Fara í efni

Áskorun vegna sauðfjárveikivarna

Málsnúmer 2305015

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd - 1. fundur - 12.07.2023

Lagður fram tölvupóstur frá Sigurbjörgu Ottesen vegna sauðfjárveikivarna.
Landbúnaðarnefnd tekur undir með sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps og leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að sauðfjárveikivarnagirðing sem að afmarkar Snæfellsneshólf verði endurnýjuð og endurbætt, enda brýnt a halda hólfinu hreinu og er girðingin lykilþáttur í því.

Bæjarráð - 13. fundur - 21.08.2023

Lagður fram tölvupóstur frá Sigurbjörgu Ottesen vegna sauðfjárveikivarna.



Landbúnaðarnefnd tók, á 1. fundi sínum, undir með sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps og lagði þunga áherslu á mikilvægi þess að sauðfjárveikivarnagirðing sem að afmarkar Snæfellsneshólf verði endurnýjuð og endurbætt, enda brýnt a halda hólfinu hreinu og er girðingin lykilþáttur í því.
Bæjarráð tekur undir ályktun landbúnarnefndar vegna sauðfjárveikivarna.
Getum við bætt efni síðunnar?