Fara í efni

Nýrækt - deiliskipulagsbreyting 2025

Málsnúmer 2409022

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 24. fundur - 17.09.2024

Sveitarfélagið sækir um heimild til þess að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Nýræktar 2015 m.s.br. vegna fyrirhugaðarar byggingu allt að 120 m2 þjónustuhúss á skógræktarlóð. Breytingin felst í færslu á byggingarreit innan svæðið og skilmálagerð fyrir lóðina og húsið.



Skilmálar í gildandi deiliskipulagi frá 2015 eru:

1. Lóðin er ekki sérstaklega afmörkuð á skipulaginu.

2. Tvær lóðir eru ætlaðar fyrir skógrækt samtals 10,1 ha. ´

3. Á skógræktarlóð er afmarkaður byggingarreitur fyrir skógræktarstarf.

4. Lýsing á byggingum skal ekki valda ljósmengun.

5. Heimilt er að vera með eitt útiljós logandi á byggingu við aðkomudyr.

6. Óheimilt er að koma fyrir ljósastaur á lóð.

7. Koma má fyrir rotþró á lóð skógræktar.

8. Byggingarefni er timbur, járn og önnur létt byggingarefni.

9. Í byggingu á skógræktarlóð má vera snyrting.

10. Bílastæði skulu vera innan lóðar. Á skógræktarlóðum eru 16 bílastæði.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi. Afmarka skal sérstaka lóð fyrir húsið með hliðsjón af meðfylgjandi uppdrætti.

Bæjarráð - 25. fundur - 20.09.2024

Sveitarfélagið sækir um heimild til þess að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Nýræktar 2015 m.s.br. vegna fyrirhugaðarar byggingu allt að 120 m2 þjónustuhúss á skógræktarlóð. Breytingin felst í færslu á byggingarreit innan svæðið og skilmálagerð fyrir lóðina og húsið.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 24. fundi sínum, fyrir sitt leyti að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi. Afmarka skal sérstaka lóð fyrir húsið með hliðsjón af meðfylgjandi uppdrætti.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Getum við bætt efni síðunnar?