Fara í efni

Móholt 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2111011

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 18. fundur - 14.01.2022

Ingveldur Eyþórsdóttir sækir um leyfi fyrir parhúsi á lóðinni Móholt 14-16 samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum.
Þar sem parhúsið nær út fyrir byggingarreit að hluta til samkvæmt gildandi deiliskipulagi vísar byggingarfulltrúi erindinu til afgreiðslu hjá Skipulagsnefnd.

Skipulags- og bygginganefnd - 256. fundur - 18.01.2022

Ragnar Már víkur af fundi.
Ingveldur Eyþórsdóttir sækir um leyfi fyrir 329,6 m2 parhúsi við Móholt 14-16. Þar sem að húsið nær út fyrir byggingarreit að hluta til, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti byggingaráform um parhús með þakkanti sem nær út fyrir byggingarreit. Þar sem að þakkanturinn snýr að hesthúsum, telur nefndin ekki þörf á grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga en samkvæmt henni er skipulagsnefnd heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Skipulags- og byggingarnefnd vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Ragnar Már kemur aftur á fund.

Bæjarráð - 635. fundur - 20.01.2022

Ingveldur Eyþórsdóttir sækir um leyfi fyrir 329,6m2 parhúsi við Móholt 14-16. Þar sem að húsið nær út fyrir byggingarreit að hluta til, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti, á 256. fundi sínum, fyrir sitt leiti byggingaráform um parhús með þakkanti sem nær út fyrir byggingarreit. Þar sem að þakkanturinn snýr að hesthúsum, telur nefndin ekki þörf á grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga en samkvæmt henni er skipulagsnefnd heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Skipulags- og byggingarnefnd vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir ákvörðun skipulags- og byggingarnefnd um byggingaráform um parhús með þakkanti sem nær út fyrir byggingarreit, með rökstuðningi sem fram kemur í bókun nefndarinnar. Bæjarráð vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 407. fundur - 25.01.2022

Ingveldur Eyþórsdóttir sækir um leyfi fyrir 329,6m2 parhúsi við Móholt 14-16. Þar sem að húsið nær út fyrir byggingarreit að hluta til, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti, á 256. fundi sínum, fyrir sitt leiti byggingaráform um parhús með þakkanti sem nær út fyrir byggingarreit. Þar sem að þakkanturinn snýr að hesthúsum, telur nefndin ekki þörf á grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga en samkvæmt henni er skipulagsnefnd heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Skipulags- og byggingarnefnd vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarráð samþykkti, á 635. fundi sínum, ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar um byggingaráform um parhús með þakkanti sem nær út fyrir byggingarreit, með rökstuðningi sem fram kemur í bókun nefndarinnar. Bæjarráð vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar með þeim rökstuðningi sem fram kemur í bókun nefndarinnar.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 19. fundur - 15.02.2022

Ingveldur Eyþórsdóttir sækir um leyfi fyrir 329,6 m2 parhúsi við Móholt 14-16. Þar sem að húsið nær út fyrir byggingarreit að hluta til, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 256 fundi sínum fyrir sitt leiti byggingaráform um parhús með þakkanti sem nær út fyrir byggingarreit. Þar sem að þakkanturinn snýr að hesthúsum, taldi nefndin ekki þörf á grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga en samkvæmt henni er skipulagsnefnd heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.



Á 407. fundi bæjarstjórnar staðfesti bæjarstjórn afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar með þeim rökstuðningi sem fram kom í bókun nefndar.

Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa

Bæjarráð - 13. fundur - 21.08.2023

Lagðir eru fram til afgreiðslu lóðaleigusamningar fyrir Móholt 14 og 16.
Bæjarráð samþykkir lóðaleigusamninga fyrir Móholt 14 og 16 og felur bæjarstjóra að undirita þá f.h. sveitarfélagsins.
Getum við bætt efni síðunnar?