Norræn tungumálakennsla í grunnskóla
Málsnúmer 2409016
Vakta málsnúmerSkóla- og fræðslunefnd - 15. fundur - 18.09.2024
Lagt fram er svar skólamálafulltrúa Sambandsins varðandi skyldu sveitarfélaga til greiðslu á sænskukennslu nemenda í grunnskóla. Skólastjóri geirir frekari grein fyrir málinu.
Skóla- og fræðslunefnd telur mikilvægt að koma til móts við slíka nemendur með styrk sem þyrfti að skoða í hverju tilfelli fyrir sig.
Bæjarráð - 25. fundur - 20.09.2024
Lagt fram er svar skólamálafulltrúa Sambandsins varðandi skyldu sveitarfélaga til greiðslu á sænskukennslu nemenda í grunnskóla, ásamt afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar.
Bæjarráð samþykkir 50% greiðsluþátttöku sveitarfélagsins vegna kennslu í norsku eða sænsku sem byggir á 20 kafla aðalnámskrá grunnskóla.