Fara í efni

Sæmundarreitur 8 - sólskáli - fyrirspurn

Málsnúmer 2306044

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 13. fundur - 16.08.2023

Jón Ragnar Daðason sækir um að byggja 18,2 m2 sólskála við Sæmundarreit 8 (áður Sæmundarreitur 5) í Stykkishólmi.



Húsið var reist árið 1906 og stóð áður við Laugaveg 27b í Reykjavík og nýtur friðunar vegna aldurs sbr. lög um menningarminjar nr. 80/2012. Í því felst að óheimilt er að raska húsinu, spilla því eða breyta, rífa eða flytja úr stað, nema með leyfi Minjastofnunar (flutningsleyfi veitt árið 2015). Meðfylgjandi er álit minjavarðar Vesturlands dags. 22.06.2023 þar sem hann heimilar byggingu sólskála skv. teikningum dags. 25.4.2023 og minnir á 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 varðandi viðbrögð komi fornleifar í ljós við framkvæmdir.



í gildi er deiliskipulag frá 2016 með breytingu frá 2020. Samkvæmt lið 1.5 í greinargerðinni er heimilt að byggja svalir, skyggni/skjólþök og minniháttar útbyggingar utan byggingarreita. Nýbyggingar og viðbyggingar skulu vera innan byggingarreita og/eða fótspors núverandi byggingar. Lóðin er 515 m2 með hámarksnýtingarhlutfall 0,5 eða 257,5 m2.
Þar sem sólskáli telst viðbygging, sem skv. gildandi deiliskipulagi frá 2016 m.s.br., skal vera innan byggingarreits, telur skipulagsnefnd að gera þurfi óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal breytingartillöguna fyrir lóðarhöfum Sæmundarreits 4, 6 og 8a í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð - 13. fundur - 21.08.2023

Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi og Hilmar Hallvarðsson formaður skipulagsnefndar komu inn á fundinn.
Jón Ragnar Daðason sækir um að byggja 18,2 m2 sólskála við Sæmundarreit 8 (áður Sæmundarreitur 5) í Stykkishólmi.



Þar sem sólskáli telst viðbygging, sem skv. gildandi deiliskipulagi frá 2016 m.s.br., skal vera innan byggingarreits, taldi skipulagsnefnd á 13. fundi sínum, að gera þurfi óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal breytingartillöguna fyrir lóðarhöfum Sæmundarreits 4, 6 og 8a í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir í samræmi við afgreiðslu skipulagsnefndar.
Kristín og Hilmar véku af fundinum.

Skipulagsnefnd - 15. fundur - 15.11.2023

Lögð er fram athugasemd sem barst úr grenndarkynningu vegna umsóknar Jóns Ragnars Daðasonar um að byggja 18,2 m2 sólskála við Sæmundarreit 8 (áður Sæmundarreitur 5).



Húsið var reist árið 1906 og stóð áður við Laugaveg 27b í Reykjavík og nýtur friðunar vegna aldurs sbr. lög um menningarminjar nr. 80/2012. Í því felst að óheimilt er að raska húsinu, spilla því eða breyta, rífa eða flytja úr stað, nema með leyfi Minjastofnunar (flutningsleyfi veitt árið 2015). Meðfylgjandi er álit minjavarðar Vesturlands dags. 22.06.2023 þar sem hann heimilar byggingu sólskála skv. teikningum dags. 25.4.2023 og minnir á 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 varðandi viðbrögð komi fornleifar í ljós við framkvæmdir.Við breytinguna stækkar byggingarreiturinn um 3,5m x 5,5m.



Þar sem sólskáli telst vera viðbygging sem staðsetja þurfi innan byggingarreits skv. gildandi deiliskipulagi frá 2016 m.s.br., taldi skipulagsnefnd á 13. fundi sínum þann 16. ágúst 2023 að breytingin kallaði á óv. br. á deiliskipulagi sem grenndarkynna þyrfti fyrir aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 13. fundi sínum þann 21. ágúst sl.



Grenndarkynningin fór fram 9. október með athugasemdafrest til og með 6. nóvember.
Skipulagsnefnd telur innsenda athugasemd réttmæta og að sólskáli skuli ekki hindra útsýni frá nærliggjandi húsum við Sæmundarreit. Á þeirri forsendu hafnar nefndin framlagðri tillögu.

Bæjarráð - 16. fundur - 23.11.2023

Lögð er fram athugasemd sem barst úr grenndarkynningu vegna umsóknar Jóns Ragnars Daðasonar um að byggja 18,2 m2 sólskála við Sæmundarreit 8 (áður Sæmundarreitur 5).



Húsið var reist árið 1906 og stóð áður við Laugaveg 27b í Reykjavík og nýtur friðunar vegna aldurs sbr. lög um menningarminjar nr. 80/2012. Í því felst að óheimilt er að raska húsinu, spilla því eða breyta, rífa eða flytja úr stað, nema með leyfi Minjastofnunar (flutningsleyfi veitt árið 2015). Meðfylgjandi er álit minjavarðar Vesturlands dags. 22.06.2023 þar sem hann heimilar byggingu sólskála skv. teikningum dags. 25.4.2023 og minnir á 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 varðandi viðbrögð komi fornleifar í ljós við framkvæmdir.Við breytinguna stækkar byggingarreiturinn um 3,5m x 5,5m.



Þar sem sólskáli telst vera viðbygging sem staðsetja þurfi innan byggingarreits skv. gildandi deiliskipulagi frá 2016 m.s.br., taldi skipulagsnefnd á 13. fundi sínum þann 16. ágúst 2023 að breytingin kallaði á óv. br. á deiliskipulagi sem grenndarkynna þyrfti fyrir aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 13. fundi sínum þann 21. ágúst sl.



Grenndarkynningin fór fram 9. október með athugasemdafrest til og með 6. nóvember.



Á 15. fundi sínum taldi skipulagsnefnd innsenda athugasemd réttmæta og að sólskáli skuli ekki hindra útsýni frá nærliggjandi húsum við Sæmundarreit. Á þeirri forsendu hafnaði nefndin framlagðri tillögu.



Afgreiðsla skipulagsnefndar er lögð fram til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Bæjarstjórn - 19. fundur - 30.11.2023

Lögð er fram athugasemd sem barst úr grenndarkynningu vegna umsóknar Jóns Ragnars Daðasonar um að byggja 18,2 m2 sólskála við Sæmundarreit 8 (áður Sæmundarreitur 5).



Húsið var reist árið 1906 og stóð áður við Laugaveg 27b í Reykjavík og nýtur friðunar vegna aldurs sbr. lög um menningarminjar nr. 80/2012. Í því felst að óheimilt er að raska húsinu, spilla því eða breyta, rífa eða flytja úr stað, nema með leyfi Minjastofnunar (flutningsleyfi veitt árið 2015). Meðfylgjandi er álit minjavarðar Vesturlands dags. 22.06.2023 þar sem hann heimilar byggingu sólskála skv. teikningum dags. 25.4.2023 og minnir á 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 varðandi viðbrögð komi fornleifar í ljós við framkvæmdir.Við breytinguna stækkar byggingarreiturinn um 3,5m x 5,5m.



Þar sem sólskáli telst vera viðbygging sem staðsetja þurfi innan byggingarreits skv. gildandi deiliskipulagi frá 2016 m.s.br., taldi skipulagsnefnd á 13. fundi sínum þann 16. ágúst 2023 að breytingin kallaði á óv. br. á deiliskipulagi sem grenndarkynna þyrfti fyrir aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 13. fundi sínum þann 21. ágúst sl.



Grenndarkynningin fór fram 9. október með athugasemdafrest til og með 6. nóvember.



Á 15. fundi sínum taldi skipulagsnefnd innsenda athugasemd réttmæta og að sólskáli skuli ekki hindra útsýni frá nærliggjandi húsum við Sæmundarreit. Á þeirri forsendu hafnaði nefndin framlagðri tillögu.



Afgreiðsla skipulagsnefndar er lögð fram til staðfestingar. Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar á 16. fundi sínum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Skipulagsnefnd - 16. fundur - 04.12.2023

Lagt fram að nýju uppfærð tillaga óverulegri breytingu á deiliskipulagi eftir grenndarkynningu.
Skipulagsnefnd frestar málinu og felur skipulagsfulltrúa að skoða betur aðstæður á stað og uppmælingu skv. lóðarblaði með tilliti til fjarlægðar frá lóðarmörkum við akfæran göngustíg.

Skipulagsnefnd - 18. fundur - 10.01.2024

Lögð fram að nýju umsókn Hjörleifs Sigurþórssonar, f.h. lóðarhafa Sæmundarreits 8, um óv. br. á deiliskipulagi (uppdr. 02.10.2023) ásamt ljósmynd sem sýnir hornstiku sólskálans.

Húsið var reist árið 1906 og stóð áður við Laugaveg 27b í Reykjavík og nýtur friðunar vegna aldurs sbr. lög um menningarminjar nr. 80/2012. Í því felst að óheimilt er að raska húsinu, spilla því eða breyta, rífa eða flytja úr stað, nema með leyfi Minjastofnunar (flutningsleyfi veitt árið 2015). Meðfylgjandi er álit minjavarðar Vesturlands dags. 22.06.2023 þar sem hann heimilar byggingu sólskála skv. teikningum dags. 25.4.2023 og minnir á 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 varðandi viðbrögð komi fornleifar í ljós við framkvæmdir.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 2016 m.s.br. er heimilt að byggja svalir, skyggni/skjólþök og minniháttar útbyggingar utan byggingarreita. Nýbyggingar og viðbyggingar skulu vera innan byggingarreita og/eða fótspors núverandi byggingar. Lóðin er 515 m2 með hámarksnýtingarhlutfall 0,5 eða 257,5 m2. Þar sem sólskáli telst viðbygging, sem skv. gildandi deiliskipulagi, skal hann vera innan byggingarreits.

Á 13. fundi sínum, taldi skipulagsnefnd að gera þyrfti óv. br. á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og grenndarkynna fyrir lóðarhöfum Sæmundarreits 4, 6 og 8a í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin fór fram 9. október með athugasemdafresti til og með 6. nóvember.

Á 15. fundi, taldi nefndin innsenda athugasemd réttmæta og að sólskáli skuli ekki hindra útsýni frá nærliggjandi húsum við Sæmundarreit. Á þeirri forsendu hafnaði nefndin framlagðri tillögu. Afgreiðslan var staðfest á 13. fundi bæjarráðs.

Á 16. fundi nefndarinnar var umsóknin tekin fyrir aftur með uppfærðum uppdrætti þar sem sólskálinn hefur verið færður að húshorni. Nefndin frestaði afgreiðslu málsins og fól skipulagsfulltrúa að láta setja út horn skálans þar sem staðsetning stígs kunni að vera ónákvæm.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu á óv. br. á deiliskipulagi og felur skipulagsfulltrúa að senda skipulagsbreytinguna til Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mrg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta auglýsingu um gildistöku í B-deild Stjórnartíðinda.

Bæjarráð - 18. fundur - 18.01.2024

Lögð fram að nýju umsókn Hjörleifs Sigurþórssonar, f.h. lóðarhafa Sæmundarreits 8, um óv. br. á deiliskipulagi ásamt ljósmynd sem sýnir hornstiku sólskálans. Einnig er lagt fram álit minjavarðar Vesturlands dags. 22.06.2023 þar sem hann heimilar byggingu sólskála, en húsið nýtur friðunar vegna aldurs sbr. lög um menningarminjar nr. 80/2012.



Á 16. fundi skipulagsnefndar var umsóknin tekin fyrir aftur með uppfærðum uppdrætti þar sem sólskálinn hefur verið færður að húshorni í kjölfar þess að athugasemd við fyrri uppdrætti barst úr grenndarkynninu. Nefndin frestaði þá afgreiðslu málsins og fól skipulagsfulltrúa að láta setja út horn skálans þar sem staðsetning stígs kunni að vera ónákvæm.



Skipulagsnefnd samþykkti svo á 18. fundi sínum framlagða tillögu á óv. br. á deiliskipulagi og fól skipulagsfulltrúa að senda skipulagsbreytinguna til Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mrg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta auglýsingu um gildistöku í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Bæjarstjórn - 21. fundur - 25.01.2024

Lögð fram að nýju umsókn Hjörleifs Sigurþórssonar, f.h. lóðarhafa Sæmundarreits 8, um óv. br. á deiliskipulagi ásamt ljósmynd sem sýnir hornstiku sólskálans. Einnig er lagt fram álit minjavarðar Vesturlands dags. 22.06.2023 þar sem hann heimilar byggingu sólskála, en húsið nýtur friðunar vegna aldurs sbr. lög um menningarminjar nr. 80/2012.



Á 16. fundi skipulagsnefndar var umsóknin tekin fyrir aftur með uppfærðum uppdrætti þar sem sólskálinn hefur verið færður að húshorni í kjölfar þess að athugasemd við fyrri uppdrætti barst úr grenndarkynninu. Nefndin frestaði þá afgreiðslu málsins og fól skipulagsfulltrúa að láta setja út horn skálans þar sem staðsetning stígs kunni að vera ónákvæm.



Skipulagsnefnd samþykkti svo á 18. fundi sínum framlagða tillögu á óv. br. á deiliskipulagi og fól skipulagsfulltrúa að senda skipulagsbreytinguna til Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mrg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta auglýsingu um gildistöku í B-deild Stjórnartíðinda.



Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar á 18. fundi sínum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Til máls tók RMR
Getum við bætt efni síðunnar?