Bæjarráð
1.Landbúnaðarnefnd - 1
Málsnúmer 2305003FVakta málsnúmer
2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 29
Málsnúmer 2307001FVakta málsnúmer
3.Skipulagsnefnd - 13
Málsnúmer 2306004FVakta málsnúmer
4.Umsókn um lóð - Hjallatangi 48
Málsnúmer 2308013Vakta málsnúmer
5.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar
Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer
6.Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer
7.Samrekstur á embættum skipulags- og byggingarfulltrúa á Snæfellsnesi
Málsnúmer 1907032Vakta málsnúmer
8.Rokkhátíð í Stykkishólmi
Málsnúmer 2305023Vakta málsnúmer
9.Móholt 14 - Lóðaleigusamningur
Málsnúmer 2111011Vakta málsnúmer
10.Erindisbréf - Landbúnaðarnefnd
Málsnúmer 2307006Vakta málsnúmer
11.Ósk um námsstyrk
Málsnúmer 2308008Vakta málsnúmer
12.Ágangur búfjár
Málsnúmer 2302001Vakta málsnúmer
Á 919. fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti stjórnin að sambandið myndi eiga frumkvæði að því að koma á fundi milli fulltrúa innviðaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, matvælaráðuneytis, bændasamtakanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga til þess að koma á samráðshópi um heildarendurskoðun á lögum um fjallskil, afréttarmálefni og tengdri löggjöf.
Bæjarráð vísaði málinu, á 8. fundi sínum, til umfjöllunar í landbúnaðarnefnd.
Á 9. fundi bæjarráðs var málið tekið upp að nýju og tók þá bæjarráð undir ályktun Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, en lagði þunga áherslu á mikilvægi þess að flýta vinnu við endurskoðun á lögum um fjallskil, afréttarmálefni og tengdri löggjöf þar sem núverandi staða sé óboðleg og nauðsynlegt er að eyða óvissu um þessi málefni sem fyrst.
Þá er lögð fram bókun 173. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi þar sem stjórn skorar á matvælaráðuneytið að hefja nú þegar endurskoðun á lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. til að eyða þeirri óvissu sem er varðandi framkvæmd smölunar ágangsfjár.
Að lokum er lagt fram bréf Bændasamtaka Íslands, dags. 6. júlí 2023, um lausagöngu/ágang búfjár.
Landbúnaðarnefnd tók málið fyrir á 1. fundi sínum þann 12. júlí síðastliðinn og er stefnumörkun nefndarinnar lögð fram til samþykktar í bæjarráði.
13.Áskorun vegna sauðfjárveikivarna
Málsnúmer 2305015Vakta málsnúmer
Landbúnaðarnefnd tók, á 1. fundi sínum, undir með sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps og lagði þunga áherslu á mikilvægi þess að sauðfjárveikivarnagirðing sem að afmarkar Snæfellsneshólf verði endurnýjuð og endurbætt, enda brýnt a halda hólfinu hreinu og er girðingin lykilþáttur í því.
14.Beiðni um smölun - Ágangur sauðfjár
Málsnúmer 2206044Vakta málsnúmer
Landbúnaðarnefnd samþykkti, á 1. fundi sínum, að fresta afgreiðslu erindisins með vísan til meðfylgjandi bókunar nefndarinnar, dags. 12. júlí 2023, þar sem mörkuð er bráðabirgðastefna sveitarfélagsins um afgreiðslu erinda varðandi ágang búfjár. Landbúnaðarnefnd vill hvetja til samtals, samhygðar, umburðarlyndis og skilnings í sveitarfélaginu á ólíkum aðstæðum og skyldum allra þeirra sem málið varðar.
15.Beiðni um smölun - Kljá
Málsnúmer 2307001Vakta málsnúmer
Landbúnaðarnefnd samþykkti, á 1. fundi sínum, að fresta afgreiðslu erindisins með vísan til meðfylgjandi bókunar nefndarinnar, dags. 12. júlí 2023, þar sem mörkuð er bráðabirgðastefna sveitarfélagsins um afgreiðslu erinda varðandi ágang búfjár. Landbúnaðarnefnd vill hvetja til samtals, samhygðar, umburðarlyndis og skilnings í sveitarfélaginu á ólíkum aðstæðum og skyldum allra þeirra sem málið varðar.
16.Birkilundur - Nýtt deiliskipulag
Málsnúmer 2209002Vakta málsnúmer
Á 13. fundi sínum samþykkti skipulagsnefnd fyrir sitt leyti að félag lóðarhafa í íbúðar- og frístundabyggðinni Birkilundi í Sauraskógi ljúki vinnu við gerð nýs deiliskipulags á grunni deiliskipulagstillögu frá 2006. Nefndin fór fram á málsmeðferð í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin benti jafnframt á að þegar unnar eru deiliskipulagáætlanir fyrir frístundabyggð á landi í einkaeign, hvílir kostnaður við skipulagsgerðina almennt á landeigendum eða lóðarhöfum þegar það á við. Hinsvegar, þar sem nú er ljóst að sveitarfélagið lauk ekki deiliskipulagsferlinu á lögformlegan hátt á sínum tíma, telur nefndin rétt að vísa mögulegri kostnaðarþátttöku bæjarsjóðs til afgreiðslu í bæjarráði. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að óska eftir kostnaðaráætlun vegna deiliskipulagsvinnunnar sem lögð er fyrir bæjarráð.
Verði breytingar gerðar á deiliskipulagstillögunni umfram það sem fram kemur í tillögunni frá 2006 og raunteikningu bygginga sem fyrir eru, leggst sá umframkostnaður á félag lóðarhafa að undanskildum mögulegum afleiðingum vegna lagabreytinga og/eða breytinga í skilmálum í gildandi Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024, sem gerðar hafa verið eftir að deiliskipulagstillagan frá 2006 var unnin.
17.Birkilundur 47 - fyrirspurn um dsk
Málsnúmer 2308007Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd vísaði, á 13. fundi sínum, til afgreiðslu skipulagnefndar vegna máls nr. 2209002 "Birkilundur - Nýtt deiliskipulag".
18.Aðalgata 16 - Stækkun byggingarreits
Málsnúmer 2307005Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd tók, á 13. fundi sínum, fyrir sitt leyti jákvætt í að gerðar verði breytingar á gildandi deiliskipulagi frá 2017 sem feli í sér lítilsháttar stækkun á byggingarreit og niðurfellingu á byggingarreit fyrir bílskúr. Nefndin lagði til að samtímis verði einnig skoðað hvort mögulegt sé að færa lóðina nær Aðalgötu 14 og færa stíginn aftur meðfram brekkunni eins hann var upphaflega sýndur á deiliskipulagi frá 2003.
Nefndin minnti jafnframt á að breytingin verði í samræmi við almenna skipulagsskilmála aðalskipulags og deiliskipulags þ.e. að nýbyggingar skuli halda við og styrkja fallega ásýnd gamla bæjarkjarnans (Plássins) með formum, hlutföllum, hrynjandi og efnisvali; að gætt verði að samræmi milli bygginga, götu, götumynda og útisvæða; og að hugað verði að mikilvægi sjónarhorna og sjónlína að og frá Plássinu.
19.Fyrirspurn til skipulags-og byggingarfulltrúa
Málsnúmer 2306044Vakta málsnúmer
Þar sem sólskáli telst viðbygging, sem skv. gildandi deiliskipulagi frá 2016 m.s.br., skal vera innan byggingarreits, taldi skipulagsnefnd á 13. fundi sínum, að gera þurfi óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal breytingartillöguna fyrir lóðarhöfum Sæmundarreits 4, 6 og 8a í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
20.Þingskálanes - fyrirspurn um aðkomuleið eftir Langási
Málsnúmer 2308002Vakta málsnúmer
Á 13. fundi sínum taldi skipulagsnefnd ekki mögulegt, að svo stöddu, að breyta einkavegi, sem liggur eftir Langási í Sauraskógi að Þingskálanesi, í héraðsveg. Hafi landeigendur, í samstarfi við aðra landeigendur þ.m.t. Skógræktina, í hyggju að byggja veginn upp á sinn kostnað og fá honum breytt í héraðsveg, er mögulegt að sækja um kostnaðarþátttöku til Vegagerðarinnar. Áður en mögulegt er að breyta skilgreiningu vegarins og hefja framkvæmdir, þarf að liggja fyrir samþykkt deiliskipulag sem sýnir vegstæðið og gerir ráð fyrir lögbýli á Þingskálanesi sbr. 8. gr. vegalaga nr. 80/2007 m.s.br. Liggi fyrir samþykkt deiliskipulag, sér sveitarfélagið því ekkert til fyrirstöðu að eigendur Þingskálaness flytji þangað lögheimili sitt.
Skipulagsnefnd lagði áherslu á mikilvægi þess að framtíðaruppbygging í landi Saura, þ.m.t. deiliskipulag fyrir Birkilund (í vinnslu), Vigraholt (í vinnslu), Þingskálaness og Hamra, verði unnin með heildarhagsmuni alls svæðisins í huga þ.m.t. náttúru- og minjavernd, útivistarsvæði og skógrækt, frístundalóðir og frístundabyggðir og jafnvel íbúðarbyggð.
21.Birkilundur 49 - fyrirspurn um deiliskipulag
Málsnúmer 2308014Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd vísaði, á 13. fundi sínum, til afgreiðslu skipulagnefndar vegna máls nr. 2209002 "Birkilundur - Nýtt deiliskipulag".
22.Umsókn um stöðuleyfi
Málsnúmer 2308009Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkti á 13. fundi sínum að veita stöðuleyfi fyrir 13 smáhýsi á landi Skjaldar. Nefndin lagði áherslu á að snyrtilega verði gengið frá þeim og þess tryggilega gætt að hætta stafi ekki af þeim. Áður en húsin verða flutt og þeim komið fyrir skal landeigandi hafa samráð við byggingarfulltrúa.
23.Fyrirspurn - Skjöldur deiliskipulag
Málsnúmer 2308010Vakta málsnúmer
Samhliða deiliskipulagsvinnunni verði gerð breyting á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 kalli deiliskipulagið á slíka breytingu.
Landeigandi Skjaldar stefnir á uppbyggingu ferðaþjónustu á hluta af landi sínu u.þ.b. 3 ha svæði norðan við veginn upp að Skildi. Í fyrsta áfanga uppbyggingarinnar er gert ráð fyrir 14 smáhýsum ásamt þjónustuhúsi fyrir þvottahús o.fl. Landeigandi hefur einnig áhuga að kanna vilja sveitarfélagsins fyrir ferðaþjónustutengda íbúðarbyggð á svæðinu (starfsmannaíbúðir).
Samkvæmt Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er áætluð uppbygging ferðaþjónustu í kringum félagsheimilið Skjöld. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland. Í dag er þar tjaldstæði og aðstaða í félagsheimilinu hentar vel í ferðaþjónustu.
Á 13. fundi sínum tók skipulagsnefnd fyrir sitt leyti jákvætt í að unnið verði deiliskipulag vegna ferðaþjónustu í landi Skjaldar. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið nái yfir stærra svæði þ.m.t. félagsheimilið, tjaldstæðið, réttina, skógræktarsvæðið og Tungu (L-2300050).
24.Skipulagsbreytingar
Málsnúmer 2308015Vakta málsnúmer
25.Nám við Tónlistarskólann á Akureyri
Málsnúmer 2306035Vakta málsnúmer
Bæjarráð vísaði málinu til næsta fundar á 12. fundi sínum.
26.Uppbygging Víkurhverfis
Málsnúmer 2301011Vakta málsnúmer
27.Samantekt um samrekstur og stjórnun Tónlistaskóla Stykkishólms
Málsnúmer 2306040Vakta málsnúmer
Á 12. fundi sínum vísaði bæjarráð samantekt um samrekstur og stjórnar Tónlistarskóla Stykkishólms til umfjöllunar í skóla- og fræðslunefnd.
Bæjarráð vísaði fjárhagshluta til frekari vinnslu á næsta bæjarráðsfundi.
28.Erindi - Breytingu á lóðinni við Áskinn 6
Málsnúmer 2301029Vakta málsnúmer
Bæjarstjórn samþykkti að veita bæjarráði umboð til fullnaðarafgreiðslu málsins.
Skipulagsfulltrúi og formaður skipulagsnefndar koma til fundar við bæjarráð og gera grein fyrir málinu.
29.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Málsnúmer 2308016Vakta málsnúmer
30.Erindi frá Skipavík
Málsnúmer 2308020Vakta málsnúmer
31.Bráðbirgðauppgjör janúar-júní 2023
Málsnúmer 2308019Vakta málsnúmer
32.Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2023-2026
Málsnúmer 2308018Vakta málsnúmer
33.Fundaráætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs
Málsnúmer 1912004Vakta málsnúmer
Fundi slitið.