Fara í efni

Vigraholt (Saurar 9) - Deiliskipulag

Málsnúmer 2404030

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 21. fundur - 15.04.2024

Lagður fram til afgreiðslu á vinnslustigi deiliskipulagsuppdráttur ásamt deiliskipulagsgreinargerð, skýringaruppdrætti deiliskipulags og umhversisskýrslu, en skipulagslýsing var kynnt frá 7. nóvember til 5. desember 2023 í skipulagsgátt.



Meginmarkmið nýs deiliskipulags er að þróa frístundabyggð með tilheyrandi þjónustu og íbúðarhúsnæði fyrir starfsfólk. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir allt að 33 frístundahúsum, 10 íbúðarhúsum, hóteli með baðlóni, veitingahúsi og handverks brugghússi. Frístandandi hótelherbergi verða í smáhýsum á

þjónustusvæði tengdu hótelinu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsfulltrúa er falið umboð til að gera minniháttar breytingar á tillögunni til að koma til móts við mögulegar umsagnir á vinnslustigi og í framhaldinu að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða aðalskipulagsbreytingunni, en ef veigamiklar efnislegar athugasemdir verði gerðar við tillöguna á vinnslustigi að mati skipulagsfulltrúa, sem kallar á verulegar breytingar á tillögunni, skal hún lögð að nýju til afgreiðslu í skipulagsnefnd áður en tillagan er auglýst.

Bæjarráð - 21. fundur - 18.04.2024

Lagður fram til afgreiðslu á vinnslustigi deiliskipulagsuppdráttur ásamt deiliskipulagsgreinargerð, skýringaruppdrætti deiliskipulags og umhversisskýrslu, en skipulagslýsing var kynnt frá 7. nóvember til 5. desember 2023 í skipulagsgátt.



Meginmarkmið nýs deiliskipulags er að þróa frístundabyggð með tilheyrandi þjónustu og íbúðarhúsnæði fyrir starfsfólk. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir allt að 33 frístundahúsum, 10 íbúðarhúsum, hóteli með baðlóni, veitingahúsi og handverks brugghússi. Frístandandi hótelherbergi verða í smáhýsum á

þjónustusvæði tengdu hótelinu.



Skipulagsnefnd lagði, á 21. fundi sínum, til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin fól skipulagsfulltrúa umboð til að gera minniháttar breytingar á tillögunni til að koma til móts við mögulegar umsagnir á vinnslustigi og í framhaldinu að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða aðalskipulagsbreytingunni, en ef veigamiklar efnislegar athugasemdir verði gerðar við tillöguna á vinnslustigi að mati skipulagsfulltrúa, sem kallar á verulegar breytingar á tillögunni, skal hún lögð að nýju til afgreiðslu í skipulagsnefnd áður en tillagan er auglýst.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar henni til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 24. fundur - 24.04.2024

Lagður fram til afgreiðslu á vinnslustigi deiliskipulagsuppdráttur ásamt deiliskipulagsgreinargerð, skýringaruppdrætti deiliskipulags og umhversisskýrslu, en skipulagslýsing var kynnt frá 7. nóvember til 5. desember 2023 í skipulagsgátt.



Meginmarkmið nýs deiliskipulags er að þróa frístundabyggð með tilheyrandi þjónustu og íbúðarhúsnæði fyrir starfsfólk. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir allt að 33 frístundahúsum, 10 íbúðarhúsum, hóteli með baðlóni, veitingahúsi og handverks brugghússi. Frístandandi hótelherbergi verða í smáhýsum á

þjónustusvæði tengdu hótelinu.



Skipulagsnefnd lagði, á 21. fundi sínum, til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin fól skipulagsfulltrúa umboð til að gera minniháttar breytingar á tillögunni til að koma til móts við mögulegar umsagnir á vinnslustigi og í framhaldinu að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða aðalskipulagsbreytingunni, en ef veigamiklar efnislegar athugasemdir verði gerðar við tillöguna á vinnslustigi að mati skipulagsfulltrúa, sem kallar á verulegar breytingar á tillögunni, skal hún lögð að nýju til afgreiðslu í skipulagsnefnd áður en tillagan er auglýst.



Bæjarráð samþykkti, á 21. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaaði henni til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 23. fundur - 17.07.2024

Lögð er fram samantekt umsagna og athugasemda við vinnslutillögu breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 2. og 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þ.m.t. umsögn Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu (dags. 04.07.2024) og vinnslutillögu nýs deiliskipulags í samræmi við 4. mgr. 40. gr. laganna.

Vigraholt er 132 ha spilda úr landi Saura. Í tillögunum er a) landnotkun breytt úr landbúnaðarlandi og frístundabyggð (93 frístundahús) í frístundabyggð (33 frístundahús), b) afmörkuð íbúðarbyggð fyrir 10 lóðir og c) afmarkað svæði fyrir verslun- og þjónustu fyrir allt að 4900 m2 hótel með 60 herbergjum, 25 frístandandi svítum, veitingahúsi, heilsulind og brugghúsi og færslu á mörkum landnotkunarreita samkvæmt því. Áhersla er lögð á að uppbyggingin taki mið af náttúru og sögu svæðisins og verða byggingar lagaðar að aðstæðum á lóðum.

Þann 24. apríl 2024 samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og tillögu að deiliskipulagi fyrir Vigraholt í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar.
Skipulagsnefnd telur framlögð gögn þ.m.t. skipulagsuppdrættir, greinargerðir, umhverfisskýrsla, sem inniheldur úttekt landeigenda á náttúrufari, og svör landeigenda við athugasemdum sem bárust á kynningartíma vinnslutillögunnar, vera fullnægjandi fyrir auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og nýtt deiliskipulag fyrir Vigraholt í samræmi við 1. og 2. mgr. 41. gr. laganna.

Skipulagsnefnd - 24. fundur - 17.09.2024

Lögð er fram samantekt umsagna sem bárust á auglýsingartíma í samræmi við 1. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Einnig eru lögð fram uppfærð skipulagsgögn þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum.



Þann 24. apríl 2024 samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og tillögu að deiliskipulagi fyrir Vigraholt í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar.



Skipulagsnefnd samþykkti þann 17.07.2024 (23. fundur) að framlögð gögn þ.m.t. skipulagsuppdrættir, greinargerðir, umhverfisskýrsla, sem inniheldur úttekt landeigenda á náttúrufari, og svör landeigenda við athugasemdum sem bárust á kynningartíma vinnslutillögunnar, séu fullnægjandi gögn fyrir auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og nýtt deiliskipulag fyrir Vigraholt í samræmi við 1. og 2. mgr. 41. gr. laganna. Tillögurnar voru auglýstar 24.07.2024 með athugasemdafresti til 06.09.2024.
Tillaga skipulagsfulltrúa:
1. Vegna ítrekaðra athugasemda Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar, Lands og skógar og Breiðafjarðarnefndar, leggur skipulagsfulltrúi til að Land og skógur eða annar þar til bær fagaðili geri úttekt á birkiskógi/kjarri á svæðinu og að niðurstaða úttektarinnar verði lögð fyrir skipulagsnefnd áður en endanlega afstaða verður tekin til skipulags frístundabyggðarinnar. Slík úttekt getur verið byggð á vettvangsathugun eða greiningu úr drónaflugi.
Til þess að draga enn frekar úr umhverfisáhrifum, leggur skipulagsfulltrúi jafnframt til eftirfarandi:
2. Að dregið úr hámarksbyggingarheimild frístundahúsa, íbúðarhúsa og aukahúsa.
3. Að dregið verði úr hámarkshæð gisihýsa í VÞ-2 og VÞ-3 til þess að draga úr sjónrænum áhrifum.
4. Að sameiginlegar innkeyrslur að frístunda- og íbúðarhúsum verði þar sem því verður við komið.
5. Að notuð verði gegndræp yfirborðsefni á innkeyrslur og bílastæði.
6. Að umferð báta á Sauravatni og innanverðum Virgrafirði verði óheimil á varptíma.
7. Að bygging bátahúsa, rampa, bryggja og/eða annarra mannvirkja fyrir báta sé framkvæmdaleyfisskyld og leitað verði umsagna viðeigandi lögbundinna umsagnaraðila.
8. Að lóð nr. 13 verði minnkuð næst Vigrafirði til þess að tengja betur saman náttúru- og minjasvæði þannig að það myndi eitt samfellt svæði.

Skipulagsnefnd (KGJ, HH, AGJ, SHÞ) samþykkir lið 4 en hafnar öðrum liðum. ABV situr hjá vegna skerts aðgengis að fundarmannagátt.

Skipulagsnefnd felur formanni nefndarinnar að uppfæra svör við athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum og senda tillögurnar til yfirferðar Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 4.1. gr skipulagslaga nr 123/2010 með fyrirvara um samþykki í bæjarstjórn. Auk minniháttar uppfærslna í greinargerð og umhverfisskýrslu, felur nefndin skipulagsfulltrúa að kalla eftir hnitaskrá og upplýsingum um hámarksbyggingarmagn á hverri lóð og að það verði sýnt á uppdrætti.

ABV situr hjá vegna skerts aðgengis að fundarmannagátt.

Bæjarráð - 25. fundur - 20.09.2024

Lögð er fram samantekt umsagna sem bárust á auglýsingartíma í samræmi við 1. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Einnig eru lögð fram uppfærð skipulagsgögn þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum.



Þann 24. apríl 2024 samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og tillögu að deiliskipulagi fyrir Vigraholt í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar.



Skipulagsnefnd samþykkti þann 17.07.2024 (23. fundur) að framlögð gögn þ.m.t. skipulagsuppdrættir, greinargerðir, umhverfisskýrsla, sem inniheldur úttekt landeigenda á náttúrufari, og svör landeigenda við athugasemdum sem bárust á kynningartíma vinnslutillögunnar, séu fullnægjandi gögn fyrir auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og nýtt deiliskipulag fyrir Vigraholt í samræmi við 1. og 2. mgr. 41. gr. laganna. Tillögurnar voru auglýstar 24.07.2024 með athugasemdafresti til 06.09.2024.



Á 24. fundi skipulagsnefndar samþykkti skipulagsnefnd að sameiginlegar innkeyrslur að frístunda- og íbúðarhúsum verði þar sem því verður við komið. Skipulagsnefnd fól formanni nefndarinnar að uppfæra svör við athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum og senda tillögurnar til yfirferðar Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 4.1. gr skipulagslaga nr 123/2010 með fyrirvara um samþykki í bæjarstjórn. Auk minniháttar uppfærslna í greinargerð og umhverfisskýrslu, fól nefndin skipulagsfulltrúa að kalla eftir hnitaskrá og upplýsingum um hámarksbyggingarmagn á hverri lóð og að það verði sýnt á uppdrætti.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 4. fundur - 19.11.2024

Lagðar fram vinnslutillögur að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi við Vigraholt þar sem fyrirhuguð er uppbygging á verslun og þjónustu.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?