Bæjarráð
1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 34
Málsnúmer 2404002FVakta málsnúmer
2.Skipulagsnefnd - 21
Málsnúmer 2404003FVakta málsnúmer
3.Hafnarstjórn (SH) - 6
4.Skóla- og fræðslunefnd - 13
Málsnúmer 2403005FVakta málsnúmer
5.Stjórn Náttúrustofu Vesturlands - 4
Málsnúmer 2404005FVakta málsnúmer
6.Styrkumsóknir
Málsnúmer 2303021Vakta málsnúmer
Eyrbyggjusögurefill 150.000 kr.
Víkingurinn Karlakraftakeppni 250.000 kr.
Fjallakonan kvennakraftkeppni 150.000 kr.
Danskir dagar 100.000 kr.
Aðventuhátíð í Hólminum 100.000 kr.
Heima í Hólmi 2024 tónleikar 150.000 kr.
7.Umsagnarbeiðni - Gististaður að Reitarvegi 8
Málsnúmer 2403022Vakta málsnúmer
8.Umsókn um námvist utan lögheimilissveitarfélags
Málsnúmer 2404026Vakta málsnúmer
9.Stofnun barnaverndarþjónustu Snæfellsness, Borgarbyggðar & Hvalfjarðarsveitar
Málsnúmer 2403002Vakta málsnúmer
10.Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms
Málsnúmer 2208025Vakta málsnúmer
Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms til síðari umræðu í bæjarstjórn.
11.Erindi frá Aftanskin
Málsnúmer 2404028Vakta málsnúmer
12.Þjóðlendumál - eyjar og sker
Málsnúmer 2402013Vakta málsnúmer
Bæjarráð krefst þess að ráðherra felli að stærstum hluta eða að öllu leyti niður kröfugerð ríkisins á svæði 12. Þá er þess krafist að núgildandi lagaumhverfið verði endurskoðað með tilliti til þess að afmarka verkefnið við raunverulega óvissu á eignarhaldi, þannig að borin sé virðing fyrir eignarétti landeigenda, með því undanskylja landsvæði utan strandlengju meginlandsins í lögum um þjóðlendur.
Að öðru leyti vísar bæjarráð til fyrri ályktana bæjarstjórnar vegna málsins.
13.Framtíðaráform Vatnasafns
Málsnúmer 2010035Vakta málsnúmer
14.Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi vegna tónleikahátíðar í Stykkishólmi
Málsnúmer 2309001Vakta málsnúmer
15.Íþróttastefna Sveitarfélagsins Stykkishólms
Málsnúmer 1905025Vakta málsnúmer
Með sameiginlegri íþróttastefnu, hvort sem hún verði sameiginleg stefna sveitarfélaga á Snæfellsnesi eða sameiginleg stefna með íþróttahreyfingunni á Snæfellsnesi, er m.a. verið að stefna að því vinna í samræmi við markmið og aðgerðir sem fram koma í stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytisins í íþróttamálum 2019-2030, en með sameiginlegri stefnu er jafnframt tilgangurinn að auka samvinnu og samstarf á sviði íþróttamála á Snæfellsnesi.
Bæjarráð fól bæjarstjóra og tómstunda- og æskulýðsfulltrúa Stykkishólmsbæjar að kanna áhuga sveitarfélaga á Snæfellsnesi og HSH um sameiginlega íþróttastefnu Snæfellinga. Í svarbréfum annarra sveitarfélaga á Snæfellsnesi var ljóst að ekki var sátt um að móta slíka sameiginlega stefnu.
Æskulýðs- og íþróttanefnd lagði því til, á 83. fundi sínum, að hafist verði handa við að vinna að íþrótta- og tómstundastefnu með aðgerðaráætlun. Þar var lagt upp með að tómstunda- og æskulýðsfulltrúi muni vinna að drögum að íþrótta- og tómstundastefnu í samstarfi við nefndina á grunni stefnumótunar mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum. Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti á 411. fundi sínum að æskulýðs- og tómstundafulltrúi vinni íþróttastefnu Stykkishólmsbæjar í samvinnu við æskulýðs- og íþróttanefnd.
Lögð fram tillaga bæjarstjóra að skipun starfshóps í samræmi við umræður bæjarfulltrúa með UMF Snæfells, ásamt drögum að erindisbréfi, sem byggð er á forsögu málsins.
16.Kynningarfundur um fjármál sveitarfélagsins
Málsnúmer 2404035Vakta málsnúmer
17.Agustsonreitur - skipulagsbreyting
Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer
Fulltrúar lóðarhafa koma til fundar við skipulagsnefnd og gerðu grein fyrir stöðu málsins á 21. fundi nefndarinnar. Skipulagsnefnd þakkaði fulltrúum lóðarhafa fyrir að koma á fund nefndarinnar og svara spurningum. Skipulagsnefnd taldi að vinna megi áfram með upphaflega tillögu á hótelreitnum en telur jafnframt að halda megi inni breytingum sem snúa að Smiðjustíg. Einnig telur nefndin að fækka megi smáhýsum við Súgandiseyjargötu eftir að búið er að þjappa þeim saman til þess að minnka ásýnd þeirra frá Aðalgötu. Skipulagsnefnd taldi jafnframt að það geti hjálpað verkefninu ef hægt væri að sýna hæðarlínur miðað við byggingar beggja vegna lóðarinnar ásamt því að sýna mænishæð á þeim þökum sem snúa að Aðalgötu á KST reitnum.
18.Umsókn um stöðuleyfi - Fish and chips
Málsnúmer 2403006Vakta málsnúmer
19.Umsókn um stöðuleyfi - Vinnuskúr
Málsnúmer 2403007Vakta málsnúmer
20.Umsókn um stöðuleyfi - Ískofi
Málsnúmer 2403008Vakta málsnúmer
21.Kallhamar-Hamraendar-ASK br. 2024
Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer
Skipulagshönnuður kom til fundar við skipulagsnefnd í tengslum við vinnu skipulagsáætlana á 21. fundi nefndarinnar. Skipulagsnefnd þakkaði skipulaghönnuði fyrir kynninguna á stöðu málsins og hvatti til þess að markvisst sé unnið að á komandi vikum í samræmi við áherslur á fundinum þannig að kynna megi vinnslutillögu skipulagsins í júní nk. Skipulagsnefnd lagði til við bæjarráð að tillaga bæjarstjóra um að sveitarfélagið auglýsi opinberlega eftir fyrirtækjum sem eru áhugasöm eru um að staðsetja sig Kallhömrum og Hamraendum, sem áform eru um að gera á byggingarhæf í áföngum, með það að markmiði að fanga betur hvers konar fyrirtæki hafi áhuga á því að staðsetja sig á skipulagssvæðinu, hversu stórar lóðir þau þurfa og hversu mikið þau gætu hugsað sér að byggja, til viðbótar við þau tvö fyrirtæki sem þegar hafa lýst yfir áhuga til uppbygginagr á svæðinu verði samþykkt.
22.Birkilundur - br á aðalskipulagi
Málsnúmer 2309024Vakta málsnúmer
Fyrirhuguð breyting tekur Birkilunds í landi Saura. Skipulagssvæðið er nú þegar að mestu byggt frístunda- og íbúðarhúsum en með breytingunni verður landnotkun á hluta svæðisins breytt úr frístundabyggð og landbúnaði í verslunar- og þjónustusvæði fyrir útleiguhús, svæði fyrir íbúðarbyggð stækkað um 3,8 ha og landbúnaðarsvæði minnkað sem því nemur. Samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu verður unnin tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Birkilund.
Skipulagsnefnd tók á 20. fundi sínum jákvætt í að skoða stækkun á íbúðarsvæði í vegna aðalskipulagsbreytinga við Birkilund, sem nái þá til lóðar 44. Skiplagsnefnd vísaði að öðru leyti athugasemdum til yfirferðar og vinnslu hjá hönnuði þannig að taka megi tillit til þeirra, eftir atvikum, í endanlegri tillögugerð að aðalskipulagsbreytingu.
Á 21. fundi sínum óskaði skipulagsnefnd eftir því, í samræmi við áherslur nefndarinnar á síðasta fundi, að landnotkun á lóð 44. verði breytt á aðalskipulagsuppdrætti úr frístundalóð í íbúðarlóð, til samræmis við óskir lóðarhafa, sé þess nokkur kostur og tefji það ekki málið, enda mun að öðrum kosti umrædd lóð standa stök sem frístundalóð og að mati nefndarinnar fer betur á því að íbúðarsvæðið skapi heildstæðari mynd með umræddi lóð sem íbúðalóð. Skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða tillögðu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Birkilundar til kynningar á vinnslustigi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftir atvikum með framangreindri breytingu.
23.Birkilundur - Deiliskipulag
Málsnúmer 2209002Vakta málsnúmer
Í gildi er deiliskipulag fyrir Birkilund frá 1984, sem tók gildi árið 1987. Samkvæmt því er gert ráð fyrir 44 lóðum frir frístundahús en engir skilmálar fylgja því skipulagi. Árið 2002 var unnin breytingartillaga á deiliskipulaginu sem fól í sér heildarendurskoðun og fjölgun lóða. Tillagan var auglýst og samþykkt í sveitarstjórn en tók aldrei lögformlega gildi þar sem hún var ekki auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Árið 2006 var að nýju unnin tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem byggði á tillögunni frá 2002. Í þeirri tillögu var frístundabyggðin stækkuð um tæpa 5 hektara, íbúðarlóðum fjölgað um tvær og 11 frístundarlóðum breytt í íbúðarlóðir. Jafnframt voru byggingarreitir skilgreindir og skilmálar uppfærðir. Þó svo að sú tillaga hafi verið notuð til grundvallar veitingu byggingarleyfa í gegnum tíðina öðlaðist hún aldrei lögformlegt gildi. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram skilmála og hnitfesta uppdrátt sem er í samræmi við reglugerðir og lög á grunni þeirra skipulagsáætlana sem unnar hafa verið, en deiliskipulagið byggir þó að mestu leyti á deiliskipulagstillögunni frá 2006.
Innan deiliskipulagssvæðisins eru skilgreindar 40 frístundalóðir sem eru nú þegar stofnaða, nema Birkilundur 16a, og búið að byggja á sumum lóðum. Á norðanverðu svæðinu eru skilgreindar 15 íbúðarlóðir sem eru nú þegar stofnaðar og byggðar, allar nema Birkilundur 35, 40a, 50a og 50b. Einnig er gert ráð fyrir stórri lóð fyrir útileguhús að austanverðu skipulagssvæðisins. Lóðirnar eru á bilinu 3025 m2 til 27.249 m2 að stærð, en flestar eru um 5000 m2.
Á 21. fundi sínum taldi skipulagsnefnd, á grunni 3. mgr. 40. gr. skipulagslega, ekki forsendur til gerðar sérstakrar skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðs deiliskipulags og lagði því til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna á vinnslustigi í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftir atvikum með áorðnum breytingum á aðalskipulagstillögu.
24.Vigraholt (Saurar 9) - aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag
Málsnúmer 2306018Vakta málsnúmer
Aðalskipulagsbreytingin felst í breytingu á landnotkun úr frístundabyggð og landbúnaðarlandi í frístundabyggð, íbúðarbyggð og verslun og þjónustu og færslu á mörkum landnotkunarreita samkvæmt því.
Skipulagsnefnd lagði, á 21. fundi sínum, til við bæjarstjórn að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Vigraholts verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
25.Vigraholt (Saurar 9) - Deiliskipulag
Málsnúmer 2404030Vakta málsnúmer
Meginmarkmið nýs deiliskipulags er að þróa frístundabyggð með tilheyrandi þjónustu og íbúðarhúsnæði fyrir starfsfólk. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir allt að 33 frístundahúsum, 10 íbúðarhúsum, hóteli með baðlóni, veitingahúsi og handverks brugghússi. Frístandandi hótelherbergi verða í smáhýsum á
þjónustusvæði tengdu hótelinu.
Skipulagsnefnd lagði, á 21. fundi sínum, til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin fól skipulagsfulltrúa umboð til að gera minniháttar breytingar á tillögunni til að koma til móts við mögulegar umsagnir á vinnslustigi og í framhaldinu að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða aðalskipulagsbreytingunni, en ef veigamiklar efnislegar athugasemdir verði gerðar við tillöguna á vinnslustigi að mati skipulagsfulltrúa, sem kallar á verulegar breytingar á tillögunni, skal hún lögð að nýju til afgreiðslu í skipulagsnefnd áður en tillagan er auglýst.
26.Umsókn um byggingarleyfi - Jónsnes (Nónnes)
Málsnúmer 2404027Vakta málsnúmer
Húsið verður á staðsteyptum sökklum burðargrind veggja og þaks verður timbur. Klætt að utan með timburklæðningu.
Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd tók, á 21. fundi sínum, jákvætt í fyrirliggjandi byggingaráform en sá sér ekki fært á þessum tímapunkti að veita jákvætt vilyrði fyrir samþykkt byggingarleyfis enda bera teikningar með sér að gera þurfi grein fyrir nýrri aðkomuleið upp í eyjuna sem og öðrum nauðsynlegum upplýsingum. Bendir nefndin m.a. á að samkvæmt gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð skal ekki reisa mannvirki, á svæðum utan þéttbýlis, nær vötnum, ám eða sjó en 50 metra og því þarf að aðlaga staðsetningu byggngarreits á eyjunni til samræmis við ákvæðið. Skipulagsnefnd tekur hins vegar jákvætt í það að veita landeiganda heimild til skipulagsgerðar skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslega. Á þeim grunni hvetur skipulagsnefnd landeiganda til þess að óska eftir því við sveitarfélagið að hann fái heimild til þess að vinna sjálfur að gerð deiliskipulags í landi Jónsness, en í því felst að landeigandi skal þá taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga, og skal hún vera lögð fyrir skipulagsnefnd á sama tíma og beiðni um heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi. Skoða þarf sérstaklega hvort umrætt deiliskipulag með fyrirhugðum áformum kalli á aðalskipulagsbreytingu.
27.Hólar 5a - Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag
Málsnúmer 2310023Vakta málsnúmer
Þá er lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 vegna breyttrar landnotkunar á hluta Hóla 5a í landi Hóla.
Fyrirhuguð aðalskipulagsbreyting tekur til Hóla 5A sem er um 3,2 ha svæði sem var stofnað úr landi Hóla og felst í breytingu á landbúnaðsvæði í frístunda og íbúðasvæði. Samhliða fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður unnið nýtt deiliskipulag fyrir Hóla 5a. Lóðin Hólar 5A liggur norð-vestan við húsakost jarðarinnar Hóla. Lóðin er skilgreind sem landbúnaðarland en stór hluti Hóla 5A þykir ekki góður til ræktunar þar sem klöpp stendur víða uppúr landinu.
Á Hólum 5A er er fyrirhugað að reisa 3 sumarhús allt að 140 m2 hvert hús og 1 einbýlishús allt að 250 m2 að stærð. Í deiliskipulagi fyrir svæðið verður gert ráð fyrir 4 lóðum.
Skipulagsnefnd tók, á 21. fundi sínum, jákvætt í fyrirliggjandi drög að deiliskipulagsuppdrætti. Skipulagsnefnd samþykkti samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
28.Umsókn um stöðuleyfi - Hólar 5a
Málsnúmer 2404029Vakta málsnúmer
29.Starf skólastjóra - Ráðningaferli
Málsnúmer 2402018Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráð er lagt fram minnisblað frá Attentus þar sem lögð er fram tillaga að uppfærðri nálgun á ráðningaferli skólastjóra með það að markmiði að tryggja faglegt, sanngjarnt, gagnsætt og skipulagt ráðningarferli gagnvart báðum umsækjendum.
30.Ársreikningur Sveitarfélagsins Stykkishólms 2023
Málsnúmer 2404042Vakta málsnúmer
31.Gjaldtaka bílastæða á hafnarsvæði
Málsnúmer 1909018Vakta málsnúmer
32.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 2112008Vakta málsnúmer
33.Fundargerðir Jeratúns ehf.
Málsnúmer 2006001Vakta málsnúmer
34.Úttekt á starfsemi og framtíðarfyrirkomulagi náttúrustofa
Málsnúmer 2402014Vakta málsnúmer
35.Ljósmyndasafn Stykkishólms - Staða safnsins og framtíðarsýn
Málsnúmer 1905011Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 18:15.
- 1905011 - Ljósmyndasafn Stykkishólms - Staða safnsins og framtíðarsýn
Samþykkt samhljóða.
Er ofangreind mál eru sett inn sem mál nr. 35 á dagskrá fundarins.