Fara í efni

Erindi frá Skipavík

Málsnúmer 2308020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 13. fundur - 21.08.2023

Lagt fram erindi frá Skipavík ehf sem eftir að fá svæði í Víkurhverfi til deiliskipulagsbreytingar og uppbyggingar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða samstarf við byggingaraðila á afmörkuðum svæðum í Víkurhverfi með það að markmiði að hraða uppbyggingu og vísar málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

Bæjarráð - 18. fundur - 18.01.2024

Ívar Pálsson, lögmaður, kom inn á fundinn.
Lagt fram að nýju erindi frá Skipavík ehf. sem óskar eftir að fá svæði í Víkurhverfi til úthlutunar og uppbyggingar til að tryggja samfellu í starfsemi félagsins.



Bæjarráð fól, á 13. fundi sínum, bæjarstjóra að skoða samstarf við byggingaraðila á afmörkuðum svæðum í Víkurhverfi með það að markmiði að hraða uppbyggingu og vísaði málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.



Ívar Pálsson, lögfræðingur, gerir grein fyrir þeim valmöguleikum og áherslum sem koma til greina.
Bæjarráð óskar eftir minnisblaði frá Ívari Pálssyni um valmöguleika og tillögur.
Ívar Pálsson, lögmaður, víkur af fundi.
Getum við bætt efni síðunnar?