kynningar á vinnslustigi sbr. 4. mgr. 40. gr. laganna. Breytingin felst í að útbúa lóð utan um núverandi skemmu, sem í gildandi skipulagi er víkjandi. Sú lóð yrði þá Reitarvegur 10a og skemman ekki lengur víkjandi.



Skipulagsnefnd hafnaði, á 24. fundi sínum, umsókn um stofnun lóðar utan um skemmu og lagði til að settur verði tímarammi um niðurrif eða flutning skemmunnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar, en óskar þó eftir hugmyndinum nefndarinnar á hugsanlegum skipulagsbreytingum á svæðinu, þ.m.t. hvort breyta eigi lóðinni við Reitarvegi 10 í íbúðalóð, og hvernig nefndin telur að nálgast megi úthlutun lóðarinnar við Reitarveg 10 í ljósi fyrirliggjandi skipulagsskilmála sem um hana gildir í deiliskipulagi við Reitarveg.

Skipulagsnefnd - 25. fundur - 20.11.2024

Sveitarfélagið sækir um að láta vinna breytingu á deiliskipulagi íbúðar- og athafnasvæðis við Reitarveg (2018 m.s.br. frá 2020) í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þó án skipulagslýsingar sbr. 1. mgr. 40. gr. og kynningar á vinnslustigi sbr. 4. mgr. 40. gr. laganna. Breytingin felst í að útbúa lóð utan um núverandi skemmu, sem í gildandi skipulagi er víkjandi. Sú lóð yrði þá Reitarvegur 10a og skemman ekki lengur víkjandi.



Skipulagsnefnd hafnaði, á 24. fundi sínum, umsókn um stofnun lóðar utan um skemmu og lagði til að settur verði tímarammi um niðurrif eða flutning skemmunnar.



Bæjarráð samþykkti, á 25. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar, en óskaði þó eftir hugmyndinum nefndarinnar á hugsanlegum skipulagsbreytingum á svæðinu.
Skipulagsnefnd óskar eftir tillögu að því hvernig lóðin Reitarvegur 10, sem í dag er 501 m2 að stærð fyrir verslun og þjónustu, verði skilgreind með sambærilegum hætti og Reitarvegur 8 og gerðar verði skipulagsbreytingar með það að markmiði að auglýsa lóðina lausa til úthlutunar.

Skipulagsnefnd vísar öðrum hugmyndum að skipulagsbreytingum til framtíðar til frekari vinnslu í nefndinni.

Samþykkt með þremur atkvæðum Hilmars Hallvarðssonar, Kára Geirs Jenssonar og Arnars Bjarna Valgerissonar, fulltrúa H-listans, gegn atkvæði Ragnars Más Ragnarssonar, fulltrúa Í-listans. Steindór Hjaltalín Þorsteinsson, fulltrúi Í-listans, situr hjá.

Bæjarráð - 27. fundur - 21.11.2024

Sveitarfélagið sækir um að láta vinna breytingu á deiliskipulagi íbúðar- og athafnasvæðis við Reitarveg (2018 m.s.br. frá 2020) í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þó án skipulagslýsingar sbr. 1. mgr. 40. gr. og kynningar á vinnslustigi sbr. 4. mgr. 40. gr. laganna. Breytingin felst í að útbúa lóð utan um núverandi skemmu, sem í gildandi skipulagi er víkjandi. Sú lóð yrði þá Reitarvegur 10a og skemman ekki lengur víkjandi.



Skipulagsnefnd hafnaði, á 24. fundi sínum, umsókn um stofnun lóðar utan um skemmu og lagði til að settur verði tímarammi um niðurrif eða flutning skemmunnar.



Bæjarráð samþykkti, á 25. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar, en óskaði þó eftir hugmyndinum nefndarinnar á hugsanlegum skipulagsbreytingum á svæðinu.



Skipulagsnefnd óskaði, á 25. fundi sínum, eftir tillögu að því hvernig lóðin Reitarvegur 10, sem í dag er 501 m2 að stærð fyrir verslun og þjónustu, verði skilgreind með sambærilegum hætti og Reitarvegur 8 og gerðar verði skipulagsbreytingar með það að markmiði að auglýsa lóðina lausa til úthlutunar.



Skipulagsnefnd vísaði öðrum hugmyndum að skipulagsbreytingum til framtíðar til frekari vinnslu í nefndinni.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með tveimur atkvæðum fulltrúa H-lista gegn einu atkvæði fulltrúa Í-lista.
Getum við bætt efni síðunnar?