Þingskálanes - fyrirspurn um aðkomuleið eftir Langási
Málsnúmer 2308002
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 13. fundur - 16.08.2023
Landeigendur Þingskálaness (L-218239) óska eftir afstöðu sveitarstjórnar varðandi breytingu á skilgreiningu á aðkomuvegi eftir Langási um Sauraskóg að Þingskálanesi úr almennum vegi í héraðsveg. Eigendur Þingskálaness benda á að breyting á skilgreiningu muni ekki eingöngu þjóna þeirra eigin hagsmunum heldur einnig öðrum jörðum/skikum sem og útivistafólki.
Með fyrirspurninni leggja landeigendur fram bréf frá Skógræktinni (Skógrækt rískisins) dags. 01.09.2021 og Skógræktarfélagi Stykkishólms dags. 10.10.2018.
Skv. 8. gr. vegalaga nr. 80/2007 m.s.br. laga nr. 14/2015 eru héraðsvegir "vegir sem liggja að býlum, starfrækslu atvinnufyrirtækja, kirkjustöðum, opinberum skólum og öðrum opinberum stofnunum utan þéttbýlis, eru ákveðnir í staðfestu skipulagi og taldir upp í vegaskrá. Landeigandi skal þó kosta og vera veghaldari síðustu 50 m að framangreindum stöðum ef vegur endar þar. Jafnframt er heimilt að taka í tölu héraðsvega vegi að sumarbústaðahverfum sem tengja að minnsta kosti 30 bústaði við þjóðveg." Vegagerðin er veghaldari héraðsvega og sinna almennu viðhaldi en sveitarfélögin sinna vetrarþjónustu. Samkvæmt 3. gr. laganna er "býli" íbúðarhúsnæði þar sem föst búseta er og skráð lögheimili.
Með fyrirspurninni leggja landeigendur fram bréf frá Skógræktinni (Skógrækt rískisins) dags. 01.09.2021 og Skógræktarfélagi Stykkishólms dags. 10.10.2018.
Skv. 8. gr. vegalaga nr. 80/2007 m.s.br. laga nr. 14/2015 eru héraðsvegir "vegir sem liggja að býlum, starfrækslu atvinnufyrirtækja, kirkjustöðum, opinberum skólum og öðrum opinberum stofnunum utan þéttbýlis, eru ákveðnir í staðfestu skipulagi og taldir upp í vegaskrá. Landeigandi skal þó kosta og vera veghaldari síðustu 50 m að framangreindum stöðum ef vegur endar þar. Jafnframt er heimilt að taka í tölu héraðsvega vegi að sumarbústaðahverfum sem tengja að minnsta kosti 30 bústaði við þjóðveg." Vegagerðin er veghaldari héraðsvega og sinna almennu viðhaldi en sveitarfélögin sinna vetrarþjónustu. Samkvæmt 3. gr. laganna er "býli" íbúðarhúsnæði þar sem föst búseta er og skráð lögheimili.
Bæjarráð - 13. fundur - 21.08.2023
Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi og Hilmar Hallvarðsson formaður skipulagsnefndar komu inn á fundinn.
Landeigendur Þingskálaness (L-218239) óska eftir afstöðu sveitarstjórnar varðandi breytingu á skilgreiningu á aðkomuvegi eftir Langási um Sauraskóg að Þingskálanesi úr almennum vegi í héraðsveg. Eigendur Þingskálaness benda á að breyting á skilgreiningu muni ekki eingöngu þjóna þeirra eigin hagsmunum heldur einnig öðrum jörðum/skikum sem og útivistafólki.
Á 13. fundi sínum taldi skipulagsnefnd ekki mögulegt, að svo stöddu, að breyta einkavegi, sem liggur eftir Langási í Sauraskógi að Þingskálanesi, í héraðsveg. Hafi landeigendur, í samstarfi við aðra landeigendur þ.m.t. Skógræktina, í hyggju að byggja veginn upp á sinn kostnað og fá honum breytt í héraðsveg, er mögulegt að sækja um kostnaðarþátttöku til Vegagerðarinnar. Áður en mögulegt er að breyta skilgreiningu vegarins og hefja framkvæmdir, þarf að liggja fyrir samþykkt deiliskipulag sem sýnir vegstæðið og gerir ráð fyrir lögbýli á Þingskálanesi sbr. 8. gr. vegalaga nr. 80/2007 m.s.br. Liggi fyrir samþykkt deiliskipulag, sér sveitarfélagið því ekkert til fyrirstöðu að eigendur Þingskálaness flytji þangað lögheimili sitt.
Skipulagsnefnd lagði áherslu á mikilvægi þess að framtíðaruppbygging í landi Saura, þ.m.t. deiliskipulag fyrir Birkilund (í vinnslu), Vigraholt (í vinnslu), Þingskálaness og Hamra, verði unnin með heildarhagsmuni alls svæðisins í huga þ.m.t. náttúru- og minjavernd, útivistarsvæði og skógrækt, frístundalóðir og frístundabyggðir og jafnvel íbúðarbyggð.
Á 13. fundi sínum taldi skipulagsnefnd ekki mögulegt, að svo stöddu, að breyta einkavegi, sem liggur eftir Langási í Sauraskógi að Þingskálanesi, í héraðsveg. Hafi landeigendur, í samstarfi við aðra landeigendur þ.m.t. Skógræktina, í hyggju að byggja veginn upp á sinn kostnað og fá honum breytt í héraðsveg, er mögulegt að sækja um kostnaðarþátttöku til Vegagerðarinnar. Áður en mögulegt er að breyta skilgreiningu vegarins og hefja framkvæmdir, þarf að liggja fyrir samþykkt deiliskipulag sem sýnir vegstæðið og gerir ráð fyrir lögbýli á Þingskálanesi sbr. 8. gr. vegalaga nr. 80/2007 m.s.br. Liggi fyrir samþykkt deiliskipulag, sér sveitarfélagið því ekkert til fyrirstöðu að eigendur Þingskálaness flytji þangað lögheimili sitt.
Skipulagsnefnd lagði áherslu á mikilvægi þess að framtíðaruppbygging í landi Saura, þ.m.t. deiliskipulag fyrir Birkilund (í vinnslu), Vigraholt (í vinnslu), Þingskálaness og Hamra, verði unnin með heildarhagsmuni alls svæðisins í huga þ.m.t. náttúru- og minjavernd, útivistarsvæði og skógrækt, frístundalóðir og frístundabyggðir og jafnvel íbúðarbyggð.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.
´Kristín og Hilmar véku af fundi.
Skipulagsnefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að framtíðaruppbygging í landi Saura, þ.m.t. deiliskipulag fyrir Birkilund (í vinnslu), Vigraholt (í vinnslu), Þingskálaness og Hamra, verði unnin með heildarhagsmuni alls svæðisins í huga þ.m.t. náttúru- og minjavernd, útivistarsvæði og skógrækt, frístundalóðir og frístundabyggðir og jafnvel íbúðarbyggð.